Heilsuvernd - 01.06.1993, Blaðsíða 21

Heilsuvernd - 01.06.1993, Blaðsíða 21
TEXTI: BIARNI BRYNjOLFSSON MYNDIR: GUNNAR GUNNARSSON Rusl er gott fyrir ristilinn Hvað í neysluvenjum okkar veldur magakvillum og sjúkdómum í meltingarfærunum? Skera Islendingar sig úr á meðal vestrænna þjóða hvað varðar tíðni meltingars júkdóma? Eru meltingarfæri okkar smám saman að hrörna vegna ofáts og rangrar fæðu? Hafa streita og reykingar slæm áhrif á magann? Er hægt að komast hjá því að fá meltingarsjúkdóma með því að borða réttan mat? Hvort er betra að borða um miðjan daginn eða á kvöldin? REYKINGARNAR VERSTAR Hvað er það í neysluvenjum okkar og mataræði sem er verst fyrir mag- ann og meltingarfærin? , Jafnvel þótt tóþak sé ekki fæða þá set ég reykingar efst þar á blað. Reykingar hafa áhrif á vöðvasamdrátt og blóðflæði í maga- og garnaslímhúð. Og þær hafa veruleg áhrif á myndun skeifugamarsára. Það er einnig afar slæmt fyrir magann og meltingarfær- in að neyta stöðugt koffíndrykkja í miklu magni. Þar á ég við kaffi, te og ekki síst vinsæla gosdrykki sem margir drekka mikið af. Kaffið er alls ekki verst og þótt hægt sé að skrifa á Ásgeir setur reykingar efstar á blað þess sem er slæmt fyrir magann og meltingarfærin. reikning þess sjúkdóma eins og vél- indabólgur, magasár, skeifugamar- sár og jafnvel magabólgur þá er það einungis einn þáttur í því að fólk fær slíka sjúkdóma. Kaffi hefur einnig verið nefnt í sambandi við briskrabba- mein en það hefur aldrei verið hægt að sýna fram á það. Hófleg kaffi- drykkja gerir engum mein.“ Kaffið getur virkað frekar losandi fjTÍr meltinguna, er það ekki? , Jú, það er alveg rétt að kaffi getur virkað þannig. Eiginlega er rétt að orða það þannig að maður notfæri sér í þessu tilfelli ókosti kaffisins sér til bóta. Aftur á móti minnkar kaffi spennu í hringvöðvum, sem em ofan og neðan til við magann, sem leiðir til þess að sýra á greiðari aðgang að vél- indanu. Ef kaffidrykkjan er í óhófi get- ur þetta orsakað bólgur í vélindanu og meltingartruflanir,“ segir Ásgeir. Hann segir að allur matur sem meltist mjög hratt og ofarlega í melt- ingarkerfinu geti verið sjúkdómsvald- andi ef fólk lifi á slíku fæði um langa hríð. JUKKFÆÐIÐ" VARASAMT „Súkkulaði, hnetur og sælgæti yfirleitt er mjög slæmt fyrir fólk með vélindabólgur. Þá er alls konar „jukk- fæði“ slæmt fyrir meltinguna. Hrað- steiktur matur og brasaður er heldur ekki góður, feitar sósur, búnar til úr remúlaði og majónesi, gera engum gott. Slíkt fer illa í langflesta. Ég held að allir þekki það að hafa borðað yfir sig af kokkteilsósu og svoleiðis gumsi. Skyndibitafæði og mikið unnin matvæli eru óholl fyrir meltingarfær- in af tveimur orsökum. Annars vegar af því að slíkt fæði er yfirleitt hraðtil- búið og ekki jafn mikið í það lagt og góðan mat. Hins vegar vegna þess að yfirleitt borðum við slíkan mat á milli matmálstíma. Þegar við blótum á laun með sælgæti, gosi og kaffibolla oft á l^illlllillllllllllil IIIMBHVMh 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.