Feykir - 08.01.2020, Blaðsíða 8
Héraðsbókavörður haustið
1976, ásamt umsjón með rekstri
Safnahússins. Eftir þetta urðu
samskipti okkar Kristmundar
mikil og stöðug.
Nú vil ég taka skýrt fram
að Kristmundur var mér afar
vinsamlegur alla tíð þótt hans
háttur væri á stundum að byrja
mál sitt glannalega og láta
vaða á súðum. Hann var mjög
hjálpsamur og greiðvikinn
og hlýr undir skrápnum. En
hann var náttúrlega hinn
gamalreyndi fræðimaður með
yfirburða þekkingu og kunni að
leysa úr flestum fræðavanda en
ég var auðvitað sem hver annar
krakki sem var að byrja á núlli.
Honum fannst réttilega að hann
bæri nokkra ábyrgð á mér og
vildi ógjarna að ég yrði mér til
skammar. Hann tók mig strax á
hné sér í óeiginlegri merkingu
og tjáði mér hreinskilnislega
að ég mætti engar ritsmíðar
láta frá mér fara nema sýna
sér þær fyrst, því að ég gæti
auðvitað ekkert skrifað. Það var
mikið rétt og gerði ég þetta að
sjálfsögðu trúlega í fyrstu en
slælegar eftir því sem tímar liðu.
Hann las skrif mín og reif þau
niður ef svo má segja. Benti mér
á endurtekningar í orðanotkun
og kauðalega setningaskipan,
fann að orðum sem höfðu sum
tíðkast í málinu hundruðir ára
og sagði að þetta væri bara
danska. Til dæmis mátti ég
ekki skrifa brúka eða kannski,
og alls ekki máski, heldur ef
til vill. En ef honum fannst
að ef til vill hefði hann gengið
heldur langt í gagnrýninni fór
hann að benda á atriði sem
væru nú bara ágæt, til að rústa
ekki algerlega sjálfsvirðingu
mína. Þessi skólun varð mér
tvímælalaust til mikils gagns og
leiðbeiningar, þótt ég hafi aldrei
komist með tærnar þar sem
hann hafði hælana, enda varla
von til þar sem Kristmundur
hefur ótvírætt staðið í fremstu
röð hvað varðar meðferð
íslensks ritmáls.
i
Um leið og ég sendi aðstand-
endum Kristmundar hugheilar
kveðjur langar mig að ávarpa
beinum orðum vin minn og
fóstra í fræðunum:
Kristmundur minn! Ég þakka
þér allar stundir sem við höfum
átt saman að sælda. Ég vildi
ekki hafa misst af kynningunni
við þig. Þú vildir gjarnan gera
úr mér nýtilegan skrifara. Það
er annarra að dæma um hvort
og hvernig það hefur tekist. Því
sem ég hef klúðrað er ekki um að
sakast við þig. – En þú reyndir.
Hjalti Pálsson
fv. héraðsskjalavörður
og ferðamenn sem fóru um
heiðina. Þetta blað er kannski
ekki merkilegt bókmenntaverk
en vísast er þetta eina blað á
Íslandi sem gefið hefur verið
út í óbyggðum og það er miklu
fágætara en Guðbrandsbiblía.
Einungis eru til örfá heil eintök
í heiminum. Þegar ég ætlaði að
fletta upp hjá alvitrum Google
nafninu Heiðarbúinn fékk ég
aðeins: Heiðarbúinn – Bílablað
2007, Heiðar búinn að loka
dansskólanum og 2.2 milljarða
gjaldþrot Heiðarbúa. – Eða
eitthvað annað ámóta.
Kristmundur var kjörinn
heiðursfélagi Sögufélags Skag-
firðinga árið 2008. Það var
því „sjálfgerður sili“ – orðtak
sem Kristmundur notaði
stundum – að Sögufélagið gæfi
út síðustu bók þessa merka
rithöfundar. Bókin kom út á
aldarafmæli höfundar undir
nafninu Í barnsminni. Það
mun fágætur viðburður að út
komi bók eftir 100 ára gamlan
mann, að honum lifandi. Hann
lauk reyndar við bókina um
það bil sem hann var 86 ára
en það eru engin ellimörk á
frásöginni; var enda búinn að
hafa hana í deiglunni einhvern
tíma þar á undan. Þetta er
líklega skemmtilegasta bók
sem Kristmundur ritaði. Þar
bregður höfundur upp mörgum
kátbroslegum myndum frá
fyrstu árum sínum á Mælifelli,
margar þeirra mótaðar af
snilld, t.d. af fóstru hans,
móður séra Tryggva, þegar
hann var að leggja fyrir hana
erfiðar spurningar um lífið og
tilveruna.
Þegar ég fer að rifja upp kynni
mín við Kristmund Bjarnason
er yfir langan veg að líta. Þau
má rekja aftur til ársins 1973
þegar ég fór að venja komur
mínar á Héraðsskjalasafn Skag-
firðinga, m.a. að leita efnis
í lokaritgerð í sagnfræði við
háskólann. Það varð afdrifaríkt,
leiddi til þess að Kristmundur
fékk mér efni til lokaritgerðar
í sagnfræði við háskólann og
studdi við heimildaöflun. Þetta
hafði svo fleiri afleiðingar.
Sumarið 1976 var svo komið
að ég sá mig knúinn til að fara að
axla ábyrgð á lífi mínu og fá mér
vinnu, farinn að nálgast þrítugt.
Þá var laus staða bókavarðar
hjá héraðsbókasafninu og
Kristmundur skjalavörður, sem
þá var í stjórn safnanna, fékk þá
hugmynd að ég gæti hugsanlega
dugað sem bókavörður, og
ég er þess fullviss að hann
hefur sannfært Kára Jónsson
formann Safnahússtjórnar.
Þetta leiddi til þess að ég gerðist
Hjalti afhendir Kristmundi afmælisritið Gloria Kristmundi sem Sögufélagið gaf úr í
tilefni níræðisafmælis hans árið 2009.
MYND: ÍSAK BRAGASON
Hlíf Árnadóttir og Kristmundur Bjarnason. Mynd frá 1999.
MYND: STEFÁN PEDERSEN
www.skagafjordur.is
Álagning fasteignagjalda
í Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2020
Álagning – breytingar – innheimta
Þess er óskað að ábendingar um breytingar og leiðréttingar á álagningu eða innheimtu berist til
sveitarfélagsins eftir einhverri eftirtalinna leiða; í gegnum Íbúagáttina, símleiðis í síma 455 6000
eða með tölvupósti á netfangið innheimta@skagafjordur.is
Álagningarseðlar
Álagningarseðlar fasteignagjalda verða ekki sendir bréfleiðis nema þess sé óskað.
Vinsamlegast tilkynnið það sem fyrst.
Allir gjaldendur, lögaðilar og einstaklingar, geta nálgast rafræna útgáfu álagningar-
seðilsins í Íbúagáttinni og á vefsíðu island.is undir „Mínar síður“.
Gjalddagar
Gjalddagar fasteignagjaldanna verða níu frá 1. febrúar til og með 1. október 2020.
Hægt er að fá að greiða öll gjöldin á einum gjalddaga 1. maí 2020 eða fyrr séu þau
jöfn eða umfram 25.000 kr. Sækja verður um það fyrir 18. janúar 2020.
Greiðslumátar
• Beingreiðslur
Innheimtur greiddar með beingreiðslum af bankareikningum greiðenda.
Vinsamlegast hafið samband við þjónustufulltrúa í viðkomandi banka til að virkja þennan kost.
• Boðgreiðslur
Tilkynna þarf til sveitarfélagsins ef óskað er eftir að greiða fasteignagjöld með kreditkorti.
Þetta á einungis við þá sem eru í fyrsta sinn að óska eftir þessum greiðslumáta fasteignagjalda.
Óska þarf eftir breytingu á greiðslumáta fyrir 18. janúar 2020.
• Greiðsluseðlar í tölvupósti.
Greiðsluseðill sendur í tölvupósti og birtist einnig í heimabönkum. Vinsamlegast sendið okkur
tölvupóst á netfangið innheimta@skagafjordur.is sé þess óskað fyrir 18. janúar 2020.
• Greiðsluseðlar
Innheimtur greiddar með heimsendum greiðsluseðlum.
Hvatt er til þess að aðrir greiðslukostir séu notaðir.
Elli- og örorkulífeyrisþegar
Lækkun fasteignaskatts á íbúðum tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega eru reiknuð við álagningu
til bráðabirgða og er stuðst við tekjur samkvæmt skattframtölum 2019 vegna tekna ársins 2018.
Endanlegur útreikningur fer fram þegar álagningu 2020, vegna tekna ársins 2019 er lokið.
Afslátturinn er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna skv. skattframtali 2020.
Ekki er þörf á að sækja um þennan afslátt.
Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar eru veittar á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is. Einnig er
hægt að senda fyrirspurn á netfangið innheimta@skagafjordur.is eða hringja í síma 455 6000.
Sauðárkróki 8. janúar 2020
Sveitastjóri
8 01/2020