Feykir


Feykir - 22.01.2020, Qupperneq 7

Feykir - 22.01.2020, Qupperneq 7
Fimm fyrirtæki undir sama þaki Þann fyrsta maí var nýtt og glæsilegt húsnæði opnað við Hólaveg á Sauðárkróki þangað sem fimm fyrirtæki fluttu starfsemi sína. Þetta eru Klippiskúrinn hársnyrtistofa, Fótaðgerðastofa Stefaníu, Nudd- stofan Friðmey, Kírópraktors- stofa Íslands og Dekurlindin snyrtistofa. Það eru þau Jónína Róbertsdóttir og Eyþór Fannar Sveinsson ásamt foreldrum hans, Sveini Árnasyni og Eyrúnu Sigurbjörnsdóttur, sem eru eigendur hússins og stóðu að endurbótum þess. Húnvetningar taka á móti flóttamönnum Um miðjan maí komu 44 sýr- lenskir flóttamenn til Hvamms- tanga og Blönduóss eftir dvöl í flóttamannabúðum í Lýbanon. Fimm fjölskyldur fluttu á Hvammstanga og þrjár til Blönduóss. Mikil eftirvænting ríkti fyrir komu fólksins og var þeim afar vel tekið á báðum stöðum. Formleg opnun gagnavers á Blönduósi Þann 21. maí var stærsta gagna- ver á Íslandi, sem staðsett er við Blönduós, tekið formlega í notkun að viðstöddum fjöl- mörgum boðsgestum. Haldnar voru ræður, klippt á borða og fólki leyft að skoða aðstæður. Var það mál manna að vel hefði til tekist með byggingu gagnaversins og það þakkað afbragðsgóðum verktökum sem og góðum stuðningi sveitar- félaga á svæðinu. Byggt var á mettíma en fyrsta skóflustungan var tekin réttu ári fyrr. Fjölbrautaskólanemar og ferfætlingar útskrifast Maí er mánuður útskrifta og þann 24. maí var Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra slitið í 40. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Í máli skólameistara, Þorkels V. Þorsteinssonar, kom m.a. fram að 2.677 nemendur hafa brautskráðst frá skólanum frá upphafi skólahalds haustið 1979. Fleiri útskriftir rötuðu á síður Feykis en um svipað leyti voru sex teymi fíkniefnaleitarhunda og þjálfara þeirra útskrifuð eftir fjögurra lotu nám. Útskriftin fór fram að Hólum í Hjaltadal. Við útskriftina voru viðstaddir gestir sem komu víða að, þar á meðal sendiherra Bretlands sem var heiðursgestur. Júní Ólseigar Stólastúlkur Tindastólsstúlkur gerðu það gott og komust í átta liða úrslit í Mjólkurbikarnum eftir sigur í leik gegn Augnabliki úr Kópavogi og telst það frábær árangur. „Heimastúlkur reyndu að jafna en Stólastúlkur voru ólseigar og héldu út lokamín- úturnar og fögnuðu sætum sigri í leikslok,“ segir í frétt Feykis. Norðurstrandarleið opnuð Norðurstrandarleið, eða Arctic Coast Way, var opnuð með formlegum hætti þann 8. júní, annars vegar á mótum þjóðvegar 1 og Hvammstangavegar þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, og Arn- heiður Jóhannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, klipptu á borða, og hins vegar við afleggjarann inn á Bakkafjörð þar sem þeir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Árni Bragi Njálsson, fulltrúi sveitarstjórnar Langanesbyggðar, munduðu skærin. Leiðin var í þróun í meira en þrjú ár og hafði hún þá þegar vakið mikla athygli erlendis en ferðavefurinn Lonely Planet valdi leiðina sem þriðja besta áfangastað í Evrópu á árinu. 1238: Baráttan um Ísland Ný sýndarveruleikasýning sem segir frá baráttu Íslendinga um völdin á 13. öld var opnuð við hátíðlega athöfn á Sauðárkróki um miðjan júní. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opn- aði sýninguna á táknrænan hátt er hún hjó á borðann með sverði sem hlýtur að teljast nokkuð í anda Sturlungaaldar. 250 leikir á Smábæjaleikum á Blönduósi Smábæjaleikarnir í knattspyrnu fóru fram á Blönduósi í 16. sinn. Mikið fjölmenni sótti leikana en 62 lið kepptu á mótinu eða um 400 þáttakendur sem spiluðu um 250 leiki. Auk þeirra mætti fjöldi þjálfara, foreldra og annarra gesta. Um 70-80 sjálfboðaliðar komu einnig að mótinu. Júlí Aldarafmæli Verzlunar Haraldar Júlíussonar Sá merkisatburður átti sér stað þann 28. júní að Verzlun Har- aldar Júlíussonar á Sauðár- Vatnavextir í Vatnsdal. MYND: HÖSKULDUR B. ERLINGSSON Lilja Dögg Alfreðsdóttir heggur á borðann við opnun 1238: The Battle of Iceland. MYND: PF komust færri að í veislutjaldinu en vildu. Við þetta tækifæri var Bjarni Haraldsson útnefndur heiðursborgari Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sá fyrsti eftir að sameinað sveitarfélag varð til í Skagafirði árið 1998. FM Trölli sendir út í Skagafirði Tímamót urðu í sögu útvarps- stöðvarinnar FM Trölla í júli þegar ræstur var sendir á Sauðárkróki, sem þjónar bænum og stórum hluta Skagafjarðar, þar með Hofsósi og nágrenni. Sendirinn á Sauðárkróki var sá fimmti sem FM Trölli setur upp, en hinir fjórir eru á Siglufirði, Ólafsfirði, Hrísey og á Hvammstanga. Það er Hljóðsmárinn ehf. sem á og rekur bæði útvarpsstöðina FM Trölla, og fréttavefinn Trölli.is en eigendur eru hjónin Gunnar Smári Helgason og Kristín Sigurjónsdóttir, oft nefnd „Tröllahjónin“. Borað til bráðabirgða Í júlí sagði frá því að Skaga- fjarðarveitur hefðu látið bora fjórar holur til að freista þess að auka kalda vatnið fyrir Sauðárkrók en vatnsskortur hafði þá undanfarið plagað Króksara. Tvær holanna voru boraðar í Skarðsdal og tvær á Veðramóti í Gönguskörðum. Að sögn Indriða Þórs Einars- sonar, sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs, höfðu allar holurnar gefið vatn en mismikið og leit ágætlega út með vatnsmagnið. Hér væri þó um bráðabirgðaaðgerð að ræða og huga þyrfti að öðrum svæðum til vatnsöflunar. Kormákur/Hvöt á skotskónum – Markaveisla á Blönduósvelli Lið Kormáks/Hvatar átti góða leiki í 4. deild karla síðasta sumar og segir frá einum slíkum seinni part júlímánaðar. Leikið var gegn liðinu Afríku á Blönduósvelli. „Fyrri hálf- leikurinn var mjög rólegur miðað við seinni hálfleikinn því það voru aðeins skoruð þrjú mörk í fyrri hálfleik en í þeim síðari komu mörkin á færibandi og voru skoruð sex mörk í seinni hálfleik,“ segir í frétt blaðsins. Leiknum lauk með sigri Kormáks/Hvatar, 8-1. Frh. í næsta tölublaði Feykis Norðurstrandarleið opnuð formlega.Sigurður Ingi Jóhannsson klippir á borðann. MYND: PF Geirmundur Valtýsson ásamt Mínvervu Björnsdóttur konu sinni. MYND: PF króki fagnaði aldarafmæli. Aðeins tveir ættliðir hafa rekið verslunina þessi 100 ár, Haraldur Júlíusson sem versl- unin er kennd við, en hann setti hana á laggirnar árið 1919, og Bjarni, sonur hans, sem rekið hefur verslunina frá árinu 1973. Í tilefni afmælisins var gestum og gangandi boðið til mikillar veislu og var fjölmenni mætt til að samfagna kaupmanninum, sem oft hefur verið kallaður bæjarstjórinn í útbænum, og 03/2020 7

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.