Heilsuvernd - 01.03.1954, Side 33

Heilsuvernd - 01.03.1954, Side 33
HEILSUVERND 25 ann en til Hveragerðis í sumar, sem sé til sumarsins 1952, en þá var hressingarhælið starfrækt í hinum ágætu húsa- kynnum húsmæðraskólans að Varmalandi í Borgarfirði. Vegna hins góða húsnæðis þar, náði hælið þar betri ár- angri um aðbúnað dvalargesta. En þar sem þessi skóli er staðsettur nokkurn spöl frá þjóðbraut, voru skilyrðin ekki eins góð fyrir þá, er vildu fara þangað til skammrar dvalar. Húsmæðraskólinn í Hveragerði, þar sem hressingarhælið var starfrækt síðastliðið sumar, stendur aftur á móti við þjóðbraut, og í nágrenni þess eru ræktuð og fáanleg flest þau lífgrös, er til náttúrlegs fæðis teljast. Mér er nær því ómögulegt að segja frá dvöl minni í Hveragerði s.l. sumar án þess að hugsa um og minnast á, hvernig sá staður leit út, þegar ég fyrir 40 árum fór þar fyrst framhjá. Ég minnist þess ekki, að ég sæi þar nokkurt hús eða ræktaðan gróðurblett, aðeins reykjarmekki eða gufu frá brúnum, vellandi hverum. En nú er hverahitinn beislaður og hagnýttur til ræktunar nytjajurta og aldina, sem ég hygg, að almennt hafi verið álitið fyrir nokkrum áratugum að þrifist aðeins í hinum 'heitu suðrænu löndum. Mér er það sérstaklega hugstætt, er ég á þessum sælu- sumardögum fékk að líta inn í gróðurhúsin og skoða vín- berjaklasa og rósarunna. Mér skildist, að það væru ótæm- andi möguleikar til „mannræktar“ að yrkja á þennan hátt. Þá var skógurinn; sums staðar fékk ég að sitja í trjálund- um og ganga í gegnum trjágöng. Hinar fögru ljóðlínur úr hinu dásamlega aldamótakvæði: „Menningin vex í lundi nýrra skóga“, voru mér nú orðin opinberun. Það er ánægjuleg tilhugsun, að á slíkum stað skuli heilsuhæli Náttúrulækningafélagsins eiga að rísa af grunni. Það er fagurt umhverfi húsmæðraskólans á Hverabökk- um, þar sem ég og margir tugir manna dvöldu síðast liðið sumar. Þarna var saman komið fólk úr flestum stéttum þjóðfélagsins. Þar var eins að öllum búið og allir jafnrétt- háir. Það ríkti skipulag réttlætisins á þessum stað.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.