Heilsuvernd - 01.03.1954, Page 35

Heilsuvernd - 01.03.1954, Page 35
HEILSUVERND Halldórsson Á síðasta aðalfundi N.L.F.R. vakti það athygli, að á árs- reikningi félagsins voru ekki færð nein útistandandi félags- gjöld. Og ástæðan var einfaldlega sú, að ógreidd félags- gjöld voru engin. Það mun fátítt, þótt í fámennum félög- um sé, að ekki séu einhver ógreidd félagsgjöld í árslok, hvað þá í félögum, sem telja 1000 manns, eins og N.L.F.R. Þetta bendir til, að félagsmenn séu fúsir að inna gjöld sín af hendi. En fyrst og fremst er þessi fágæti árangur að þakka hinum óvenju ágæta innheimtumanni, Jóni Hail- dórssyni, sem sjálfsagt hefur sett innheimtumet, íslands- met — heimsmet? Ég veit það ekki, því að slík met eru ekki skráð, þótt ekki séu þau íþróttametum minni eða lítilvægari. J. H. hefur einnig haft á hendi innheimtu fyrir „Heilsu- vernd“ og selt bæði tímaritið og bækur N.L.F.Í., þau eru því orðin nokkuð mörg sporin, sem hann hefur gengið í þágu samtakanna. Og ég hygg, að óhætt sé að fullyrða, að þau hafi öll verið gengin til góðs. Starfsárangurinn sannar allt í senn: trúmennsku, áhuga og vinsældir. Óþolinmóður

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.