Feykir - 08.01.2020, Blaðsíða 7
og bréfaskriftir og að efla
sambönd. Þegar hann hætti
var eftirmaður hans ráðinn
í fulla stöðu. Eftir það vann
Kristmundur alllengi að lykla-
gerð við skrár handritasafnsins
sem nýttist vel til að finna menn
og málefni þangað til tölvu-
tæknin tók yfir skráninguna.
i
Áður er fram komið að
Kristmundur þýddi tugi bóka
og má sem dæmi nefna Ívar
hlújárn og Baskervillhundinn
sem teljast til þekktra rita
heimsbókmenntanna, að ekki
sé minnst á margar barna-
bækur eftir Enid Blyton. Hann
sá ennfremur um margar
útgáfur þar sem hann ritaði
einnig ýmsa þætti. Frumraun
hans á sviði bókaútgáfu var
bókin Langt inn í liðna tíð.
Minningaþættir frá 19. öld sem
kom út 1952. Kristmundur
annaðist útgáfuna og ritaði
sjálfur um helming efnisins.
Annað safnrit þjóðlegra fræða,
Heimdragi. Íslenzkur fróðleikur
gamall og nýr, kom út í fjórum
bindum á árunum 1964-
1972. Þar var hann ritstjóri,
ýmist einn eða með öðrum og
skrifaði allnokkra þætti. Þá hóf
hann ásamt Hannesi Péturssyni
og Sigurjóni Björnssyni útgáfu
á Skagfirðingabók og komu þeir
út sex heftum á árunum 1966-
1973 en þá gáfu þeir Sögufélagi
Skagfirðinga ritið ásamt upp-
lagi og áskrifendaskrá. Eru
nú Skagfirðingabækur orðnar
39 talsins og sú 40. væntanleg
á árinu 2020. Kristmundur
stóð einnig, ásamt Hannesi
Péturssyni og Ögmundi
Helgasyni, að útgáfu á Sögu
frá Skagfirðingum í fjórum
bindum á árunum 1976-1979
og samdi við þau ítarlegar
skýringar. Árið 1979 bjó hann
ásamt Hannesi Péturssyni til
útgáfu bókina Hofdala-Jónas og
1982 bókina um Ísleif Gíslason
Detta úr lofti dropar stórir.
Fyrsta sagnfræðirit Krist-
mundar var Þorsteinn á Skipa-
lóni. Þættir úr norðlenskri sögu,
sem út kom í tveimur bindum
1961. En hann átti eftir að bæta
þar í duglega. Í tilefni 100 ára
byggðarafmælis á Sauðárkróki
ritaði Kristmundur Sögu
Sauðárkróks í þremur bind-
um sem komu út á árunum
1969-1973. Þar fór Krist-
mundur inn á það svið
byggðasöguritunar sem varð
vettvangur hans í hartnær
tvo áratugi og varð hann að
ýmsu leyti brautryðjandi
á því sviði hvað varðaði
efnistök og uppbyggingu.
Kristmundur gerðist þaul-
lesinn í stjórnsýslulögum og
stjórnskipunarfræðum, þekkti
allar lögbundnar boðleiðir
„kerfisins“ og vissi flestum
mönnum betur hvar og hvern-
ig ætti að leita heimilda. Jón
Ósmann ferjumaður eftir
Kristmund kom út að tilhlut-
an sýslunefndar 1974. Saga
Dalvíkur varð tíu ára verkefni
og kom út í fjórum bindum
á árunum 1978-1985. Hann
færði mér fyrsta bindi hennar
með svofelldri áritun: Til Hjalta
í von um að sporin hræði.
Þessi aðvörun dugði þó ekki
betur en svo að ég hóf vinnu
við Byggðasögu Skagafjarðar
í árslok 1995 og er enn ekki
búinn að bíta úr þeirri nálinni.
Sýslunefndarsaga Skagfirðinga
kom út í tveimur bindum
1987 og 1989. Þegar hann
hafði lokið því verkefni var
hann feginn. Stilltir strengir.
Af Pétri Sigurðssyni tónskáldi
og söngstjórna og Skagfirska
Kristmundur og Hannes Pétursson, vinir í 80 ár eða þar um bil.
EINKAEIGN
bændakórnum leit dagsins
ljós árið 1994. Skagfirskur
annáll 1847-1947 kom svo
frá hans hendi 1998 og 2003
bókin Lífsþorsti og leyndar
ástir. Svipmyndir úr lífi
Gríms Thomsen og nokk-
urra samtíðarmanna. Síðasta
fræðirit Kristmundar var
ævisaga Gríms Jónssonar á
Möðruvöllum, Amtmaðurinn
á einbúasetrinu, sem kom
út árið 2008 og hlaut hann
maklegt lof fyrir þá bók. Auk
þessara helstu útgáfuverka eru
fjölmargar sögulegar greinar
birtar í Skagfirðingabók,
Heima er best og víðar. Þær
eru veigamikill þáttur í höf-
undarverki Kristmundar.
i
Það má teljast með ólíkindum
hve miklu og vönduðu verki
Kristmundur skilaði í fræð-
unum, lengi vel með annasömu
skjalavarðarstarfi. En þá má
heldur ekki gleyma hlut konu
hans, Hlífar Árnadóttur. Jafn-
an var gestagangur mikill á
Sjávarborg, standandi kaffi-
hlaðborð í eldhúsinu og
gistiherbergi til boða ef til
þurfti að taka. Þar fyrir utan
lagði Hlíf fram ómældan
tíma við ritverk Kristmundar,
vélritun áður en tölvan kom
til, heimildaleit, prófarkalestur
og nafnaskrárgerð. Þar munu
dæturnar einnig hafa lagt
drjúgan skerf að mörkum.
Þótt í þessari upptalningu
séu vissulega ekki öll kurl
leidd til grafar verður þó enn
að nefna það sérkennilegasta
sem Kristmundur sýslaði
í útgáfumálum. Sumarið
1940 var hann í vegavinnu
á Öxna-dalsheiði. Þá stóð
hann að því að rita og gefa
út blað sem fékk nafnið
Heiðarbúinn, blað vegavinnu-
og varðmanna, og komu út
fimm tölublöð. Prentað var
það á Akureyri en útgáfustað-
ur var Öxnadalsheiði. Mig
minnir að Kristmundur segði
mér að hann hefði fengið frí
hálfan vinnudag í viku til að
sinna ritun og útgáfu blaðsins.
Kaupendahópurinn var fyrst
og fremst vegavinnufólkið
Fjórir Héraðsskjalaverðir. Unnar Ingvarsson 2000-2014, Hjalti Pálsson 1990-2000,
Sólborg Una Pálsdóttir 2014- og Kristmundur Bjarnason 1971-1990. Myndin var
tekin 10. desember 2015. MYND: GUNNHILDUR GÍSLADÓTTIR
Mælifell eins og það leit út þegar Dændi litli (Kristmundur)kom þangð.
MYND AÐSEND
Kristmundur var kosinn heiðurðursfélagi á aðalfundi Sögufélags Skagfirðinga 13.
nóvember 2008. Hér er hann ásamt formanni félagsins og eftirmanni sínun í stóli
héraðsskjalavarðar. MYND:ÍSAK BRAGASON
Dændi í útilegu og skíðlogar á prímusnum. Dændi var gælunafn Kristmundar sem
margir vinir hans frá æskuárum notuðu alla tíð. EINKAEIGN
01/2020 7