Heilsuvernd - 01.03.1949, Blaðsíða 22

Heilsuvernd - 01.03.1949, Blaðsíða 22
14 HEILSUVERND Þetta er einnig reynsla þeirra lækna, sem starfað hafa meðal inn- fæddra ibúa Suður-Afríku.“ Þremur vikum síðar, eða hinn 21. júlí, birtir sama blað bréf frá lækni að nafni M. C. Blair, sem hefir starfað yfir 20 ár meðal negranna í Nígeríu á vesturströnd Afríku. Segir þar m. a.: „1 22 ár hefi eg aldrei séð hér krabbamein eða sarkmein. Sumir læknar í strandhéruðum Nigeríu sjá það einstaka sinnum, en það eru þá aðallega innfæddir menn, sem hafa verið með Evrópumönn- um og tekið að einhverju leyti upp siði þeirra og mataræði.“ Að lokum skal minnt á ummæli hins heimsfræga læknis og vísindamanns, R. MacCarrisons, sem starfaði í 7 ár sem læknir meðal Húnzaþjóðflokksins í Asíu og ,,sá þar aldrei neitt tilfelli af meltingartruflunum, ristilbólgu eða krabba- meini.......Botnlangabólga er óþekkt meðal Húnzanna." (Sjá Heilsuvernd, 3. hefti 1946). Svipaða vitnisburði mætti tilfæra frá Indíánum og fleiri þjóðflokkum. Og þetta sjúkdómaleysi stafar ekki af því, að þjóðflokkarnir séu ónæmir fyrir krabbameininu, því að reynslan sýnir, að þegar þeir taka upp mataræði og aðra lifnaðarhætti menningarþjóðanna, fá þeir krabbamein og aðra menningarsjúkdóma ekki síður en hvítir menn. Og ekki er skýringin heldur fólgin í því, að hinar frumstæðu þjóðir nái ekki eins háum aldri og hvítir menn. Þvert á móti verða t. d. bæði Indíánar og Húnzabúar mjög gamlir. Þegar allar þessar staðreyndir eru bornar saman, verður niðurstaðan þessi: Frumstæðar þjóðir eru lausar við flesta þá sjúkdóma, sem mestan usla gera meðal menningar- þjóðanna, þar á meðal krabbameinið, meðan þær halda við hinar frumstæðu lífsvenjur sínar. Þegar þær taka upp lifnaðarhætti vestrænna þjóða, verða þær undirorpnar sömu sjúkdómaplágunni og við; og að því er krabbameinið snertir, herjar það mest á þær þjóðir, sem á hæstu menn- ingarstigi standa. Krábbamein og lifnaðarhœttir. Það er erfitt að verjast þeirri hugsun, að það séu hinir mismunandi lifnaðarhættir,

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.