Feykir


Feykir - 25.03.2020, Qupperneq 11

Feykir - 25.03.2020, Qupperneq 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Snúður Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Feykir spyr... Hvað finnst þér um viðbrögð íslenskra ráðamanna við COVID-19? Spurt á Facebook UMSJÓN : frida@feykir.is „Það er sjálfsagt endalaust hægt að þrefa eitthvað yfir því. En ég efast um að aðrar leiðir hefðu verið betri.“ Eydís Magnúsdóttir Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Ótrúlegt - en kannski satt... Lifesavers er amerískt sælgæti, hringlaga brjóstsykur sem líkist björgunarhring og er nafnið af því komið. Sælgætið er í áberandi umbúðum, marglita og með ávaxtabragði. Clarence Crane í Garrettsville, Ohio hóf framleiðslu þess árið 1912 sem „sumar nammi“ sem átti að þola hita betur en súkkulaði. Ótrúlegt, en kannski satt, þá er heimsmetið í að halda brjóstsykurshringnum órofnum, í munni sér, 7 klst. og 10 mínútur. Tilvitnun vikunnar Maður er ekki gamall fyrr en eftirsjáin hefur komið í stað draumanna. – John Barrymore „Það er vissulega ekki ein rétt leið í þessu. Það er mikilvægt að setja reglur til þess að hefta útbreiðslu Covids en veita líka undanþágu ef í sumum tilfellum þessi bönn gera illt verra.“ Hlín Christiane Mainka Jóhannesdóttir „Ég er mjög sátt við fagleg og yfirveguð vinnubrögð stjórnvalda við þessari vá.“ Sjöfn Guðmundsdóttir „Ég er mjög ánægð með hvernig brugðist hefur verið við hér á landi.“ Margrét Berglind Einarsdóttir Bakstur til afþreyingar Marga vantar eflaust eitthvað til að hafa fyrir stafni þessa samkomulausu daga sem nú ganga yfir. Fátt er eins róandi og að sletta í form, eins og sagt er, að minnsta kosti ef allt gengur smurt fyrir sig. Hér fylgja þrjár góðar uppskriftir sem eiga það sameiginlegt að vera fremur auðveldar viðureignar og auk þess er afraksturinn bara hinn bragðbesti. BAKSTUR 1 Kotasælubollur 30 g smjör, brætt 50 g ger 5 dl volg mjólk 100 g kotasæla 1 tsk. salt ½ msk. sykur 3 msk. sesamfræ 650 g hveiti 1 egg sesamfræ til skrauts Aðferð: Látið gerið jafnast út í volgri mjólkinni. Bætið smjöri, salti og sykri út í. Blandið sesamfræjum eða hörfræjum, kotasælu og hluta af hveitinu út í. Hrærið vel. Stráið hveiti yfir og látið hefast undir klút á hlýjum stað í 30-40 mín. Sláið deigið niður með sleif. Hnoðið meira hveiti upp í deigið en ekki öllu í einu þar sem ekki er víst að þörf sé á því öllu. Hafið deigið það blautt að það rétt losni frá borðinu. Mótið bollur og setjið þær á smurða bökunarplötu og látið þær hefast undir klút í 15- 20 mín. Penslið bollurnar með sundurslegnu eggi og stráið sesamfræjum yfir. Bakið í u.þ.b. 12 mín. við 225°C. Mjög góðar bollur með uppáhalds ostinum eða góðu salati. (Uppskriftin er fengin af vef Mjólkursamsölunnar, ms.is) BAKSTUR 2 Hrökkbrauð 1 dl graskersfræ 1 dl sesamfræ 1 dl haframjöl 1 dl sólblómafræ 1 dl hörfræ 3½ dl rúgmjöl 2 dl kalt vatn 1¼ dl ólífuolía eða önnur góð olía 1 tsk. lyftiduft 2½ tsk. Maldon salt Aðferð: Allt sett í hrærivélarskál og hnoðað eða hrært þangað til blandan verður jöfn og þétt. Skipt til helminga og hvor þeirra flattur út þunnt með kökukefli og bökunarpappír hafður undir og ofan á. Síðan lagt á bökunarplötu. Þar er deigið skorið í ferninga (t.d. með pizzuhníf). Stærðin fer eftir smekk. Bakað við 200° hita í u.þ.b. 15-20 mínútur eða þangað til brauðið er stökkt. Kælt á ofnrist. Ekkert mælir á móti því að prófa sig áfram með að nota saxaðar hnetur eða aðrar frætegundir ef hlutföllum er haldið réttum. Eins er kúmen tilvalið sem krydd í þetta hrökkbrauð. (Sótt á vef Leiðbeiningastöðvar heimilanna, leidbeiningastod.is) BAKSTUR 3 Bananakaka 100 g smjör eða smjörlíki 2 dl sykur 2 egg 4 dl hveiti 1 tsk. matarsódi 1 tsk. lyftiduft 3 vel þroskaðir bananar ½ dl mjólk Krem: 200 g rjómaostur, t.d. Philadelphia 50 g smjör eða smjörlíki 2 dl flórsykur 2 msk. kakó Aðferð: Hrærið smjör og sykur vel saman. Bætið eggjum út í, einu í einu og hrærið á milli. Blandið hveiti, matarsóda og lyftidufti við og hrærið saman. Stappið banana og bætið út í ásamt mjólk. Hellið í smurt form og bakið neðarlega í ofni við 175°C í u.þ.b. 45 mínútur. Hrærið saman rjómaosti og smjöri þar til áferðin er slétt. Blandið flórsykri og kakói við og hrærið. Smyrjið kreminu yfir kökuna. Hægt er að skreyta með bananasneiðum sé þess óskað. Verði ykkur að góðu! ( FEYKIR MÆLIR MEÐ ) frida@feykir.is Hrökkbrauðið. MYND AF NETINU 12/2020 11 Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Snælduhala held ég um. Harður er á snærunum. Inni á rafali er á ferð. Uppvafinn í kökugerð.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.