Feykir - 08.01.2020, Blaðsíða 2
Kæri lesandi!
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samfylgdina á liðnu ári.
Það er alltaf ánægjulegt að líta um öxl í upphafi hvers árs og
rifja upp það sem fyrir mann hefur borið. Þó minnið sé ekki
óbrigðult þá held ég að árið hafi bara verið gott og farið vel
með mig, ég man alla vega ekki annað, og eins ef ég hugsa um
okkar ágæta Feyki. Samskiptin við
ykkur, lesendur góðir, hafa verið
ánægjuleg sem og við ykkur sem
ratað hafið á síður blaðsins. Vel-
vild í garð Feykis er hvarvetna
merkjanleg og þakka ég fyrir það!
Nú er 40. árgangur Feykis að hefja
sitt skeið og megum við, sem
samfélag, vera stolt af því að hafa
haldið úti héraðsfréttamiðli í allan
þennan tíma. Það gerist ekki af sjálfu sér, þið eru lykillinn,
lesendur sem vilja lesa blaðið sitt og eru tilbúnir til að borga
fyrir það. Það er ánægjulegt hve áskrifendur, hvar á landinu
sem er, eru tryggir sínu blaði og fjöldinn svipaður milli ára.
Þetta er ánægjulegt ekki síst vegna þess að það er ekki
sjálfgefið í dag. Fólk hefur frían aðgang að mörgu efni á
netinu og m.a. hægt að nálgast Feyki á ýmsum stöðum án
þess að greiða fyrir það sérstaklega.
Ég ætla ekki að fara að væla í ykkur sem eruð að lesa blaðið í
bankanum eða á vinnustaðnum um að þið gerist áskrifendur,
langt frá því, en maður getur nú verið sár þó ekki sjáist tár!
Að öllu gamni slepptu þá vitum við það að rekstur prentmiðla
er erfiður í dag og hafa sum hver lagt upp laupana, sameinast
öðrum eða vísast til að einhverra þeirra bíði þau örlög. Við á
Feyki erum þó full bjartsýni í upphafi árs og hlökkum til
samstarfs með ykkur og vonum að það verði jafn ánægjulegt
og hingað til. Þið eruð frábær!
Svo svona rétt í lokin, til að koma í veg fyrir misskilning, þá
verður Feykir ekki 40 ára fyrr en á næsta ári. Það þarf
nefnilega að klára fertugasta árið áður. Fyrsta tölublað Feykis
kom út þann 10. apríl 1981 og þar með hófst hans 1. árgangur.
Ársgamall varð hann á 2. árgangi.
Af hverju að nefna þetta? Jú, vegna þess að misskilnings
hefur gætt hjá einhverjum í þjóðfélaginu sem vilja meina að
nú um áramót hafi nýr áratugur hafist. En ég er á þeim
vagninum sem telur að síðasta árið í öðrum áratug þessarar
aldar sé rétt nýhafið.
Góðar stundir.
Páll Friðriksson, ritstjóri
LEIÐARI
40. starfsár Feykis að hefjast
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744,
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is | Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is
Áskriftarverð: 585 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 720 kr. með vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Skaðaveðrið í desember
Ríflega hundrað hross fórust
Nú liggur fyrir að ríflega 100
hross fórust í hamfaraveðrinu
sem gekk yfir Norðurland vestra
dagana 10.–12. desember 2019
og segir á heimasíðu MAST að
um mestu afföll á hrossum í
áratugi sé að ræða. Sá fjöldi
svarar til um 0,5% þeirra 20.000
hrossa sem ætla má að hafi verið
á útigangi á þessu landssvæði.
Hross fórust á 46 bæjum, þar
af 29 í Austur-Húnavatnssýslu (61
hross), níu í Vestur-Húnavatns-
sýslu (20 hross) og á átta bæjum í
Skagafirði (22 hross). Oftast var
um að ræða eitt til fjögur hross á
hverjum bæ, sem gerir að meðal-
tali tvö hross á bæ. Dreifingin
endurspeglar að afföllin verða
ekki rakin til óviðunandi aðbún-
aðar eða undirbúnings á einstaka
bæjum en ljóst má vera að veðrið
kom mishart niður á svæðum
innan landshlutans. Hross á öllum
aldri fórust í óverðinu; 29 folöld,
34 trippi og 30 hryssur, en einnig
drápust 15 hestar, flestir fullorðnir.
Hryssurnar voru sömuleiðis í
flestum tilfellum í eldri kantinum
og því má segja að elstu og yngstu
aldurshóparnir hafi orðið verst úti
í óveðrinu.
Á mast.is segir að algengast
hafi verið að hross hefði hrakist
undan veðri í skurði, girðingar eða
aðrar hættur en einnig fennti
hross sem stóðu í skjóli, þ.m.t.
hross sem rekin höfðu verið
sérstaklega í skjól og gefið þar.
Dæmi voru um tveggja metra
snjódýpt niður á hræin, en
gríðarlegir skaflar mynduðust
hvar sem skjól var að finna.
Almennt séð var harðara á
hrossum á jörðum nærri
ströndinni á meðan hross sem
stóðu hærra í landinu sluppu mun
betur, líklega vegna þess að þar var
kaldara og ekki hlóðst á þau ís
með sama hætti.
„Afar óvenjulegt er að saman
fari svo hart norðan áhlaup með
mikilli úrkomu og hitastigi við
frostmark. Veðurskilyrðin leiddu
til þess að slydda lagðist á hrossin
og fraus þar. Hrossin urðu
klömbruð og þung sem gerði
þeim erfiðara fyrir að standa af sér
þá langvarandi stórhríð sem á eftir
fylgdi þar sem veðurhæðin náði
styrk fellibyls á köflum. Skjól kom
ekki að gagni þar sem aðstæður
voru verstar og átti það jafnt við
um manngerða skjólveggi og
náttúrulegt skjól. Hross voru alla
jafna í góðu standi fyrir áhlaupið
enda hafði haustið verið hagfellt
hrossum á útigangi.“ /PF
Norðurland vestra
Íbúum fjölgaði um 97 á liðnu ári
Nú í upphafi árs eru íbúar
Norðurlands vestra alls 7.324,
þremur færri en fyrir mánuði, 1.
desember en 97 fleiri en 1. janúar
2019 þegar þeir voru 7230
talsins. Íbúum fækkaði í 20
sveitarfélögum af 72 í sl. mánuði
en auk Norðurlands vestra
fækkaði einnig á Vesturlandi.
Aðeins fækkaði í tveimur
sveitarfélögum á Norðurlandi
vestra þennan nýliðna mánuð, um
þrjá á Blönduósi og tvo í Sveitar-
félaginu Skagafirði. Í Húnaþingi
vestra og Húnavatnshreppi fjölg-
aði um einn á hvorum stað, ann-
ars staðar hélst íbúatalan óbreytt.
Ef bornar eru saman tölur frá
1. janúar 2019 og 1. janúar 2020
má sjá að fjölgað hefur í öllum
sveitarfélögum á Norðurlandi
vestra utan tveggja þar sem
íbúatalan fór úr 372 niður í 371 í
Húnavatnshreppi og á Blönduósi
fækkaði einnig um einn en þar
búa alls 939 í dag.
Í Svf. Skagafirði hefur fjölgað
um 43 á þessu tímabili og eru
íbúar nú 4035 talsins. Í Húnaþingi
vestra fjölgaði um 29 og teljast
íbúar nú 1211. Alls búa 473 eða 22
fleiri en fyrir ári á Skagaströnd, og
þrír fleiri eru búsettir í Akra-
hreppi nú miðað við 1. janúar
2019. Íbúatalan stendur í stað í
Skagabyggð en þar búa 90 manns.
Samkvæmt skráningu Þjóð-
skrár Íslands búa 64% landsmanna
á höfuðborgarsvæðinu og 8,5% á
Suðurlandi. Einungis 2% íbúa
landsins búa á Vestfjörðum og á
Norðurlandi vestra. /PF
Frá Blönduósi, 26. desember 2019. MYND: ÓAB
Skagafjörður
Rúnar Guðmundsson nýr skipulagsfulltrúi
Rúnar Guðmundsson hefur
verið ráðinn í starf
skipulagsfulltrúa hjá
Sveitarfélaginu Skagafirði og
mun taka til starfa á fyrstu
mánuðum ársins. Rúnar tekur
við embættinu af Jóni Erni
Berndsen sem gegnt hefur
starfinu frá 1. desember sl. og
þar áður embætti skipulags- og
byggingarfulltrúa hjá sveitar-
félaginu til fjölda ára.
Á heimasíðu sveitarfélagsins
kemur fram að Rúnar sé
menntaður byggingarfræðingur
frá Horsens í Danmörku og hafi
mikla reynslu af skipulags- og
byggingarmálum í gegnum störf
sín í níu ár hjá Rangárvallasýslu
og fjögur ár hjá sex sveitar-
félögum í uppsveitum Árnes-
sýslu þar sem hann gegndi
störfum forstöðumanns um-
hverfissviðs, skipulags- og bygg-
ingarfulltrúa og síðast sem
skipulagsfulltrúi. /PF
Rúnar Guðmundsson. MYND AÐSEND
2 01/2020