Heilsuvernd - 01.06.1993, Blaðsíða 34

Heilsuvernd - 01.06.1993, Blaðsíða 34
mála og lærðir menn hafa lagt ýmis rök á borðið sem oft er erfitt fyrir venjulegt fólk að skilja, a.m.k. þá sem ekki leggja sig fram við að fylgjast náið með því sem þeir láta ofan í sig og hugsa kannski ekki alltof mikið um það. Til þess að kanna hvort til væri einfalt svar við þeirri spurningu hvort það væri fólki nauðsynlegt að borða mikið grænmeti hafði HEILSU- VERND samband við Laufeyju Steingrímsdóttur hjá Manneldisráði en hún er manna fróðust um hvernig æskilegt sé að fólk setji saman þá fæðu sem það leggur sér til munns. EKKI HEFÐ FYRIR GRÆNMETISNEYSLU „Fólk þarf að neyta grænmetis eins og annars matar en það er líka hægt að borða of mikið af því,“ segir Lauf- ey. „Sú umræða um hollustu græn- metis sem verið hefur hérlendis staf- ar m.a. af því að verið er að leggja áherslu á að íslendingar noti græn- meti meira en þeir hafa gert hingað til. Sú staðreynd liggur á borðinu að þegar á heildina er litið nota íslend- ingar grænmeti ekki nægilega mik- ið.“ Laufey er spurð að því hvaða ástæða sé fyrir því að Islendingar neyti ekki nægilega mikils grænmet- is? „Það má eiginlega segja að aðal- ástæðan liggi í augum uppi. Hér á landi er ekki löng eða mikil hefð fyrir grænmetisneyslu og það tekur þjóð- ina einfaldlega nokkuð langan tíma að venja sig á þá tilhugsun að grænmeti sé eðlilegur og nauðsynlegur hluti þess matar sem hún neytir. Það er líka augljóst að margir vilja spara þegar þeir eru í matarinnkaupum og þar sem grænmeti þykir dýrt er því oftsinnis sleppt þegar sett er í matar- körfuna. Vissulega veitir grænmeti ekki eins mikla saðningu og margs- konar annar matur og kannski er það líka látið mæta afgangi þess vegna. Ég nefndi að grænmeti þætti dýrt miðað við annan mat, en ég held þó að verðlagið sé ekki meginástæða þess að grænmetið verður útundan. Það er ómótmælanleg staðreynd að mat- vara er yfirleitt dýr á íslandi og þar eru t.d. kjötvörur ekki undanskildar en samt kaupir fólk þær í ríkum mæli. Kjötið þykir einfaldlega sjálfsagður matur og á sér ríka hefð í matarvenj- um landans.“ Hvað fær fólk úr grænmeti sem það fær ekki úr öðrum fæðutegund- um? „Grænmeti er fremur létt fæða og ef fólk sleppir því borðar það einfald- lega þyngri mat. I grænmetinu eru fáar hitaeiningar og í því eru trefjaefni sem eru nauðsynleg fyrir meltinguna. Þá eru ýmis bætiefni í grænmetinu sem við eigum erfitt með að fá úr öðrum fæðutegundum. Eins er að finna viss efni í grænmetinu sem virð- ast vinna gegn myndun krabbameins í mannslíkamanum. “ GRÆMETIÐ AUKAGETA Laufey sagði að ef brugðið væri upp einfaldri mynd af matarvenjum Islendinga þá væru þær gjarnan þann- ig að fólk fyllti diskinn sinn af kjöti og sósu. A diskinn væri svo bætt einni eða tveimur litlum kartöflum en grænmeti væri á diskbarminum — oft ein gúrkusneið eða tómatbátur. Þetta væri í raun mjög þungur matur. Ef kjötskammturinn væri minnkaður aðeins, aukið við kartöflurnar og grænmeti síðan látið fylla um þriðjung af diskinum væri fæðið orðið töluvert léttara og meira í samræmi við nær- ingarþörf mannsins. Laufey bætti því við að stundum væristuttöfgannaámilli. „Sumir taka umfjöllun um það hvað grænmeti er holl fæða svo hátíðlega að þeir borða það eintómt. Ég tel öfgar í þá áttina ekki æskilegar. Hinar svokölluðu „grænmetisætur“ borða jafnan ýmis- konar baunir með mat sínum og oft og tíðum einnig ýmsar mjólkurafurðir. Það er alveg ljóst að það er erfitt eða ómögulegt fyrir fólk að lifa eingöngu á káli eða gulrótum. Slíkur matur er mjög hitaeiningasnauður og í hann vantar viss næringarefni ef annar matur er ekki borðaður líka — rétt eins og það er mjög slæmt ef fólk sleppir því alveg að borða grænmeti. “ Laufey segir að það sé mjög al- gengt meðal íslendinga að fólk mis- Þannig lítur matardiskurinn út hjá flestum. Kjöt eða fiskur og kartöflur þekja hann að mestu en síðan er grænmetið algjör aukageta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.