Feykir - 25.03.2020, Page 8
þeirra kvenna sem ekki
hafa þann möguleika að
koma sér hratt og örugglega
á næsta fæðingarstað.
Sú tilhugsun að sitja í bíl
með hríðar og þurfa að
ferðast yfir Öxnadalsheiði
í misjöfnu veðri þegar þú
ert komin af stað í fæðingu
er langt frá því að vera
óskastaða, en þetta er sú
heilbrigðisþjónusta sem við
búum við í dag. Þótt margt
sé betra við að búa úti á
landi þá er ég ákaflega fegin
því að hafa ekki þurft að
ferðast alla þessa vegalengd
með hríðar og koma mér
svo aftur heim með nýfætt
barn að vetrarlagi þegar allra
veðra er von. Ég dáist að
þeim konum sem þurfa að
leggja slíkt á sig, þær eiga
hrós skilið.
Í frítíma okkar reynum við
fjölskyldan að vera dugleg
að njóta þeirrar fegurðar
sem landið hefur upp á að
bjóða. Heimahagarnir toga
engu að síður alltaf í mann
og nýt ég hverrar stundar
vel sem ég get varið með
fjölskyldunni í Skagafirði.
- - - - - -
Ég skora á Ragnhildi
Sigrúnu Björnsdóttur sem
næsta pistlahöfund.
Heimahagarnir toga
ÁSKORANDAPENNINN | palli@feykir.is
Sauðárkrókur er lítill og
rólegur bær sem ég var svo
heppin að fá að alast upp
í. Ég er fædd og uppalin á
Sauðárkróki en þegar ég
var á átjánda ári pakkaði
ég í tösku og flutti suður.
Að flytja frá heimavelli
voru mikil viðbrigði fyrir
mig en aftur á móti hefur
borgarlífið einhvern veginn
alltaf átt vel við mig. Það voru mikil forréttindi að fá
að alast upp úti á landi og
eyða barnæskunni þar.
Núna, þegar ég er nýorðin
móðir þá hugsa ég oft til
þess hvort væri ekki málið
að flytja aftur heim, jú ég
vil auðvitað að barnið mitt
fái að upplifa það sama og
ég, þau forréttindi að fá að
alast upp í náttúrunni. Ég hef
komið mér vel fyrir ásamt
manninum mínum í einu
af úthverfum Reykjavíkur
nánar tiltekið Úlfarsárdal.
Úlfarsárdalur minnir mig oft
á það að búa á Króknum,
lítið og rólegt hverfi þar sem
stutt er í náttúruna. En þrátt
fyrir það finn ég hvað mest
fyrir fjarlægðinni, fjarlægðinni
frá fjölskyldunni nú þegar
ég er að ala upp mitt fyrsta
barn. Ég hugsa til systra
minna sem áttu sín börn
fyrir norðan með foreldra
mína í næsta húsi og gestir
á hverjum degi sem kíktu við
í eins og einn kaffibolla með
litlum sem engum fyrirvara.
Hér í höfuðborginni er annar
bragur á heimsóknum, fólk
hringir á undan sér og boðar
komu sína í heimsókn með
fyrirvara enda um meiri
fjarlægðir að ræða þar sem
það tekur lengri tíma að
koma sér á milli staða.
En að öðru. Í gegnum tíðina
hefur sá orðrómur einkennt
Reykjavík að það sé ekki
spennandi að eignast börn
í Reykjavík. Eins og kom
fram hér að framan þá
eignaðist ég nýlega mitt
fyrsta barn og fékk því að
kynnast því sjálf hvernig það
er að eiga og ala upp barn
í Reykjavík en uppeldi og
fæðing eru tveir ólíkir þættir.
Að eignast barn er dásamleg
upplifun í alla staði, ég
var einstaklega heppin og
átti dásamlega fæðingu
þar sem ég var komin á
fæðingardeildina skömmu
eftir að ég yfirgaf heimili
mitt. Þegar ég hugsa til baka
þá hefur það tekið mig um
tíu mínútur að komast á
fæðingardeildina. Eftir þessa
upplifun mína af fæðingu í
Reykjavík get ég ekki annað
en hugsað heim á Krók til
Pála Rún með manni og barni. AÐSEND MYND
Pála Rún Pálsdóttir brottfluttur Króksari
Hafðu samband!
Hafðu samband í síma 455 7176
eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is
8 12/2020
Heilir og sælir lesendur góðir.
Það er sá ágæti Þormóður Pálsson sem er
höfundur að fyrstu vísunni að þessu sinni.
Helgimyndir heimskunnar
hyllir blindur fjöldinn.
Svo fer yndi æskunnar
allt í syndagjöldin.
Nú fyrir stuttu sá ég á prenti í blaði ágæta
vísu sem ég hef kunnað mjög lengi, er hún
þar sögð eftir Böðvar Bjarkason. Aldrei hef
ég, svo muni til, heyrt vísur eftir þann mann
en ef mig misminnir ekki hrapalega er sú
umrædda vísa eftir okkar góða húnvetnska
vin og snjalla hagyrðing, Bjarna frá Gröf.
Bið ég lesendur að gefa mér upplýsingar þar
um ef þeir kunna vísuna.
Öli hresstur ekki sést
eins og prestur breyti.
Nú er flest sem fannst mér best
farið að mestu leyti.
Fleira þarf vitna við lesendur góðir. Sé á
prentuðu blaði í sama dóti aðra mjög kunna
vísu. Er hún þar talin eftir Kristmann Guð-
mundsson, finnst mér ég ekki muna fyrir víst
að það sé rétt og bið um að fá frá lesendum
staðfestingu á því, ef þeir þekkja vísuna.
Gegnum lífið létt að vanda
liðugt smó hann,
nennti síðast ekki að anda
og þá dó hann.
Eins og flest allir vita eru oft hörð átök í
pólitíkinni. Þegar andstæðingar Framsókn-
arflokksins héldu því fram að hann væri
með skottið á milli fótanna, greip Hjálmar
Freysteinsson tækifærið og orti svo:
Þetta gerir Framsókn flott
fínn er þeirra siður.
Ýmist reisir upp sitt skott
eða leggur niður.
Um svipað leyti var mikið rætt í fréttum um
biluð klósett við Dettifoss. Af því tilefni orti
læknirinn Hjálmar:
Í veröld hér er varla að finna
vandfengnara hnoss
en að ganga örna sinna
austur við Dettifoss.
Enn kemur vafaatriði sem mig langar að vita
meira um. Er þar um að ræða fallega vorvísu
sem sögð er eftir Kristján Bjarnason. Finnst
mér það ekki beint trúverðugt og bið enn
um upplýsingar um höfund að henni, er
vísan mér vel kunn og held að um misritun
gæti verið að ræða.
Vægir rosa og veðra þyt
vermist flos á steini.
Gegnum mosans gróðurlit
guð er að brosa í leyni.
Eina staka vísu fann ég í dótinu og er hún
reyndar höfundarlaus. Tel mig muna fyrir
víst að hún sé eftir Ágúst Sigfússon og mun
hann þar vera að lýsa stúlkum sem honum
varð starsýnt á á dansleik.
Vísnaþáttur 756
( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is
Agn það gerist ýtum ljóst
ævi sér þó stytti.
Handlegg beran hafa og brjóst
huldar eru um mitti.
Vel er við hæfi á slíkum tímum og við nú
lifum að rifja næst upp þessar vetrarvísur
Ingólfs Ómars.
Vetrar geisa veður stríð
viknar fjallahringur.
Þekur stalla, holt og hlíð
hvítur mjallarbingur.
Stjörnum prýdd er himinhöll
helköld nóttin svarta.
Glottir máni, glóir mjöll
greinar hélu skarta.
Að lokum þessi frá Ingólfi.
Ungur dáði óðarkvak
unni Grími og Páli.
Nam ég þeirra tungutak
tært í bundnu máli.
Einhverju sinni var Kristján frá Djúpalæk
beðinn um að yrkja afmælisvísu til forstjóra
elliheimilisins á Akureyri fyrir hönd
vistmanna. Kristján brást vel við og orti:
Árum saman okkar þú
ellistyrkinn hirtir.
Hér við saman söfnumst nú
sem þú ekki myrtir.
Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins
héldu fund á Siglufirði um það leyti sem farið
var að tala í alvöru um Héðinsfjarðargöng.
Meðal þeirra var Halldór Blöndal, þá
samgönguráðherra, taldi hann að hægt
væri að byrja fljótt á verkinu. Séra Hjálmar
Jónsson, sem einnig var á fundinum, mun
þá hafa ort svo:
Allt mun takast ef menn þora
áhuginn kveikir bálið.
Við skulum Halldór byrja að bora
í bítið í fyrramálið.
Þegar Ólafur Jens Sigurðsson, þá prestur í
Borgarfirði, var að byggja sér hús, mun, að
loknum erfiðum steypudegi, Jakob bóndi á
Varmalæk hafa ort svo:
Mótin fyllast meðan prestsins andi
mætti þrunginn svífur yfir landi
heiður og hreinn.
Menn horfa á sín handarverk að lokum
hér var steypt úr gríðar mörgum pokum
utan um einn.
Gleður okkur þá að ljúka með þessari ágætu
vísu Jakobs, sem sumir töldu að ort hefði
verið er Jón Baldvin lét af ráðherraembætti.
Leitt er mjög en samt er satt
að sumir geta bara
vakið yndi og aðra glatt
er þeir kveðja og fara.
Veriði þar með sæl að sinni.
/Guðmundur
Valtýsson
Eiríksstöðum,
541 Blönduósi
Sími 452 7154