Heilsuvernd - 01.06.1993, Blaðsíða 36

Heilsuvernd - 01.06.1993, Blaðsíða 36
 ÞÝÐING: ELLEN INGVADÓTTIR KÓLESTERÓL Sýnileg hættumerki Hvítur hringur í lithimnu í auga einstaklings, sem er um eða innan við fimmtugt, gæti verið vísbending um að viðkomandi sé með of mikið kólesteról í blóðinu. Litlir fitu- hnúðar á augnlokum eða aftan á ökklum eða olnbogum geta einnig verið vísbending um þetta. Þetta er þó engan veginn einhlítt. Eina örugga leiðin til þess að komast að hinu sanna er að fara í læknisskoðun og blóðrannsókn og láta mæla kólesterólmagn blóðsins. Hátt hlutfall HDL/LDL kólesteróls er hagstætt. Heildar- kólesterólmagnið segir ekki alla söguna. Tíðni hjartasjúkdóma hafa víða farið vaxandi. Breyttar neysluvenjur og reykingar eiga stóran þátt í því. I sumum löndum er um helmingur fólks með of mikið kólesteról HVAÐ ER TIL RÁÐA? Á undanförnum árum og áratugum hefur tíðni sjúkdóma, sem bera samheitið hjarta- og æðasjúkdómar, stöðugt farið vaxandi og þá ekki síst í hinum vestræna heimi. Er þá átt við kransæðasjúk- dóma, eða kölkun í kransæðum og þrengingu æða, sem leiðir til hættu á kransæðastíflum, hjartadrep og æðasjúkdóma. Nú eru þessir sjúkdómar víðast orðnir algengasta dánarorsökin og leggja þeir fólk á öllum aldri að velli og það þrátt fyrir að mikil framþróun hafi orðið í læknavísindum og læknisaðgerðum á þessu sviði. Skýr- ingar á aukningu á tíðni hjartasjúkdóma eru margar og sumar þeirra eðilegar, eins og t.d. aukinn meðalaldur fólks en roskið fólk og aldrað er í miklum áhættuhópi varðandi hjartasjúkdóma. Rann- sóknir hafa leitt ótvírætt í ljós að ein meginástæða aukningarinnar sé þó breyttar neysluvenjur og lífsmynstur fólks sem m.a. veldur því að kólesterólmagn í blóði verður of mikið. Talið er að víða í vestrænum ríkjum sé önnur hver manneskja með of hátt kólesteról í blóði og sums staðar er talið að fimmta hver manneskja sé með allt of mikið kólesteról. Heilbrigðisyfirvöld og læknar telja að vænleg- asta leiðin til þess að draga úr tíðni hjartasjúkdóma sé forvarnar- starf - það að fræða fólk um eðli og uppruna sjúkdómanna og fá það til þess að huga að málum og breyta neysluvenjum sínum. Telja þeir að það sé tiltölulega auðvelt fyrir fólk að fara að þeim ráðum sem fyrir það eru lögð, en hins vegar sé stöðugur áróður og fræðsla nauðsynleg. Það eru allmörg atriði sem geta aukið mjög verulega líkur á því að fólk fái hjartasjúkdóma. Þar má nefna há- an blóðþrýsting, hreyfmgarleysi, of- fitu og ættgenga æðasjúkdóma. Mestu áhættuþættimir eru samt sem áður of hátt kólesterólmagn í blóði annars vegar og reykingar, sem valda æðaþrengslum, hins vegar. Ef þessir tveir síðastnefndu þættir fara saman hjá fólki verður það að teljast í vem- legum áhættuhóp og ætti hver og einn að líta í eigin barm og gera við- eigandi ráðstafanir. ÁHRIF KÓLESTERÓLS Það erm.a. hátt hlutfall kólesteróls í blóði sem leiðir til að það myndast skellur innan á æðaveggina. Hægt og rólega sest kólesterólið að í æða- veggjunum án þess að fólk verði þess 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.