Feykir


Feykir - 25.03.2020, Side 9

Feykir - 25.03.2020, Side 9
FRÓÐLEIKUR FRÁ BYGGÐSAFNI SKAGFIRÐINGA Inga Katrín D. Magnúsdóttir skrifar Um nýtni og viðgerðir Í auknum mæli er rætt um nýtingu hluta og endurvinnslu af ýmsu tagi. Við lifum í einnota samfélagi þar sem tíðkast jafnvel að nota bolla einu sinni og henda svo. Við hendum fatnaði sem komið er gat á, í stað þess að lagfæra hann. Við hendum jafnvel óskemmdum fötum, bara vegna þess að við erum leið á þeim. Verðmætamat hefur tekið gríðarlegum breytingum á síðustu áratugum. Frá fyrri hluta 20. aldar hefur orðið mikil breyting á samfélaginu sem þróaðist úr bændasamfélagi sjálfsþurftar, í neyslu- miðað iðnaðarsamfélag nútímans. Í kjölfarið bættist hagur fólks og hegðun er varðar efnismenningu breyttist með. Í samfélagi 19. aldar átti hinn almenni borgari tiltölulega fáar eignir, þeir allra fátækustu áttu varla föt til skiptanna. Eigur fólks urðu fyrir vikið mjög dýrmætar. Þegar hlutir skemmdust, var reynt að lagfæra þá. Þegar ekki var hægt að laga hluti var leitast við að nýta þá á annan hátt. Kaupstaðaferðir voru fátíðar og ekki var „skroppið í búðina“ við minnsta tilefni. Fólk þurfti því að vera nægjusamt og bjarga sér þegar það gat. Ýmsir gripir sem söfn varðveita bera merki fortíðar sinnar og notkunar. Þeir eru misgamlir, mismikið notaðir og í ýmiskonar ásigkomulagi. Sumir gripir virðast hanga saman á lyginni einni, en það eru oft þeir gripir sem segja okkur mest um verðmætamat eigenda þeirra. Hjá Byggðasafni Skagfirðinga eru margir gripir sem sýna viðleitni fólks til að gjörnýta eigur sínar. Sumir gripir varð- veita hugmyndaauðgi í viðgerðum og aðrir hugmyndaflug í nýtingarmögu- leikum. Nálhús frá Hóli í Lýtingsstaðahreppi. Gömul patróna (skothylki) hefur fengið nýtt hlutverk sem nálhús. Hatturinn er úr nýsilfri. Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra biðlar til einstaklinga á Norðurlandi vestra sem eru í sóttkví, hvort heldur að eigin frumkvæði, samkvæmt fyrirmælum sóttvarnarlæknis eða af öðrum ástæðum, að skrá sig með því að hringja í síma 855 9017 milli kl. 9:00 – 17:00, eða senda tölvupóst á póstfangið nvsottkvi@gmail.com með símanúmeri viðkomandi. Steikarfat frá Vatnskoti í Hegranesi. Fatið hefur brotnað og sprungið, en verið spengt með garnspotta og járnvír. Það hefur sennilega verið soðið saman með mjólk eða álíka efni, eins og stundum var gert. MYNDIR: BYGGÐASAFN SKAGFIRÐINGA Klyfberi frá Kálfárdal. Klyfberinn hefur verið styrktur með járnspöngum beggja vegna og annar klakkurinn hefur verið styrktur með slitinni folaldaskeifu. Spónn, sennilega kominn frá Kálfsstöðum. Spónn- inn hefur brotnað á mótum skafts og blaðs og verið spengdur saman með nýsilfri. Á skaftið er skorið með höfðaletri: niottu v(el), og neðan á það eru skornir stafirnir K.G. Gæruhnífur, úr ljáblaði frá Kálfárdal. Hnífurinn sýnir endurnýtingu efnis, þar sem ljáblaðsbroti er veitt nýtt hlutverk sem hnífur. Tóbaksponta úr horni og silfri. Til að festa silfrið hafa verið boruð göt í hornið og eir- og járnvír stungið þar í. Diskur, renndur úr furu. Tvíbrotinn og spengdur saman með bómullarspotta. Miðlæg afleysinga- þjónusta fyrir bændur COVID-19 | Viðbragðsáætlun í landbúnaði Bændasamtökin í samstarfi við aðildarfélög sín vinna að því að koma á fót miðlægri afleysingaþjónustu fyrir bændur og er því óskað eftir áhugasömum aðilum til að skrá sig á viðbragðslista með það fyrir augum að taka að sér tímabundna afleysingu á búum, komi til þess að bændur veikist vegna COVID-19. Skráning er í netfangið afleysing@bondi.is. Bent er á nauðsyn þess að bændur hafi aðgengilega vinnuhandbók komi til þess að kalla þurfi til afleysingu á búinu en Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur útbúið grunn að viðbragsáætlun fyrir helstu gerðir búrekstrar sem byggð er upp með það að markmiði að auðvelda bændum greiningu á lykilþáttum starfseminnar með sniðmáti til að skrá mikilvæga þætti og aðrar nauðsynlegar upplýsingar. Áætlunin miðast einkum við bú sem rekin eru af einyrkjum þar sem aðrir eru lítið inni í daglegum störfum en getur einnig nýst stærri búum þar sem viðbragðsáætlanir eru ekki nú þegar til staðar. /PF Hafðu samband! Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is 12/2020 9

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.