Heilsuvernd - 01.03.1954, Side 23

Heilsuvernd - 01.03.1954, Side 23
HEILSUVERND 15 fyrstur manna athygli á því, að hið búlgarska skyr lengdi lífið. Dró hann ályktun sína meðal annars af því, að Búlg- arar neyti skyrs manna mest, og verði þar rúmlega einn maður af hundraði yfir 100 ára að aldri. Hinn heimsfrægi vísindamaður Metschnikoff tók tilgátu þessa búlgarska læknis til íhugunar, og tókst eftir nákvæma rannsókn að sýna fram á, að ályktun hans væri á rökum byggð, og um leið í hverju heilnæmi skyrsins væri fólgið. Metschnikoff hefir öðrum fremur sýnt fram á, að ellilasleiki og skamm- lífi sé oftast í nánu sambandi við slæma meltingu, en hana telur hann meðal annars stafa frá svonefndum ristilgerlum (Bac. Coli) sem þróist í þörmum mannsins; segir hann að þeir gefi frá sér efni, er hafi skaðleg áhrif á meltinguna og líkamann í heild sinni. I búlgörsku skyri kveöst Metsc- hnikoff hafa fundið gerla, sem eyða eiturverkunum hinna skaðvænu ristilgerla. I þessu er þá heilnæmi skyrsins fólg- ið. Nú er því haldið fram, að víðar sé til heilnæmt skyr en í Búlgaríu. Má meðal annars ráða það af fyrirlestri þeim, sem prentaður er í tímaritinu ,,Samtiden“, sem ég áður gat um. Þar er því haldið fram, að allir mjólkursúrgerlar hafi í raun og veru sömu verkun á meltinguna. Hvort þessi ályktun er á réttum rökum byggð, er mér ókunnugt um. Hitt veit ég, að rannsóknir mínar á íslenzku skyri, er ég mun geta um síðar, mæla nokkuð með því, að norrænir mjólkursúrgerlar séu skyldir hinum suðrænu. Búlgarskt skyr má búa til úr alls konar mjólk með eins- konar þétta. 1 þéttanum eru aðallega 2 tegundir gerla, önnur er striklöguð, en hin hefur perlubandslögun. Við lífsstarf þessara sambýlisgerla verður til hlaupefni og mjólkursýra. Ef gerlunum er sáð í soðna mjólk, klekjast þeir ört út við 37—45° C., og er mjólkin hæfilega sýrð eftir 10 klukkustundir. Búlgarskt skyr er ýmist þykkt eða þunnt, allt eftir því, hve lengi mjólkin er seydd og sýrð. Oftast er skyrið borðað með útáláti, svo sem muldu brauði, sykri og aldinsafa. Einnig er því smurt ofan á brauð, og notað þann- Framháld á bls. 18.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.