Heilsuvernd - 01.03.1954, Síða 31
HEILSUVERND
23
vel, en þó veldur það oft talsverðum vafningi, að koma
skyrinu til. Skyrþéttir á að vera þannig, að sem minnstan
hleypi þurfi að láta í mjólkina, og auðvitað væri æskileg-
ast að þéttinn væri búinn til með hreinræktuðum mjólkur-
súrgerlum af góðu kyni.
Ég geri ráð fyrir að hinir heilnæmu súrgerlar Búlgara
séu af góðu kyni. Þá gerla mætti nota við hérlenda skyrgerð,
með því að auðvelt er að ná þeim úr búlgarska skyrinu.
En þurfum vér að vera upp á aðra komnir með kyn-
góða gerla?
Ég hef fengizt þó nokkuð við rannsókn á íslenzku skyri,
til þess að geta leyst úr þessari spurningu.
I skyrinu okkar er fjölbreyttur gróður.
Fyrst í stað gerði ég mér eingöngu far um að hrein-
rækta úr því mjólkursúrgerla, er líktust sem mest þeim
búlgörsku í sjón og reynd; hafði ég þá jafnframt búlgörsku
gerlana til samanburðar. I íslenzku skyri hef ég fundið
þrjár höfuðtegundir súrgerla, en alls hef ég fundið 7 teg-
undir; þar á meðal eru hinir algengu ristilgerlar, sem einnig
framleiða súr.
Eins og áður er tekið fram, eru aðallega 2 tegundir
mjólkursúrgerla í búlgörsku skyri, og hefir önnur perlu-
bandslögun en hin striklögun. — Eftir skamman tíma tókst
mér að ná úr skyrinu okkar súrgerlum, sem líktust hinum
búlgörsku að útliti, en voru þó annars eðlis; varð ég því
að byrja á ný og einangra aðra súrgerla úr skyrinu. Loks
heppnaðist mér að hreinrœkta úr skyri mjólkursúrgerla,
sem virðast vera náskyldir þeim búlgörsku. Ég get t. d.
látið íslenzkan perlubandssúrgeril úr skyri vinna með
búlgörskum striklöguðum súrgerli, og fengið með þeim súr-
mjólk, sem hefir sama bragð og útlit eins og súrmjólk sú,
er ég hefi gert með báðum sambýlisgerlum Búlgara. Enn-
fremur get ég látið íslenzka striklögunar-súrgerla og
búlgarska perlubandsgerla vinna saman með góðum ár-
angri. Daglega sýri ég nú mjólk með sambýlisgerlum úr
íslenzku skyri, og finnst mér sama bragð að þeirri súr-