Heilsuvernd - 01.06.1993, Side 21

Heilsuvernd - 01.06.1993, Side 21
TEXTI: BIARNI BRYNjOLFSSON MYNDIR: GUNNAR GUNNARSSON Rusl er gott fyrir ristilinn Hvað í neysluvenjum okkar veldur magakvillum og sjúkdómum í meltingarfærunum? Skera Islendingar sig úr á meðal vestrænna þjóða hvað varðar tíðni meltingars júkdóma? Eru meltingarfæri okkar smám saman að hrörna vegna ofáts og rangrar fæðu? Hafa streita og reykingar slæm áhrif á magann? Er hægt að komast hjá því að fá meltingarsjúkdóma með því að borða réttan mat? Hvort er betra að borða um miðjan daginn eða á kvöldin? REYKINGARNAR VERSTAR Hvað er það í neysluvenjum okkar og mataræði sem er verst fyrir mag- ann og meltingarfærin? , Jafnvel þótt tóþak sé ekki fæða þá set ég reykingar efst þar á blað. Reykingar hafa áhrif á vöðvasamdrátt og blóðflæði í maga- og garnaslímhúð. Og þær hafa veruleg áhrif á myndun skeifugamarsára. Það er einnig afar slæmt fyrir magann og meltingarfær- in að neyta stöðugt koffíndrykkja í miklu magni. Þar á ég við kaffi, te og ekki síst vinsæla gosdrykki sem margir drekka mikið af. Kaffið er alls ekki verst og þótt hægt sé að skrifa á Ásgeir setur reykingar efstar á blað þess sem er slæmt fyrir magann og meltingarfærin. reikning þess sjúkdóma eins og vél- indabólgur, magasár, skeifugamar- sár og jafnvel magabólgur þá er það einungis einn þáttur í því að fólk fær slíka sjúkdóma. Kaffi hefur einnig verið nefnt í sambandi við briskrabba- mein en það hefur aldrei verið hægt að sýna fram á það. Hófleg kaffi- drykkja gerir engum mein.“ Kaffið getur virkað frekar losandi fjTÍr meltinguna, er það ekki? , Jú, það er alveg rétt að kaffi getur virkað þannig. Eiginlega er rétt að orða það þannig að maður notfæri sér í þessu tilfelli ókosti kaffisins sér til bóta. Aftur á móti minnkar kaffi spennu í hringvöðvum, sem em ofan og neðan til við magann, sem leiðir til þess að sýra á greiðari aðgang að vél- indanu. Ef kaffidrykkjan er í óhófi get- ur þetta orsakað bólgur í vélindanu og meltingartruflanir,“ segir Ásgeir. Hann segir að allur matur sem meltist mjög hratt og ofarlega í melt- ingarkerfinu geti verið sjúkdómsvald- andi ef fólk lifi á slíku fæði um langa hríð. JUKKFÆÐIÐ" VARASAMT „Súkkulaði, hnetur og sælgæti yfirleitt er mjög slæmt fyrir fólk með vélindabólgur. Þá er alls konar „jukk- fæði“ slæmt fyrir meltinguna. Hrað- steiktur matur og brasaður er heldur ekki góður, feitar sósur, búnar til úr remúlaði og majónesi, gera engum gott. Slíkt fer illa í langflesta. Ég held að allir þekki það að hafa borðað yfir sig af kokkteilsósu og svoleiðis gumsi. Skyndibitafæði og mikið unnin matvæli eru óholl fyrir meltingarfær- in af tveimur orsökum. Annars vegar af því að slíkt fæði er yfirleitt hraðtil- búið og ekki jafn mikið í það lagt og góðan mat. Hins vegar vegna þess að yfirleitt borðum við slíkan mat á milli matmálstíma. Þegar við blótum á laun með sælgæti, gosi og kaffibolla oft á l^illlllillllllllllil IIIMBHVMh 21

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.