Feykir - 15.01.2020, Blaðsíða 8
Heilir og sælir lesendur góðir.
Enn er kjarkur til að ýta úr vör á nýju ári,
með vísnaþáttinn okkar í Feyki sem virðist
njóta nokkurra vinsælda enn um sinn. Bestu
þakkir til ykkar lesenda fyrir gott á liðnu ári
og ósk um áframhaldandi gott samstarf.
Gaman að byrja þátt á nýju ári með þessum
ágætu vísum eftir hinn snjalla hagyrðing
Jakob Jónsson, áður bónda á Varmalæk í
Borgarfirði. Tildrög þeirra yrkinga voru
þau að séra Agnes Sigurðardóttir, sem þá
var prestur í Hvanneyrarprestakalli, barðist
stíft fyrir því að fá að sitja á Hvanneyri en
ekki í prestbústaðnum í Bæ. Eftir að nokkrir
bílfarmar af pappír höfðu gengið á milli
heimamanna og ráðuneytisins var þessi
tilhögun samþykkt á þeim forsendum að
presturinn ætti meira andlegt samfélag
meðal háskólaborgara á Hvanneyri en
bænda og bifvélavirkja uppi í Bæ.
Ár og síð mig í þann munað þyrsti
að eiga heima í flokki tignarmanna.
Ég skil ei þennan kjánaskap í Kristi
að kjósa frekar samfylgd smælingjanna.
Svo nái ég óskir almúgans að stilla
ég ætla í turni fílabeins að dúsa,
þó að vitin þráfalt muni fylla
þungur ilmur refa- og pútnahúsa.
Mér er ljóst að æviárin líða
og eflaust slitna mínar gullnu fjaðrir.
Það veldur mér svo voðalegum kvíða
að verða að hvíla í sömu mold og aðrir.
Ég vona það er hallar hinsta degi
að himnakóngur reyni í sínum önnum,
að skipa málum svo minn andi eigi
ávallt vist með fínum hefðarmönnum.
Ein vísa kemur hér í viðbót eftir Jakob og
mun hún ort um jólaleytið. Eru honum þar
ennþá prestlærðir ofarlega í huga og mun
sá er fangaði huga bóndans svo mjög hafa
verið séra Ólafur Jens Sigurðsson.
Það líður að jólum og leiður er veðranna
slagur
ljósálfar sumars allir á burt eru fluttir.
Í raun og veru er þessi desember dagur
dálítið svipaður prestinum báðir stuttir.
Þá er til þess að taka að í þætti 749, birti ég
hina kunnu vísu; Gleði raskast vantar vín.
Láðist mér þá að geta höfundar hennar,
sem ég biðst afsökunar á, en hann hefur
verið í mínu minni talinn Friðrik Sigfússon
sem kenndur var við Jaðar, og fleiri bæi í
Skagafirði, meðal annars Pyttagerði, sem
hefur verið býli áður fyrr án þess að ég
viti hvar það hefur verið. Gaman væri að
heyra frá eldri Skagfirðingum ef þeir hafa
upplýsingar þar um.
Í sama þætti, nr. 749, spurði ég um vísu
er ég taldi eftir Maríu í Réttarholti sem ort
væri til séra Tryggva Kvaran, því miður
hafa engar upplýsingar borist þar um og bið
ég Skagfirðinga enn og aftur að gefa mér
upplýsingar þar um.
Í þeim veðraham sem nú hefur ríkt
Vísnaþáttur 751
( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is
undanfarið rifjast næst upp þessi vísa
Ingólfs Ómars.
Lít ég snævi földuð fjöll
feykist ofan hríðin.
Þyrlast fönn um freðinn völl
fimbulköld er tíðin.
Það mun vera Ármann Þorgrímsson sem er
höfundur að þessari:
Stýrði á móti straumi oft
stundum vel á bátinn gaf,
það var í mér þingeyskt loft
þess vegna ég lifði af.
Næsta vísa á vel við í þeirri leiðinda
umræðu sem nú á sér stað um að fólk sé
óskaplega illa komið eftir jólahátíðina og
verði tafarlaust að kaupa sér kort á einhvers
konar grenningarhælum. Veit því miður
ekki um höfund.
Oft er staut í heimi hér
að halda sínu striki,
og torveld þraut að taka af sér
tvö kíló af spiki.
Verri vandi hefur verið á búi Ármanns
Þorgrímssonar er hann orti svo:
Bölvað stand á bænum hér
burtu andinn flúinn,
einhver fjandinn er að mér
enda landinn búinn.
Önnur vísa kemur hér eftir Ármann og
mun þá bjartara yfir að enduðum vetri og
iðandi mannlíf á Glerártorginu.
Ég vona að komið sé vor
í verslunum sjást þess nú spor,
og ég veit fyrir víst
og véfengi síst
að hér drepst sko enginn úr hor.
Gott að heyra þá aðeins hvað sá ágæti
hagyrðingur Friðrik Steingrímsson hefur
verið að sýsla við.
Ég ruddi braut sem reyndist grýtt
og reif í burtu tálmana.
Orti síðan upp á nýtt
alla Passíusálmana.
Jón Ingvar Jónsson rifjar upp gamlan
sannleika.
Krunki hrafn við kaldan sæ
kemur júní eftir maí.
Kyssi báran kalda sker
koma jól í desember.
Gott að enda með þessu fallega erindi
Grétars Fells, sem trúlega er hinsta kveðja
til samferðamanns.
Þú áttir söngva og sól í hjarta,
er signdi og fágaði viljans stál.
Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta
er kynni höfðu af þinni sál.
Veriði þar með sæl að sinni.
/Guðmundur
Valtýsson
Eiríksstöðum,
541 Blönduósi
Sími 452 7154
öldina því það er búið að reisa
þetta minnismerki þegar þessi
hluti sögunnar er skrifaður.
Það hefur verið róðukross og
talið líklegt að hafi staðið fram
að siðaskiptum. Við reyndum
að endurgera krossinn eftir
bestu getu eins og maður
gæti ímyndað sér og hafði til
fyrirmyndar róðukrossinn
sem er á Þjóðminjasafninu
frá Ufsum í Svarfaðardal. Sá
er talinn vera frá því um 1200
þannig að hún er fyrirmyndin
að róðunni sem Jón Adolf skar
út og setti upp á grundinni. Jón
Adolf var mér ómetanlegur
í þessu samstarfi öllu saman
ásamt mörgum fleirum sem
að þessu komu,“ segir Sigurður
sem er þakklátur öllum þeim
sem hafa aðstoðað hann í
gegnum árin.
Áhugi almennings á Sturl-
ungasögu hefur aukist mikið
síðustu árin, svo mjög að hópur
fjárfesta ákvað m.a. að setja
upp sýndarveruleikasýningu á
Sauðarkróki um Örlygsstaða-
bardaga sem fram fór árið 1238.
Hverju skyldi Sigurður þakka
þennan aukna áhuga þessarar
mögnuðu sögu. „Það er
greinilegt að áhugi almennings
á þessu tímabili í okkar sögu
hefur vaxið mikið og ég þakka
það mest bókunum hans Einars
Kárasonar. Ég held að þær hafi
hleypt ansi miklu lífi í þennan
áhuga eða vitund manna um
þessa merkilegu sögu sem við
eigum og er saga þjóðar og
okkar menningar.“
Glóðir
Í lokin snúum við kvæði
okkar í kross og Sigurður
inntur eftir ljóðabókinni sem
hann gaf út á haustdögum og
nefnist Glóðir. Segir hann um
samsafn ljóða að ræða sem hafa
orðið til síðan Feykjur kom út
2001. Hann segist aldrei hafa
sest niður til þess að semja
ljóðabók en þarna séu ljóð úr
ýmsum áttum. Staðið hafi til í
um tvö ár að gefa bókina út en
Sturlungaverkefnið hafi tekið
mestan tímann. Þannig að
þetta sat á hakanum lengi vel en
svo seint í júlí kom Pétur Már,
hjá Bjarti útgáfu, í heimsókn í
Kakalaskálann og sagði Sigurði
að handritið yrði að vera til
eftir hálfan mánuð en þá yrðu
bækur sendar í prentun. „Það
var bara gengið í það í hvelli að
safna saman sneplum og tína
saman það sem til var og setja
inn í handrit. Esther, dóttir
okkar, hjálpaði mér ansi mikið
með það ásamt fleirum. Hún
var líka búin að hjálpa mér
mikið í kringum listamennina,
sá um samskipti við þá og
var mín hægri hönd í þeim
verkefnum,“ segir Sigurður í
lokin. Vert er að hvetja alla til
að koma við í Kakalaskála, fá
leiðsögn um slóðir Sturlunga,
ganga um meðal herja Brands
Kolbeinssonar og Þórðar
kakala, fá sér kaffi og eignast
ljóðabókina Glóðir en hana
má m.a. nálgast hjá Sigurði í
Kakalaskála, í Skagfirðingabúð
og Gránu sýndarveruleika.
Frá opnun sýningarinnar Á söguslóð Þórðar kakala. Frá vinstri: Guðni Th. Jóhannesson forseti, María Guðmundsdóttir, Þórdís
Kolbrún ráðherra og Sigurður Hansen. MYND: PF
8 02/2020