Feykir


Feykir - 15.01.2020, Blaðsíða 7

Feykir - 15.01.2020, Blaðsíða 7
80 ára afmæli sínu þann 24. desember með sínum nánustu en lét opnunina í sumar duga sem afmælisfagnað. „Ég hélt eiginlega upp á það í sumar þegar við opnuðum sýninguna, það má eiginlega segja það. 24. desember er nú ekki heppilegur dagur til að vera með stóra veislu, ég var bara með fjölskyldunni í Kakalaskálanum þá.“ Steinaherinn Á Facebooksíðu Kakalaskála segir að Sturlungaöldin hafi einkennst af miklum átökum milli helstu höfðingjaætta Íslands um eignir og völd en endalok tímabilsins miðist við árið 1262 þegar Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd með Gamla sáttmála. „Skagafjörður varð miðpunktur þessara átaka og þar voru háðar nokkrar af stórorrustum Sturlungaaldar. Meðal þeirra var Haugsnesbardagi sem fram fór þann 19. apríl 1246 og er hann mannskæðasti bardagi sem háður hefur verið á Íslandi en þar féllu yfir eitt hundrað manns. Sigurður Hansen bóndi í Kringlumýri hefur alla tíð verið áhugamaður um Sturlunga sögu og haft sögusvið Haugsnesbardaga fyrir augum sér en hann fékk söguna ekki til að ganga upp í landslaginu. Árið 2009 byrjaði hann að safna saman stórum steinum á þeim slóðum sem bardaginn á að hafa farið fram og raða þeim upp eins og hann sá fyrir sér að fylkingarnar hefðu verið augnabliki áður en þeim laust saman. Sviðsetning Sigurðar telur yfir þrettán hundruð stóra grjóthnullunga, sem vega samtals um 600 tonn, og táknar hver steinn einn þátttakanda bardagans. Sumir steinanna eru merktir með krossi til að tákna þá sem féllu.“ Sigurður segist hafa sett fram tilgátu um hvernig bardagann hefði borið að og skrifað hana niður nokkuð skýra, gert svolitla breytingu á sögunni vegna þess að honum fannst hún ekki ganga upp í landslaginu, eins og segir í textanum hér að framan. „Þá þurfti maður að fara að pæla í því hvernig þetta hefði raunverulega getað gerst. Það var í rauninni forsagan fyrir því að ég fór að sviðsetja bardagann. Við María, konan mín, vorum einhvern tímann að keyra afleggjarann og ég sagði henni að ég hefði fengið þá hugmynd að sviðsetja Vinirnir Sigurður og Þórólfur Pétursson í Austurdal sumarið 2018. MYND: SÆUNN KOLBRÚN ÞÓRÓLFSDÓTTIR. bardagann til að geta reynt þessa tilgátu mína, hvernig þetta myndi líta út ef maður sæi herina þarna fyrir sér. Og hún hvatti mig mjög til þess að gera það og ég bara byrjaði á því strax,“ segir Sigurður sem fljótlega hóf að flytja þangað steina sem tók þó nokkurn tíma. „Það voru miklar hug- leiðingar um það hvernig ég gæti gert þetta en ég notaði sagnfræðina eins nákvæmlega og maður hafði en svo varð maður að skálda eitthvað á milli. Maður hafði ekki alla söguna til að setja upp svona verk þannig að þetta er einhver skáldskapur,“ segir hann en ítrekar að hann byggi það á eins miklum staðreyndum og mögulegt er. „Þarna eru rúmlega 1300 steinar sem taka álíka mikið rými í fylkingu og maður myndi gera. Gæti trúað að þarna væru um 600 tonn af grjóti sem ég flutti á svæðið. Þetta var helvíti mikið verk en það fór líka mikill tími í að hugsa hvernig þessu yrði best fyrir komið og yrði eins sannfræðilegt og gæti verið.“ Og þá er það stóra spurningin, hvað var það í sögunni sem ekki gekk upp? „Það er sagt að Brandur Kolbeinsson hafi komið snemma morguns og stillt upp liðinu. Hann vissi það, eða átti að vita, að Þórður kakali var með sitt lið fram á Úlfsstöðum en þeir voru búnir að hittast kvöldið áður við Vallarlaug. Þar gengu menn á milli þeirra til að reyna að ná sáttum sem náðist ekki. Þeir ákveða því að berjast morguninn eftir og völdu þennan stað til að mætast. Brandur fer snemma af stað frá Víðmýri um morguninn og ríður austur yfir og lætur stilla upp liðinu neðan við Haugsnesið og hann á von á því að Þórður komi gömlu þjóðleiðina framan úr Blönduhlíðinni. En svo allt í einu birtist Þórður uppi á Haugsnesinu með allt sitt lið og koma í hvellinum niður eftir og í rauninni á hliðina á fylkingu Brands þannig að herstjóri hans, sem var Norðmaður, Eysteinn hvíti, hóf að snúa liðinu um leið og hann sér hann en nær afskaplega skammt í því. Nær kannski rétt að byrja því það tekur ekki nema um 15 – 20 mínútur fyrir Þórð að koma þangað en stóðið kemur úr óvæntri átt. Í sögunni er sagt að hann komi frá fjallinu, ofan af Haugsnesinu, en ef hann hefði komið þjóðleiðina framan að og síðan upp fyrir þá sjá þeir hann alla leiðina. Þannig að mín tilgáta er sú að Þórður hafi verið kominn áður en birti, upp með Djúpadalsánni við Litla-Dal og verið þar meðan Brandur stillti upp liðinu. Það er í raun breytingin sem ég gerði á sögunni því að öðru vísi gengur hún ekki upp. Annars vita þeir af honum þarna. Þetta er í rauninni sú greining sem ég geri og því hefur ekki verið hnekkt af sagnfræðingum sem hafa skoðað þetta.“ Einar Kára og áhugi almennings á sögunni Eins og áður hefur komið fram varð Haugsnesbardagi sá mannskæðasti sem háður hefur verið á Íslandi og féllu þarna, samkvæmt því sem Sigurður setur upp, 111 manns. Hann segir það vera umdeilan- lega tölu en finnst hún einna líklegust. „Sumir hafa talað um að þarna hafi fallið 130 menn en mér fannst ég ekki hafa rök fyrir því. Svo hafa menn kannski talið þá sem féllu eftir bardagann því að einhverjir hafa bæði örkumlast og jafnvel dáið fljótlega af sárum sínum. Þess má jafnvel geta að það hafa fleiri særst, þetta hefur verið þó nokkuð langur bardagi og mikið barist en ég tel upp 39 úr liði Þórðar og 72 úr liði Brands.“ Sigurður segir að í bardaganum sé maður sem hefur flótta úr liði Brands og því verið haldið fram að hann hafi verið flugumaður Þórðar en Sigurður er á annarri skoðun. „Konan hans var fjarskyld Þórði í Sturlungaætt en það kemur fram annars staðar að þeir væru miklir vinir Brandur og Einar í Vík, sá sem talinn er að hafi hafið flóttann. Greinilegt er að Brandur treysti honum mjög vel og það er mín tilgáta að hann hafi hafið flóttann á allt öðrum forsendum en til þess að láta Þórð vinna bardagann. Hann hafi bara séð að bardaginn var tapaður og talið heppilegast að slíta honum sem fyrst. En Brandur er tekinn til fanga. Kolbeinn grön eltir hann og það segir okkur það að Brandur komst á hestbak og segir manni það líka að það hafa verið einhverjir hestasveinar sem hafi gætt hestanna að baki báðum liðunum því báðir aðilar komast á hesta. Brandur var tekinn á flótta og færður upp á grundina, þar sem Skagfirðingar reistu honum minnismerki líklega einhvern tímann um miðja Hjónin María og Sigurður á gamlárskvöld 2019. MYND: BERGLIND ÞORSTEINSDÓTTIR Sigurður er mikill sagnamaður og hér fræðir hann Þórdísi Kolbrúnu um söguna. MYND: PF Frá fjölskylduleiðsögn sem Sigurður var með á Haugsnesgrundum í vetrarfríi gunnskólanna 17. október 2019. MYND: BERGLIND ÞORSTEINSDÓTTIR 02/2020 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.