Feykir


Feykir - 05.02.2020, Side 9

Feykir - 05.02.2020, Side 9
Að flytja heim... ÁSKORANDAPENNINN | palli@feykir.is Við fjölskyldan fluttum norður, heim, úr sollinum fyrir sunnan, veturinn 2017-2018. Reyndar flutti einn fjölskyldumeðlimur í einu yfir töluvert langt tímabil en þrátt fyrir það höfum við aðlagast ljómandi vel, að okkur finnst. Að búa í Skagafirði, gefur svo ótrúlega margt. Nálægðin við náttúruna, sveitina, fólkið okkar og svo mætti lengi telja. Reiðtúrarnir sem byrja og enda í garðinum heima, sundferðirnar, fjöruferðirnar, skíðaferðirnar óteljandi í Tindastól og allt annað sem við höfum bardúsað. Það að geta lagt af stað úr vinnu kl. 16 og sótt börnin sín og vera komin heim stuttu síðar eru mikil forréttindi. Síðustu árin hef ég átt margar seinni parts mínúturnar á Hringbraut á leið heim af Landspítala með hnút í maganum um að koma enn og aftur allt of sein á leikskólann. Enn fleiri mínútum hef ég þó varið inni á bílastæði sömu stofnunar í leit að stæði, eða já bara að komast út af stæðinu. Já, smæðin er bara betri, langoftast betri. Sem sérnámslæknir í heimilislækningum Elísabet Eir. AÐSEND MYND Sunna Björk Björnsdóttir Sauðárkróki kannski er hluti af starfinu. Það gerist með tímanum að það myndast skrápur. Að vera óbreyttur unglæknir á spítalanum sem sinnir sinni vinnu í einkennisklæðnaði hlaupandi á íþróttaskóm er töluvert öðruvísi en að vera heimilislæknir í eigin persónu í minna samfélagi. Með tilkomu samfélagsmiðla skrifar fólk sínar hugleiðingar og sendir þær svo út í cosmosið með því að ýta á bláan hnapp, oft óritskoðað. Það kemur nú fyrir að skrifað sé um okkur lækna, stundum nafngreint en oftast ekki, orð sem ekki eru sönn eða byggð á einhverju sem á sér litla stoð í raunveruleikanum. Oft er það vegna þess að fólk er ósátt með vinnu okkar þó hún hafi verið unnin skv. klínískum leiðbeiningum og rannsóknum. Erfiðast er að geta ekki svarað fyrir sig og leiðinlegt að þurfa sem einstaklingur að mynda sér skráp og tileinka sér jafnaðargeð til að stunda sitt ævistarf. Ég ætla að enda þennan pistil á orðum sem vinkona mín af heilsugæslunni skrifaði í komment undir Facebookfærslu, ætli það hafi ekki bara verið sl. sumar: Aðgát skal höfð í nærveru sálar. - - - - - - Ég skora á Helgu Elísu Þorkelsdóttur sem næsta pistlahöfund. skiptum, ný efni gerðu fært að ryðja pokabuxunum úr rúmi og aðsniðnar buxur úr teygjuefnum urðu allsráð- andi. Lopapeysan var svo alltaf við höndina sem hversdags klæðnaður; undir VÍR-úlpum eða öðrum úlpum, vinnugöllum eða ein og sér þegar svo viðraði. Þegar ég fór erlendis til náms í búfjárkynbótafræði veitti ég nokkrum atriðum fljótt athygli en ég fór næstum strax að umgangast mikið Íslands- hestamenn þar. Fyrst vil ég nefna að notkun vaðstígvéla var allt önnur og minni á hestamótum þar en hér heima, þ.e. gúmmístígvéla en glæsileg leður- stígvél voru mun algengari en hér heima og sömuleiðis reiðskór. Þá vil ég nefna að þar sá maður töluvert um að fólk klæddist lopapeysum sem „trend“ en það hafði ég ekki séð mikið af hér heima. Hvað reiðskó varðar er ég næsta viss um að þá sá ég fyrst og þá rétt sniðnar buxur við (jodhpur snið) á fjórðungsmótinu á Gaddstaðaflötum við Hellu árið 1981. Ég fór gagngert frá Akureyri með nokkrum félögum til að horfa á mótið; í minningunni stendur upp úr sigurvegarinn í flokki klárhesta með tölti, Vængur frá Kirkjubæ, setinn af eiganda sínum Jóhanni Friðrikssyni í Kápunni í téðum reiðskóm og skó- buxum og svo var það sviðsetning Skúla skeiðs á kvöldvökunni en kvöldvakan á þessu móti er sú albesta sem ég hef upplifað á nokkru hesta- mannamóti fyrr eða síðar. Eins og ég kom að áðan voru reiðstígvélin alls ráðandi hér á landi, sú tegund sem almennt var kölluð Aigle-stígvél hvort sem þau voru alveg öll frá þeim framleiðanda eða ekki, var allsráðandi nema kannski á köldustu dögum að hyggið fólk fór í stígvél eins og t.d. hin klassísku Víking stígvél og þykka ullarleista. Þegar ég hins vegar kom erlendis sá ég inn í aðra veröld, eins og ég hef þegar minnst á, en vil bæta við kynnum mínum af frábærum vetrarreiðstígvélum en allsráðandi voru stígvél frá framleiðandanum Graninge, þar sem skórinn er úr hrágúmmíi en bolurinn úr leðri. Þarna sannast sem oftar að glöggt er gests augað. Stígvél hafa þá kosti fram yfir skó að veita heilstæðari vörn fyrir vætu, snjó og óhreinindum og séu þau úr leðri hafa þau góða öndunareigin- leika enda leðrið frábær náttúruafurð en þarf umhirðu við. Reiðskór og legghlífar koma svo að nokkru marki að sama gagni. Á þeim áratugum sem liðnir eru síðan það gerðist sem þessi upprifjun nær til hafa gríðarlegar breytingar orðið á reiðfatnaði Íslendinga. Stíg- vélin lotið mjög í lægra haldi fyrir reiðskóm, skóbuxur nær alveg tekið yfir frá hefðbundnum stígvélabuxum. Vissulega sést nokkuð af fallegum sýningastígvélum úr leðri, mætti þó vera algengara finnst mér persónulega. Einkum þykir mér þó einkennilegt hversu óalgengt það er að nota sér- hönnuð vetrarreiðstígvél en þau eru frábær til að halda hlýju á fótum í frosti og snjó og verja svo fyrir slabbi og drullu þegar þannig viðrar. Læt ég umfjöllun þessari lokið að sinni en mun seinna meir víkja aftur að ýmsum fróðleik og umþenkingum um fararbúnað af ýmsum toga, svo notað sé orðfæri fræðaþularins í Skógum en undir fararbúnað fellur fjölmargt annað í reiðbúnaði en bara föt og skófatnaður. Kristinn Hugason flutti ég fyrirlestur um héraðslækningar fyrir sérnámshópinn í Reykjavík. Jú, auðvitað af skyldu, en einnig því þetta fag skiptir mig svo miklu máli, á svo vel við mig. Það að vinna í „héraði“ er töluvert fjölbreyttara starf en á höfuðborgarsvæðinu. Einnig allt öðruvísi starf. Að vinna og búa í minna samfélagi þar sem allir þekkja alla hefur bæði sína kosti og galla. Læknirinn er hluti af samfélaginu og tekur þátt í því sem einstaklingur. Hann hittir einnig í sínu starfi fjölskyldumeðlimi, vini, nágranna, gamla skólafélaga og kennara í almennri móttöku eða á vakt, þar sem hafa orðið slys eða veikindi. Þetta er sérstakt en skemmtilegt og gefandi. Við læknar lendum oft á milli tannanna á fólki, sem Kornelíus, - þú varst höfuðgarpur gildur, glöggur ræktir þínar skyldur, leystir vel svo margvís mál. Þekkt var að í þínu húsi þörfum sinnti viljinn fúsi, heill og trúr af hjarta og sál! Kornelíus, - rétt þinn hugur reis með dyggðum röskur bæði í sæmd og tryggðum, sögðu allir sannleik þann. Gyðingar þig mikils mátu, metið þig með réttu gátu, kynntu þig sem kostamann! Kornelíus, - trú þín yfir aldir ljómar, í þér barstu, – sonur Rómar, eftir Drottni þínum þrá. Hvergi á verði sæmdar svafstu, sálu þinni vitnið gafstu dýrmætt hverjum degi á! Kornelíus, - er þú Drottni okkar mættir, að hans tign þú hlýðinn gættir, orðin mæltir heil og hlý. Leiðina til lífsins fannstu, lausnarmálið stærsta vannstu þér til handa eilífð í! AÐSENT | Rúnar Kristjánsson Hundraðs- höfðinginn 05/2020 9

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.