Heilsuvernd - 01.06.1993, Blaðsíða 42

Heilsuvernd - 01.06.1993, Blaðsíða 42
FRETTIR LÆKNING VIÐ ELLI? Það er gangur lífsins að eldast og hrörna og við því hefur lítið verið hægt að segja eða gera. Nú hafa verið settar fram kenn- ingar um að á þessu kunni að verða breyting- ar í framtíðinni. Banda- ríkjamaðurinn Richard G. Cutler sem er sérfræð- ingur í hrörnunarsjúk- dómum hefur gefið út bók í Bandaríkjunum sem vakið hefur mikla at- hygli, ekki síst hjá eldra fólki. I bókinni staðhæfir Cutler að það séu örfá gen í mannslíkamanum sem valdi ellihrörnun og telur að í framtíðinni verði hægt að breyta genum þannig að eðlilegt verði að fólk lifi a.m.k. 15-20 árum lengur að meðaltali en er um þessar mundir. ÚTSMOGNIR KOKKAR Kínversk yfirvöld hafa nýlega gefið út tilskipun sem kveður á um að mat- sveinum á veitingahús- um sé stranglega bannað að nota ópíum eða önnur sterk lyf í mat sem þeir bera fyrir gesti sína. Til- skipun þessi er gefin út af gefnu tilefni þar sem kokkar á mörgum veit- ingahúsum freistuðust til þess að lauma ópíum í mat sem síðan var borinn gestum. Þetta gerðu þeir til þess að gestirnir ánetj- uðust og kæmu aftur og aft- ur í „góðgætið" til þeirra. Einn matsveinn hefur þegar verið dreginn fyrir rétt vegna slíks máls og játaði hann glæp sinn. Mun hann jafnvel eiga dauðar- efsingu yfir höfði sér. MISMUNANDI MEÐALALDUR Konur í iðnríkjunum lifa að meðaltali um sjö árum lengur en karlar í sömu ríkjum en konur í þróunar- ríkjunum verða að meðal- tali um tveimur árum eldri en karlamir þar. Meðalald- ur kvenna í iðnríkjunum er um 70 ár en um 50 ár í þró- unarríkjunum. Þegar á al- heimsheildina er litið er meðalaldur kvenna um 65 ár. LJÓTUR LEIKUR Eyðnivandamálið tekur sífellt á sig nýjar myndir. Nú fyrir skemmstu skýrðu yfirvöld í Brasilíu og í Thai- landi frá því að þar væm hópar af eyðnismituðu fólki sem gerði sér leik að því að reyna að smita aðra af sjúkdómnum. I báðum löndunum var það fólk sem hafði framfærslu af vændi sem lék þennan ljóta leik og þá fyrst og fremst í þeim tilgangi að hefna sín á sam- félaginu sem það taldi að hefði neytt sig til þessarar atvinnu og ætti þar með sök á því að það hefði tekið veikina. Fólk þetta reyndi að hafa kynmök við sem allra flesta og neitaði að nota verjur. Sumt hafði meira að segja komið sér upp einskonar skilríkjum sem áttu að sanna að það hefði nýlega gengist undir eyðnipróf og að ekkert væri að því. SYNGJANDI MÆÐUR Hvað ætli mönnum, sem legðu leið sína á fæðingar- deild, myndi detta í hug ef þeir heyrðu söng hljóma þar úr öllum herbergjum? Sennilega að þeir hefðu villst. Það er þó ekki frá- leitt að meira verði sungið á fæðingadeildum eftirleið- is en hingað til ef marka má norskar rannsóknir sem leiða það í ljós að eitt besta ráðið fyrir konur til þess að minnka sársaukann í hríð- um og við fæðingar sé að syngja hástöfum. Rannsóknimar leiddu í ljós að söngurinn auðveld- ar konum að slaka á og hugsa minna um fæðing- una og sársaukann sem henni fylgir. Það er mann- eskjunni eðlilegt að gefa frá sér hljóð þegar hún finnur til mikils sársauka og í raun er slíkt næstum ósjálfráð viðbrögð til þess að reyna að draga úr hon- um. Það er því langt síðan ljósmæður fóru að ráð- leggja konum að bíta alls ekki saman tönnum í hríðunum og við fæðing- una heldur að hafa mun- inn opinn og hika ekki við að gefa frá sér hljóð. Söngurinn virkar enn betur en stunur eða önn- ur hljóð, m.a. af því að þá dreifa konumar hugan- um betur með því að rifja upp texta og lög. Það kann því að vera styttra í það en margur hyggur að létt tónlist hljómi í fæð- ingarstofunum; að þar verði leikin tónlist sem konumar geta tekið und- ir. METÆXLI Eitt stærsta æxli, sem sögur fara af, var nýlega fjarlægt úr kviðarholi konu í Bangladesh. Kon- an, sem var aðeins 23 ára, taldi sig vera ófríska og leitaði ekki læknis fyrr en hún taldi sig þurfa á keisaraskurði að halda. Læknar sáu strax hvers kyns var og fjarlægðu æxlið. Það reyndist vega hvorki meira né minna en rösklega 21 kíló. Það fylg- ir síðan frétt þessari að konan hafi náð góðum bata enda mun æxlið ekki hafa verið illkynja. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.