Feykir - 08.01.2020, Blaðsíða 6
Hann fæddist þann 10. janúar
1919 á Reykjum í Tungusveit og
lést á Heilbrigðisstofnuninni á
Sauðárkóki 4. desember 2019.
Foreldrar hans voru Bjarni
Kristmundsson bóndi á
Grímsstöðum í Svartárdal og
kona hans Kristín Sveinsdóttir.
Nokkurra mánaða gamall var
hann tekinn í fóstur að Mælifelli
til Önnu Grímsdóttur
Thorarensen og séra Tryggva
Kvaran. Þar átti hann heimili
fram yfir tvítugt.
Kristmundur fór í Mennta-
skólann á Akureyri en samdi
lítt við Sigurð skólameistara
og tók þaðan stúdentspróf
utanskóla vorið 1940. Sumarið
1939 fór hann til Danmerkur að
heimsækja vin sinn S.L.Tuxen
náttúrufræðing sem hann hafði
ferðast með nokkur sumur
sem leiðsögumaður. Hann rétt
slapp heim frá Danmörku áður
en stríðið skall á, var í hafi milli
Noregs og Íslands þegar fréttir
bárust um innrás Þjóðverja í
Pólland 1. september. Hann
bjó í Reykjavík á árunum 1941-
1949, vann þá að þýðingum og
stundaði kennslu í einkatímum,
sótti fyrirlestra í háskólanum
og vann við bókaútgáfu, bæði
þýðingar, prófarkalestur og
byrjaði að skrásetja, einkum
sagnaþætti. Sumarið 1947 lagði
hann í mikla Evrópureisu m.a.
til Ítalíu með Haraldi Árnasyni
verðandi mági sínum. Frá þeirri
ferð segir hann í skemmtilegri
grein í tímaritinu Eimreiðinni
1948 og nefnir Þar sem gul
sítrónan grær. Í þessari gömlu
grein koma fram þau stílbrögð
sem einkenndu Kristmund
síðar. Hann er þá þegar orðinn
útfarinn og vel þjálfaður
rithöfundur og er á þeim tíma í
ritnefnd menningartímaritsins
Ritlist og myndlist.
Hann hafði lesið ósköpin
öll af bókum í æsku og á
unglingsárum og alist upp
með fullorðnu og rosknu fólki.
Þetta mótaði málfar hans og
máltilfinningu. Heilan vetur
lá hann yfir Orðabók Sigfúsar
Blöndal. Sjálfur skrifaði hann
kjarnyrt mál, stundum dálítið
fyrnt, gjarnan með sjaldgæfum
orðtökum eða málsháttum.
Þannig var talmál hans líka,
bragðmikið og skýrt. Svo
í stakk búinn fluttist hann
norður með fræðilega kjölfestu
úr háskólanum, þar sem hann
hafði m.a. sótt fyrirlestra í
íslensku, og hagnýta reynslu
frá bókaútgáfunni Norðra, allt
í bland við haldgóðar gáfur.
Þann 22. desember 1947
gekk Kristmundur í hjónaband
með Hlíf Ragnheiði Árnadóttur
frá Sjávarborg. Árið 1949
fluttust þau norður og tóku
fljótlega eftir það við búi á
Sjávarborg, ásamt því að hann
fékkst við ritstörf. Frá því um
1973 má þó segja að búskapur
hafi verið tómstundastarf en
aðalverkefnin urðu ritstörf og
skjalavarsla um skeið. Hann var
héraðsskjalavörður í hlutastarfi
í 19 ár, frá 1971 til 1990 og
gegndi auk þess nokkrum
trúnaðarstörfum.
Foreldrar Hlífar voru Árni
Daníelsson og Heiðbjört
Björnsdóttir, lengi búandi á
Sjávarborg, en á árunum 1920-
1925 dvöldust þau í Blaine á
Kyrrahafsströnd Bandaríkj-
anna, skammt frá kanadísku
landamærunum. Þar fæddist
Hlíf 19. desember 1921. Hún
lést á heilbrigðisstofnuninni
á Sauðárkróki 16. apríl 2013.
Stuttu fyrr hafði Kristmundur
farið á dvalarheimilið á
Sauðárkróki. Þau eignuðust
þrjár dætur. Þær eru Heiðbjört,
f. 19. ágúst 1949, búsett í
Borgargerði. Guðrún Björg, f.
19. október 1953, einnig búsett
í Borgargerði, og Bryndís Helga,
f. 11. september 1958, búsett í
Hveragerði.
Kristmundur varð fyrsti
skjalavörður Héraðsskjalasafns
Skagfirðinga sem stofnað var
árið 1947. Árið 1951 var hann
fenginn til að gera eins konar
aðfangaskrá yfir handrit og
skjöl í eigu safnsins. Næstu árin
sinnti hann í ígripum afgreiðslu
í safninu en það hafði þó engan
fastan afgreiðslutíma. Það var
ekki fyrr en árið 1971 að hann
var ráðinn héraðsskjalavörður
í hlutastarfi, um það bil sem
safnið komst í viðunandi
húsnæði er það fékk inni
í norðurenda á efri hæð
Safnahússins sem þá var að
komast í notkun. Fljótlega eftir
það fór Kristmundur að vinna
markvisst að eflingu safnsins,
var ötull að afla því fanga
Kristmundur aldar gamall og hálfu ári betur. Mynd frá 10. júní 2019.
MYND: SIGURBJÖRG BRAGADÓTTIR
Kristmundur Bjarnason | f. 10.01.1919 – d. 4.12.2019
Kveðja til Kristmundar Bjarnasonar
bónda og rithöfundar á Sjávarborg
því hann hafði góð sambönd
víðsvegar um land og um 1974
fór hann markvisst að vinna í
öflun skjalgagna sveitarfélaga
og opinberra félagasamtaka.
Safnið gerði út Björn Egils-
son frá Sveinsstöðum sem
eins konar sendiherra. Fór
hann margar ferðir um
héraðið á árunum 1975 fram
yfir 1980 og náðist mikill
árangur í innheimtu skjala
hreppsfélaganna til safnsins.
En Kristmundur lagði ekki
síður áherslu á að falast eftir
einkagögnum heimafólks úr
héraði og brottfluttra. Atorka
hans átti vissulega stóran þátt
í því mikla safni einkaskjala og
ljósmynda frá 19. og 20. öld sem
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga
geymir. Kristmundur var
ótrúlega eljusamur bréfritari og
undra fljótur að skrifa á ritvél
með tveimur fingrum því að
hefðbundna fingrasetningu
á ritvélaborð lærði hann
aldrei. Einkabréfasafn hans
telur margar þúsundir
sendibréfa og hefur síðasta ár
verið unnið að skrásetningu
þeirra á héraðsskjalasafninu.
Kristmundur afhenti einnig
einkaskjalasafn sitt sem hefur
að geyma margskonar pappíra
frá einstaklingum er gáfu
honum einkalega í áranna rás.
Þessi handrit skipta nokkur
hundruð númerum.
Þegar Kristmundur lét af
störfum árið 1990 var Héraðs-
skjalasafn Skagfirðinga orðið
eitthvert öflugasta héraðs-
skjalasafnið á landsbyggðinni.
Hann var þó ávallt í hlutastarfi
sem skjalavörður en vann
safninu ómældan tíma heima
hjá sér, bæði við skráningu
6 01/2020