Feykir - 15.01.2020, Blaðsíða 10
Það er Inga Maja Reynis á Skagaströnd
sem ætlar að gefa lesendum örlitla
yfirsýn yfir handavinnuna sína í
þættinum að þessu sinni. Inga Maja er
ötul handavinnukona, þrátt fyrir
liðagigt sem hrjáir hana. Þeir sem hafa
áhuga á að sjá meira af handavinnu
Ingu Maju geta farið inn á
Facebooksíðu hennar sem ber nafnið
Prjónasíða – Inga Maja, þar sem sjá má
sýnishorn af því sem hún er að fást við.
Hve lengi hefur þú stundað hannyrðir?
-Það má segja að boltinn hafi farið að
rúlla þegar æskuvinkona mín hjálpaði
mér að prjóna dúkkuhúfu þegar ég var
rétt rúmlega tvítug. Nokkru síðar fékk
ég aðstoð hjá henni við að hekla fyrsta
dúkinn og þá var ekki aftur snúið.
Hvaða handavinna þykir þér skemmti-
legust?
Mér þykir langskemmtilegast að prjóna
og hekla barnaföt. Það er líka mjög
gaman að hekla dúka, en ekki eins
skemmtilegt að stífa þá, svo ég á það til
að safna upp nokkrum áður en ég hef
mig í þá vinnu. Ég tek mig til líka öðru
hvoru og hekla dúkkuföt sem er frábær
leið til að nýta garnafganga.
Hverju ertu að vinna að um þessar
mundir?
Þessa dagana dunda ég mér við að hekla
ungbarnaskó. Hef gert skírnarskó öðru
hvoru og svo eru ullarskór líka vinsælir
og hef ég heklað ansi marga slíka fyrir
vini og ættingja.
Hvaða handverk ertu ánægðust með?
Eitt af því sem ég er hvað stoltust af
er skírnarkjóll sem ég prjónaði þegar
ég var ófrísk af dóttur minni og svo
stórt teppi sem ég gerði handa frænku
minni. Það er gert með rússnesku hekli
og tók óratíma.
Inga Maja skorar á Lilju Guðlaugu
Ingólfsdóttur að svara Hvað ertu með
á prjónunum?
Boltinn byrjaði að rúlla
með prjónaðri dúkkuhúfu
( HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM ) frida@feykir.is
Inga Maja Reynis á Skagaströnd
Skírnarkjóllinn sem Inga Maja prjónaði
og er að vonum afar stolt af.
Barnateppi, heklað handa lítilli
frænku.
Teppi heklað með rússnesku hekli sem
Inga Maja gaf æskuvinkonu sinni. Það
er heklað úr tvöföldu kambgarni og er
mjög þungt og hlýtt.
Heklaðir ungbarnaskór.
Hannyrðakonan Inga Maja. AÐSENDAR MYNDIR
Stóra teppið sem Inga Maja heklaði handa frænku sinni.
Inga Maja hefur gert mikið af því að hekla ungbarnaskó.
10 02/2020