Heilsuvernd - 01.06.1993, Blaðsíða 19

Heilsuvernd - 01.06.1993, Blaðsíða 19
FRETTIR Vaxandi áhyggjur af út- breiðslu kynsjúkdóma Frændur vorir Danir hafa vax- andi áhyggjur af útbreiðslu kyn- sjúkdóma í landi sínu. Þrátt fyrir mikinn og öflugan áróður heilbrigðisyfirvalda þar sem lögð er áhersla á að fræða al- menning um smitleiðir og út- breiðslu kynsjúkdóma virðist svo sem fólk láti áróðurinn fara inn um annað eyrað og út um hitt. Sérstaklega er unga fólkið tregt í taumi og samkvæmt nið- urstöðum rannsókna er það ótrúlega stór hópur fólks á aldr- inum 15-25 ára sem er sýktur eða hefur sýkst af kynsjúkdóm- um. Klamýdía er útbreiddasti kynsjúk- dómurinn og sá sem verst gengur að hemja en árlega leita 25.000 Danir sér lækninga vegna hans. Heilbrigð- isyfirvöld telja þó að þar sjáist aðeins toppurinn á ísjakanum þar sem margir gangi með sjúkdóminn án þess að hafa hugmynd um það. Fólk getur verið með klamýdíu án þess að hún valdi því verulegum óþægindum og einmitt þess vegna er hætt við að það fari óvarlega og smiti aðra. Þess vegna hafa yfirvöld lagt mikla áherslu á að rekja slóðina þegar einhver greinist með sjúkdóminn. Það hefur orðið til þess að fólk hikar við að leita læknis eða gefa upp hverja það hefur átt mök við eftir að hugsanleg smitun átti sér stað. Á margan hátt svipar klamýdíu til lekanda og fyrstu sjúkdómseinkennin eru sviði eða útbrot í þvagrásinni eða í leghálsi kvenna. Nýleg rannsókn leiddi í Ijós að 5-15% kvenna á aldrin- um 15-25 ára voru með sýkingu í leg- hálsi og margar kvennanna höfðu ekki hugmynd um að þær væru sýktar. Mest var útbreiðsla sýkingarinnar í borgum en minni í þorpum og í sveit- um. Klamýdía er bráðsmitandi og þeir sem sýkst hafa og skipta oft um rekkjunauta geta verið fljótir að breiða út veikina. Smitaðir finna venjulega til einkenna um það bil viku eftir að þeir smituðust en einkennin geta verið mismunandi eftir einstakl- ingum. Helstu einkennin eru sviði við þvaglát og hjá konum getur útferð aukist og þvagið orðið blóðlitað. Klamýdía er sérstaklega hættuleg þunguðum konum og séu konur sýkt- ar er hætt við að böm þeirra fái sýk- ingu og þá sérstaklega í augun við fæðinguna, rétt eins og algengt er ef konur eru lekandasýktar. Til eru lyf gegn klamýdíusýkingu og eru þau gefin í töfluformi. Mjög er mismun- andi hve stóra lyfjaskammta fólk þarf til þess að ná fullum bata og þarf það að vera undir læknishendi þangað til fullvíst er að unnið hefur verið á sjúk- dómnum. Þótt klamýdía haldi áfram að breið- ast út í Danmörku og heilbrigðisyfir- völdum þar verði of lítið ágengt telja þau að með því að auka upplýsinga- áróður enn frekar sé líklegt að fólk fari að átta sig. í Svíþjóð hefur klam- ýdíufaraldur gengið undanfarin ár en með markvissum aðgerðum telja heil- brigðisyfirvöld þar að dregið hafi verulega úr tíðni sjúkdómsins og gera þau sér vonir um að unnt verði að halda honum algjörlega í skefjum inn- an nokkurra ára. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.