Feykir - 25.03.2020, Side 7
sem voru haldin, sem mér
finnst kannski vanta að við
gefum okkur tíma til í dag.
Saumanámskeið, prjónanám-
skeið og svo var vinnuvakan
þannig að þær fóru helgi í
Löngumýri og saumuðu þar og
útbjuggu fyrir basarinn í lokin,“
segir Ásbjörg og er þar að vísa í
vinnuvöku Sambands skag-
firskra kvenna en þá koma öll
félögin í Skagafirði og vinna
saman. Ingibjörg minnist þess
að á saumanámskeiðunum hafi
félagar saumað sér sparikjóla og
fermingarkjóla á dæturnar og
alls konar annað fínt, enda ætíð
fenginn góður kennari.
Eins og sést á upptalningu
viðfangsefna upphafsáranna
hafa mörg framfaramál verið
sett á oddinn og ávallt þurft að
afla tekna og málefnin breyst í
takti við tíðarandann. „Já, það
hefur alltaf þurft að afla
peninga. Meðal annars vorum
við með kartöflugarð og settar
niður kartöflur sem voru svo
seldar. Svo var verið að halda
kökubasara og spilavistir, sem
haldnar voru nokkuð oft, og svo
seldum við jólakort. Svo höfum
við séð um erfidrykkjur fyrir
Nesbúa og ýmsar kaffiveislur og
jafnvel bakað laufabrauð og selt.
Þetta er það sem mest var á
döfinni þá,“ segir Ingibjörg,
sem gekk í félagið árið 1971.
„Við vorum að afla peninga til
að geta gefið í líknar- og
menningamál en við reyndum
að gefa í góð málefni. Okkur
voru oft send bréf með beiðni
um styrk í hin ýmsu mál og sem
ennþá er gert,“ segir Ingibjörg
og nefnir að t.d. hafi
Heilbrigðisstofnunin alltaf
notið góðs af.
Ásbjörg bætir við að hún eigi
þá æskuminningu í kringum
jólin að þegar kvenfélagsfundir
voru haldnir var farið með
smákökurnar af bænum til að
leyfa öðrum að smakka. „Þú
getur ímyndað þér hvernig það
var sem krakki þegar smá-
kökurnar fóru,“ segir hún
hlæjandi en bætir við að það
hafi nú ekki verið klárað úr
baukunum svo jólunum var
bjargað. Hún segir kvenfélagið
alltaf hafa haldið jólaböll og
súkkulaðiveislu sem fylgdi því
og þá hafi þær fengið hjálp frá
eiginmönnum í jólasveinavinnu.
Þrátt fyrir mikla og góða
starfsemi í gegnum árin hjá
Kvenfélagi Rípurhrepps hefur
það einnig gengið í gegnum
erfiða tíma. Þannig fór að
starfsemi þess minnkaði það
mikið að hún lá nánast í dvala á
árunum milli 1930 og 1950.
Árið 1951 var síðan blásið í
glæðurnar og félagið reist við á
ný og fundur haldinn að Hamri
þar sem um 15 konur mættu.
Þær Ásbjörg og Ingibjörg segja
að auðvitað hafi þetta alltaf
verið sama félagið. „Það hætti
ekki, starfsemin lá bara niðri á
tímabili,“ segja þær.
Á þessum endurreisnartíma
var ákveðið að kaupa spunavél
sem mikið var notuð en slík vél
er ætluð til að spinna þráð og
tók við af rokkunum. „Ég man
þegar ég var að fara út eftir með
mömmu að spinna en vélin var
þá staðsett á Svanavatni. Hún
var mikið notuð til að spinna
svokallað eingirni, fínt ullar-
garn, sem notað var m.a. í
prjónaföt. Þar var prjónað
ýmislegt m.a. nærföt á karlana,
skyrtubolir sem maður var í
sem krakki. Þær áttu prjónavél
heima, mamma og Sigga
móðursystir mín, og prjónuðu
helling á þá vél. Ég held að þessi
spunavél hafi þótt þarfaþing,“
segir Ingibjörg. Það var svo um
1970 sem ráðist var í byggingu
félagsheimilis í Hegranesinu og
að sjálfsögðu tók kvenfélagið
þátt í því og eignaðist 10% í
húsinu.
Starfsemin öflug í dag
Á tímum allsnægta og of-
framboðs á hvers kyns af-
þreyingu mætti ætla að
starfsemi kvenfélaga ætti erfitt
uppdráttar en þær Ásbjörg og
Ingibjörg eru ekki sammála því.
Starfsemi Kvenfélags Rípur-
hrepps stendur í miklum blóma
og næg verkefni. M.a. eru
haldin ýmis námskeið, jólaballið
á sínum stað og Vinnuvaka SSK
svo eitthvað sé nefnt. Þá er
einnig farið á dvalarheimilið
reglulega og heilsað upp á fólk.
„Við förum með ís og ávexti og
syngjum og reynum að
skemmta heimilisfólkinu.
Kvenfélögin í Skagafirði skiptast
á um að gera þetta einu sinni í
mánuði. Fólkinu finnst þetta
virkilega gaman og við leyfum
yngri börnunum að koma með
okkur og það gleður þau líka,“
segir Ingibjörg.
Í tilefni tímamótanna nú,
segir Ásbjörg félagsmenn ætla
að lifa, njóta, borða og dekra við
sjálfa sig meðfram fjáröflunar-
verkefnum. „Við vorum með
jólaball og í tilefni afmælisins
var öllum sveitungum boðið
sérstaklega. Oft er það þannig
að þeir koma bara sem eiga
börn en núna var mjög vel mætt
og flestallir sveitungar, sem ætla
ekki að missa af þessu aftur.
Þetta var mjög góð stund. Það
var veislukaffi og fólk sat og
spjallaði og náttúrulega dansað í
kringum jólatré og skemmtilegir
jólasveinar komu í heimsókn,“
segir Ásbjörg.
Hún nefnir fleira sem er á
döfinni en líklega verða
einhverjar breytingar, alla vega
frestanir á einhverjum verk-
efnum vegna COVID-19, þar
sem ýmislegt hefur breyst í
samfélaginu frá því viðtalið var
tekið upp. Meðal þess er
markaður sem settur var á
dagskrá sumardaginn fyrsta, 23.
apríl, með sumarkaffi og fleiru.
Lifa, njóta, borða
Til þess að hvert félag haldi lífi
þarf endurnýjun félagsmanna
og það hefur Kvenfélag
Rípurhrepps þurft að reyna líkt
og sagt er frá hér fyrr í greininni
þegar starfsemin var í láginni
fyrir miðja síðustu öld. Fyrir
átta árum stóð félagið frammi
fyrir svipuðum aðstæðum og
munaði litlu að það hefði
lognast útaf. „Við vorum að
verða svo fáar og margar orðnar
gamlar. Við sáum ekki annað en
að þetta félag yrði svæft á ný, ef
ekki kæmu yngri konur inn.
Það var gerð gangskör að því að
athuga hvort ekki væri hægt að
fá einhverjar konur til að ganga
í félagið,“ segir Ingibjörg, „Og
þær flykktust bara margar í
félagið, ungar konur, þannig að
þetta tók kipp á ný.“
Þær stöllur eru sammála
blaðamanni um það að aftur
séu þeir tímar að koma að
konur séu tilbúnar að ganga í
kvenfélög. „Fólk vill að þessi
félög starfi og þau mega bara
ekki leggjast niður,“ segir
Ingibjörg og Ásbjörg kinkar
kolli til samþykkis. „Þetta er
mikið að lifna við aftur og
margar konur að taka þátt og ég
held að fólk verði áfram í
kvenfélagi. Ég held að kvenfélög
haldi áfram að vera eins konar
líknarfélög sem styrkja góð
málefni en líka að starfsemin
verði meira félagslegt, að hittast
og gera eitthvað skemmtilegt
saman, ekki bara að baka og
vera að selja,“ segir formaður-
inn. Í dag telur Kvenfélag Rípur-
hrepps16 konur og segir Ás-
björg pláss fyrir fleiri. En þurfa
félagsmenn að tengjast eða búa í
Rípurhreppi?
„Nei, alls ekki. Það eru allir
velkomnir að lifa, njóta, borða!“
segir hún brosandi og vill hvetja
áhugasamar konur til að hafa
samband við sig eða aðra í
stjórninni ef áhugi er til að
gerast félagskonur. Með Ás-
björgu sitja í stjórn, Edda María
Valgarðsdóttir, en þær systur
eru einmitt afkomendur Sigur-
laugar Gunnarsdóttur, stofn-
anda félagsins, og Steinunn
Arndís Auðunsdóttir, sú eina í
stjórninni sem býr í Hegranesi.
félagsins í yfir 20 ár. Þær eru
sammála um það að frum-
kvöðlarnir hafi verið stórhuga
og framsýnar konur og hljóta
að hafa verið kraftmiklar.
„Ég hef gluggað mikið í
fundagerðarbækur allt frá 1952
og finnst gaman að lesa hvað
var gert. Öll þessi námskeið
Frá aðalfundi sem haldinn var í Áshúsi í febrúar sl. en það var byggt á árunum
1883-1886 í Ási í Hegranesi og flutt að Glaumbæ árið 1991. Hjónin Sigurlaug
Gunnarsdóttir og Ólafur Sigurðsson, sem byggðu húsið, stóðu oft fyrir námskeiðum
í Ási, bæði fyrir stúlkur og drengi og héldu skagfirska kvennaskólann á heimili sínu
1877, fyrsta árið sem hann starfaði. Markmiðið með byggingu hússins var einmitt
að hýsa skólann þar, en af því varð þó ekki. Búið var í húsinu til 1977. Þá höfðu
fjórar kynslóðir sömu fjölskyldu búið þar, segir í texta um húsið á vef Byggðasafns
Skagfirðinga.
Á myndinni eru þær Steinunn Arndís Auðunsdóttir, Edda María Valgarðsdóttir, Elín
Petra Gunnarsdóttir, Ragnheiður (Hebba) Ólafsdóttir, Embla Björnsdóttir, Sigurlína
Erla Magnúsdóttir, Hildur Þóra Magnúsdóttir, Ásdís Helga Arnarsdóttir og Ásbjörg
Valgarðsdóttir en á bak við hana má sjá búninginn fræga sem Sigurlaug, stofnandi
félagsins, saumaði á sínum tíma.
Hér eru þær systur Jónína og Sigríður Sigurðardætur á saumanámskeið sem haldið
var á Egg 1965. Með þeim er Sigríður Jónsdóttir húsfreyja á Hamri.
Prúðbúnar konur á afmælishátíð árið 1976 en þá var haldið upp á það að 25 ár
voru frá því að félagið var reist við á ný eftir tveggja áratuga svefn. F.v. Jónína á Egg,
Edda í Ási, Sigríður á Svanavatni, Lauga á Kárastöðum, Sólveig á Ríp, Salbjörg í
Eyhildarholti, Sigrún á Hamri og Sigríður á Hamri. Þær tvær sem eru á bak við eru
þær Kristín í Keldudal og Ingibjörg í Ketu.
Minnst var þess er 50 ár voru liðin frá endurvakningu Kvenfélagsins í Nesinu og
komu félagskonur saman af því tilefni. F.v. Sigríður Jónsdóttir, Ingibjörg Jóhannes-
dóttir, Sólveig Júlíusdóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Sigurbjörg
Valtýsdóttir, Sigrún Hróbjartsdóttir, Jónína Sigurðardóttir og Ragna Hróbjartsdóttir.
12/2020 7