Feykir


Feykir - 08.01.2020, Blaðsíða 12

Feykir - 08.01.2020, Blaðsíða 12
Árinu fagnað með glamúr Glitský á himni víða um land Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 01 TBL 8 janúar 2020 40. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Séð fram Skagafjörð. MYND: HJALTI ÁRNA HSN Sauðárkróki hefur fengið nýtt símanúmer : 432 4200 Lyfjasími : 432 4203 Vaktlæknir utan dagvinnutíma : 1700 Ef um neyðartilfelli er að ræða hringið í : 112 Himinninn hélt skrautsýningar fyrir landann fyrstu daga mánaðarins og mátti sjá fjölda mynda af glæsilegum glitskýjum á samfélagsmiðlunum, víða af landinu, um helgina er leið. Á vef Veðurstofunnar segir að glitský sjáist helst um miðjan vetur, um sólarlag eða sólaruppkomu. Litadýrð þeirra sé mjög greinileg því þau eru böðuð sólskini, þótt rökkvað sé eða jafnvel aldimmt við jörð. Þykir litadýrð þeirra minna á litina sem sjá má í hvítu lagi sem er innan á sumum skeljum og eru þau því nefnd perlumóðurský í ýmsum tungumálum. Þá segir í fróðlegri grein Trausta Jónssonar, veður- fræðings, um glitský á vef Veðurstofunnar (Árstíðasveifla glitskýja yfir Íslandi 1964-2002) að þau séu langalgengust í desember og janúar en þegar líði á marsmánuð séu þau horfin af sjónarsviðinu. Þetta er sá tími sem kaldastur er í heiðhvolfinu og myndast skýin ekki nema hitastig fari að minnsta kosti niður í 75° frost, helst 80°. Trausti segir að fari tíðni skýjanna að aukast umtalsvert utan kjörtímans sé það nokkuð öruggt merki um að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað. „Til þess að skýin geti sést mega neðri ský ekki skyggja á og því sjást þau einatt í landvindi, sunnanlands í norðanátt, en í suðvestlægum og vestlægum áttum nyrðra og eystra. Veðurskilyrði þau sem mynda skýin eru algengari í suðlægum en norðlægum áttum,“ segir ennfremur í grein Trausta. /FE 26. september Hið fyrirskipaða jarða- mat hófst seint í Skagafirði sökum veik- inda sýslumanns. ,,Ekki er nú farið að meta jarðirnar hér í sýslu, og vona menn nú eftir á hverjum degi, því sýslumaður er farinn að hressast, að sagt er.“ Hafizt var handa laust fyrir miðjan október. 30. október Flutningaskip brotnaði í lendingu í Höfðakróki, og tapaðist mikið af farmi. Sama dag brotnaði bátur á Lónkotsmöl; kom úr Málmey. Þar drukknaði Björn Þorgeirsson vinnumaður á Bræðraá; öðrum var bjargað nauðuglega. /PF Skagfirskur annáll Kristmundar Bjarnasonar 1847–1947 1849 Þrjár heppnar dregnar út Jólakrossgáta Feykis Ágætis þátttaka var í Jólakrossgátu Feykis að þessu sinni og allar lausnir réttar sem sendar voru inn. En eins leiðinlegt og það nú er var aðeins lofað þremur bókavinningum og því þurfti að draga úr réttum lausnum. Mikill kynjahalli varð í útdrættinum þar sem eingöngu kvenmannsnöfn komu upp úr hattinum og öll í Skagafirði og fá þær heppnu bækur að launum. Fanney Stefánsdóttir á Sauðárkróki fær bókina um Gústa guðsmann eftir Sigurð Ægisson, Þórey Helgadóttir Tunguhálsi 2 fær Fákar og fólk – Svipmyndir úr hesta- mennsku í 30 ár eftir Eirík Jónsson og Áshildur M. Öfjörð á Sauðárkróki fær bókina Þar sem skömmin skellur eftir Önnu Dóru Antonsdóttur. Lausnarorðið er: Ég sá mömmu kyssa jólasvein. Feykir þakkar öllum þeim sem tóku þátt og óskar vinningshöfum til hamingju með bækurnar. /PF Styrkur á Skagaströnd Rannsóknarsetur HÍ Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra staðfesti á dög- unum tillögur valnefndar um verkefnastyrki vegna fjarvinnslustöðva sem veittir eru á grundvelli stefnu- mótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Þrjú verkefni hlutu styrk og var verkefni Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra, Gagnagrunnur sáttanefndarbóka, eitt þeirra. Að þessu sinni var 24 milljónum króna úthlutað til þriggja verkefna fyrir árin 2019-2020. Þá hafa einnig verið gefin fyrirheit um styrki að heildarupphæð 55 milljónir króna til ársins 2023. Verkefni rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Norður- landi vestra, Gagnagrunnur sáttanefndarbóka, í samstarfi við Héraðsskjalasafn Skagfirðinga og Þjóðskjalasafn hlýtur styrk að upphæð 9 m.kr. á ári í þrjú ár, árin 2020-2022, og 4,6 m.kr árið 2023, samtals 31,6 m.kr. /FE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.