Heilsuvernd - 01.03.1949, Blaðsíða 32
24
HEILSUVERND
HEILSUHÆLIÐ HUMLEGÁRDEN.
Það var stofnað af hjónunum dr. Kirstine og Áge Nolfi árið 1945
fyrir frumkvæði frúarinnar. Hún hafði, er hún var komin að sex-
tugu, orðið vör æxlisvaxtar í brjósti. Öx það hratt og var orðið á
stærð við hænuegg og hafði á sér öll merki krabbameins, eins og
síðar reyndist. Eftir nokkurt hugarstríð afréð frúin að láta ekki
skera burtu meinið, þar eð hún, eins og fleiri læknar, litu svo á,
að krabbamein væri ekki staðbundinn sjúkdómur, heldur hrörnun
i öllum líkamanum og gæti því brotist út, hvar sem væri.
Dr. Nolfi tók þann kost að reyna að lækna sig með hráfæði.
Árangurinn varð sá, að eftir eins árs neyzlu hinnar náttúrlegu og
ósoðnu mjólkur- og jurtafæðu var æxlið horfið, eftir aðeins lítið,
beinhart bris með inndreginni húð yfir. Jafnframt hafði hún fengið
betri heilsu að öðru leyti, en áður var hún jafnan sárlasin, blóð-
lítil, magnlítil og síþreytt. Öll þessi sjúkdómseinkenni hurfu, og
frúin varð sem ung í annað sinn. Auk hráfæðisins lagði hún mikla
stund á hreint loft, útivist, svefn undir beru lofti, sól- og loftböð
og vann við garðrækt daglega eftir því sem timinn leyfði,
Dr. Nolfi tók nú að reyna þessa aðferð á fleiri sjúklingum, með
þeim árangri, að fjöldi manna fengu nýja heilsu. Aðsókn að hæli
hennar fer ört vaxandi, enda er það einstakt í sinní röð og hið
fyrsta á Norðurlöndum, þar sem notað er eingöngu hráfæði. Með
þessum einföldu ráðum, ásamt hreyfingu, útivist og böðum, má
segja, að fundinn sé lykillinn að Paradís fullkominnar heilbrigði,
þar sem sjúkdómarnir hverfa eins og dögg fyrir sólu.
En hinir rétttrúuðu (ortodox) dönsku læknar mega ekki til þess
vita, að læknað sé með svona einföldum ráðum, jafnvel ekki af
lærðum lækni úr þeirra stétt. Þeir gripu því tækifærið, þegar dr.
Nolfi tókst ekki að bjarga aðframkomnum sjúkling, sem aðrir
læknar töldu ólæknandi, og hófu málsókn gegn henni. Þessi fyrsta
árás mistókst að mestu, og af öðrum ákærum síðar var frúin alveg
sýknuð. Svipaðar hrakfarir fóru dönsku læknarnir nýlega í mál-
sókn gegn öðrum lærðum náttúrulækni.
Stéttarbræðrum frú Nolfi hefir ekki tekizt að buga þessa alveg
einstaklega kjarkmiklu og áhugasömu konu. Hún ferðast um og
heldur fyrirlestra í Danmörku með eldlegum áhuga og við mikla
aðsókn og nýtur sívaxandi hylli og samúðar meðal almennings.
Nú er verið að stækka og endurbæta heilsuhælið Humlegárden,
og vill Heilsuvernd óska því og stofnendum þess til hamingju með
hið blessunarríka starf í þágu batnandi og vaknandi mannkyns.
(Sjá nánar um sögu frú Nolfi og málaferlin gegn henni í 1. og 2.
hefti 1947).