Heilsuvernd - 01.03.1954, Page 38

Heilsuvernd - 01.03.1954, Page 38
30 HEILSUVERND Uppskriftir að kökum og brauðum, sem hlutu mikið lof í te- samkvæmi, sem haldið var í „Gróanda“ 14/5 1950. HöfUndar þessara ágætu uppskrifta munu vera frúrnar: Svava Fells, Steinunn Magnúsdóttir og Ingiríður Finnsdóttir. I. HEILHVEITITERTA: 110 gr. heilhveiti, örlítið soja og kartöflumjöl, 123 gr. púður- sykur, 1% dl. þeyttur rjómi, 1 egg, 1 teskeið lyftiduft. — Skreytist með rjóma og ávaxtamauki. II. HEILHVEITIKEX: 8 bollar heilhveiti, 1 holli sykur, % stk. smjörlíki (210 gr.), 4 tesk. lyftiduft, 2 tesk. hjartarsalt, 2 bollar mjólk. III. RÚGKEX: Sama blanda og ofannefnd, nema 8 bollar rúgmjöl. IV. GRÓFT BRAUÐ: 450 gr. heilhveiti, 250 gr. rúgur, bleyttur og hakkaður, 150 gr. sojamjöl, 1 matsk. lyftiduft, Vi matsk. púðursykur, 3 dl. mjóík. — Bakað í formi i ofni við góðan hita. Ef rúgurinn er látinn spíra, þarf ekkert lyftiduft að nota. V. HEILHVEITIBRAUÐ: 4 bollar heilhveiti, 1 bolli hveitiklið, 4 tesk. lyftiduft, 2 bollar nýmjólk. VI. FLATKÖKUR: 4 bollar rúgmjöl, 1 bolli rifnar kartöflur, hráar, IV2 bolli sjóðandi vatn. Bakaðar á plötu. VII. VANILLUHRINGIR: 500 gr. heilhveiti, 300 gr. smjör, 200 gr. púðursykur, 150 gr. egg, % tesk. hjartarsalt, vanilludropar, 1 tesk. lyftiduft. VIII. GYÐINGAKÖKUR: 500 gr. heilhveiti, 250 gr. smjör, 200 gr. púðursykur, 100 gr. egg, 75 gr. möndlur. IX. PRINSESSUKÖKUR: 250 gr. smjör, 200 gr. púðursykur, 325 gr. heilhveiti, 250 gr. egg, 1 tesk. lyftiduft, V2 tesk. hjartarsalt. Framhald á bls. 31.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.