Feykir


Feykir - 08.01.2020, Blaðsíða 11

Feykir - 08.01.2020, Blaðsíða 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Svunta Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Feykir spyr... Hvað er eftir- minnilegast frá árinu 2019? Spurt á Facebook UMSJÓN : frida@feykir.is „Fárviðrið í desember verður trúlega það minnisstæðasta. Hið gríðarlega andlega áfall sem margir hrossabændur urðu fyrir þegar hross urðu úti hjá þeim. Einnig hættur og húskuldi sem hrjáði þá er misstu rafmagn í lengri tíma. Ísingin var auðvitað engu lík, sé horft til atburða inn til lands síðustu áratugina.“ Arnþrúður Heimisdóttir Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Ótrúlegt - en kannski satt... Frédéric-François Chopin (1. mars 1810 – 17. október 1849), er vinsælasta tónskáld Pólverja og á meðal vinsælustu píanó tónskálda heims. Á Wikipedia segir að á unga aldri hafi hæfileikar hans verið auðheyranlegir og mætti líkja honum við Mozart. Ótrúlegt, en kannski satt, þá skartaði Chopin eitt sinn skeggi öðru megin andlitsins. „Það skiptir ekki máli, áhorfendur mínir sjá aðeins mína hægri hlið,“ útskýrði tónskáldið. Léttmeti að loknum jólum Þá eru blessuð jólin liðin og vafalaust hafa einhverjir etið á sig gat eins og sagt er. Þá hungrar marga í léttara fæði eftir mikila neyslu á kjöti sem oft er saltað og reykt. Því er tilvalið að birta hér uppskriftir að auðveldum og léttum réttum sem ættu að fara vel í þreytta maga. Tilvitnun vikunnar Dagur án sólar er, þú veist, nótt... – Steve Martin RÉTTUR 1 Einföld fiskisúpa með rauðu karrí 800 g hvítur fiskur 8 kartöflur 20 kokteiltómatar 2 dósir kókosmjólk (400 gramma) 2 hvítlauksrif 1 laukur 1 fiskteningur salt pipar engifer rautt karrí safi úr einu lime olía til steikingar Aðferð: Skerið fiskinn í bita og kryddið með salti, pipar og limesafa. Saxið laukinn og hvítlaukinn. Skerið kartöflurnar í teninga og tómatana í tvennt. Hitið olíu í potti og mýkið lauk og hvítlauk í henni. Bætið kókosmjólk út í ásamt engifer, limesafa og rauðu karríi (magn fer eftir smekk). Bætið kartöflum við og látið sjóða í 5-10 mínútur eða þar til kartöflurnar fara að mýkjast. Bætið að lokum fiski og kokteiltómötum við og látið allt sjóða þar til kartöflurnar eru tilbúnar (5-10 mínútur). RÉTTUR 2 Pastasósa 600 g kjúklingur (vel hægt að nota afganga) 1 pk. beikon, skorið í bita ferskir sveppir, magn að eigin ósk 1 rauð paprika 1 dós sýrður rjómi 2½ dl rjómi 1 dl súrsæt chilisósa (smakkið til) 2 rif pressaður hvítlaukur 2 msk. tómatpúrra pasta salt pipar 1 dl vatn Aðferð: Skerið kjúklinginn í bita ásamt beikoni, sveppum og papriku. Steikið beikon og kjúkling og kryddið með salti og pipar. Bætið sveppum og papriku við. Sjóðið pastað. Bætið við rjóma, sýrðum rjóma, tómatpúrru, chilisósu og hvítlauk og sjóðið í nokkrar mínútur. Bætið vatninu við ef með þarf. BRAUÐ Paprikubrauð með cayennepipar Þetta brauð er tilvalið með súpunni og pastanu. 75 g rauð paprika 2 dl volgt vatn 15 g pressuger eða 1½ tsk. þurrger 2 msk. matarolía cayennepipar á hnífsoddi 1 msk. salt 400 g hveiti kalt kaffi til penslunar Aðferð: Maukið paprikuna í matvinnsluvél ásamt volgu vatni. Hellið í skál og leysið gerið upp í blöndunni. Bætið matarolíu, cayennepipar og salti saman við. Hrærið helming hveitisins út í og bætið afganginum við smám saman. Breiðið stykki yfir og látið hefast á volgum stað í hálftíma eða þar til deigið hefur tvöfaldast. Hnoðið deigið og látið það hefast aftur í 20 mínútur. Mótið tvö aflöng brauð (snittubrauð) og setjið þau á bökunarpappír á ofnplötu þar sem þau eru látin hefast í tíu mínútur. Penslið með köldu kaffi og ristið rákir í deigið. Bakið við 200°C í 15 mínútur. Verði ykkur að góðu! „Mjög eftirminnilegt ár að svo mörgu leyti. Ég get ekki bent á eitthvað eitt umfram annað.“ Elvar Már Jóhannsson „Opnaði Nuddstofuna Friðmey í mars.“ Þorgerður Eva Þórhallsdóttir „Það sem er eftirminnilegast er búferlaflutningur á Þingeyri, sem er einn fallegasti fjörður landsins, þar sem ég er nú starfandi sem skólastjóri Heilsuleikskólans Laufáss og Grunnskólans á Þingeyri.“ Sonja Dröfn Helgadóttir ( FEYKIR MÆLIR MEÐ ) frida@feykir.is Einföld fiskisúpa. MYND AF NETINU Pastasósa. MYND AF NETINU 01/2020 11 Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Ég beyglast oft í árekstrum. Er til hlífðar skósmiðum. Spariklæði konunum. Kennd við mey í þorskhausum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.