Feykir


Feykir - 25.03.2020, Page 12

Feykir - 25.03.2020, Page 12
COVID-19 | Fróðleiksmoli um baráttuna við spænsku veikina 1918 Þegar Norðurlandi var lokað Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 12 TBL 25. mars 2020 40. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 dreifðar byggðir sveitanna, þar sem hver maður og kona eru hlaðin nauðsynjastörfum, sem verða að leysast hvert á sínum tíma hvers dags ... Hann setti upp margfaldar varnarlínur til þess, ef sú fremsta bilaði þá skyldi vá- gesturinn stöðvast við þá næstu. Vörður var settur norðan og sunnan Holtavörðuheiðar, austan og vestan Stóravatnsskarðs, austan og vestan Litlavatnsskarðs, austan og vestan Kolugafjalls, austan og vestan Öxnadalsheiðar og austan og vestan Heljardalsheiðar.“ Þessar tilraunir báru góðan árangur. Hvort aðgerðir sem þessar séu raunhæfar nú á dögum skal ósagt látið; heimurinn er talsvert minni í dag en hann var í upphafi 20. aldar og fólkið fleira og ferðast um allar trissur á örskots hraða. Aftur á móti er heimurinn talsvert betur búinn til að berjast við svona vágest í dag og lykilatriði að fara eftir leiðbeiningum landlæknis og almannavarna í þeirri baráttu. /ÓAB Bændur í Alberta bera grímur til að smitast ekki haustið 1918. MYND AF NETINU Reyndist vera 12,66 m langur Búrhvalstarfurinn við Blönduós Sálin í lóninu Þegar ég var í Gnúpverjahrepp hjá móður minni réri ég eitt sinn suðrí Garði. Einn dag gerði á foraðsveður og sigldum við heimleiðis, Í lendingunni hvolfdi og drukknuðum við allir. Við höfðum seilað út fiskinn. Ráku upp líkin og seilarnar. Mig rak þar upp á malarrif. Þegar ég hafði legið þar nokkra stund leiddist mér sú lega og hljóp á fætur; sá ég þá sálina mína synda þar í einu lóni. Ég óð út í og gleypti hana. Þá sá ég að seilarnar voru reknar og lá ein ár á fjörunni. Ég tók árina og eina seil sem á voru nítján og tuttugu fiskar, Kippaði ég þá seilina upp á árina og lagði á öxl mér. Drífa var á hin mesta. Ég stefndi norðaustur til Henglafjalla, en alltaf dreif í ákafa. Þegar ég kom upp undir Hengilinn var snjórinn orðinn svo djúpur að árin náði ekki upp úr; þó hélt ég áfram, en vissi valla hvort ég stefndi. Þegar ég hafði lengi gengið niðrí snjónum hrapaði ég niður mikið hrap og fann að ég var í húsi. Ég þreifaði fyrir mér og þekkti ég var í eldhúsi móður minnar austrí Hrepp; og þótti mér hafa betur tekizt ferðin en ég vænti. Þjóðsögur Jóns Árnasonar Jón tófusprengur segir sögur Stórlygarar Sýni tekin úr búrhvalnum. MYND: NNV.IS Náttúrustofa Norðurlands vestra gerði rannsóknir á búrhvalnum sem rak á land við Blönduós í síðustu viku. Á heimasíðu stofunnar segir að dýrið hafi reynst vera 12,66 m búrhvalstarfur og dánarorsök ókunn og var dýrið tiltölulega ferskt og án áverka. Bjarni Jónsson, forstöðumaður Náttúrustofu NV, ásamt Ágústi Bragasyni, umsjónarmanni tæknideildar Blönduósbæjar, mældu dýrið og tóku vefjasýni til erfðafræðilegra rannsókna, sjúkdómagreininga og mögulega fleiri efnagreininga. Gríðarstór kjálki með tönnum var einnig tekinn til rannsókna og naut Náttúrustofan aðstoðar Blönduósbæjar og slökkviliðs við þá aðgerð en sýnin munu svo verða greind hjá Hafrannsóknastofnun. Búrhvalurinn verður fjarlægður, enda á óheppilegum stað við þéttbýli. /PF Ýmislegt hefur verið nefnt til sögunnar sem möguleiki í barátt- unni gegn útbreiðslu og smit- leiðum COVID-19 kórónaveir- unnar og þar á meðal er að setja heilu landshlutana eða byggðar- lögin í sóttkví. Þetta gerði Jónas Kristjánsson, læknir á Sauðár- króki, í félagi við fleiri lækna á Norðurlandi, árið 1918 í baráttunni við hina illræmdu spænsku veiki sem er talin hafa lagt að velli um 50 milljón manns og þar af um 484 Íslendinga. Spænska veikin var inflúensu- faraldur sem gekk yfir heiminn árin 1918-19 og er mannskæðasta farsótt sem sögur fara af. Á Wikipediu segir: „Veikin er talin hafa borist til Íslands með skipunum Botníu frá Kaup- mannahöfn og Willemoes frá Bandaríkjunum 19. október 1918, þann sama dag og fullveldi Íslands var samþykkt. Í byrjun nóvember höfðu margir tekið sóttina og þá er fyrsta dauðsfallið skráð. Mið- vikudaginn 6. nóvember er talið að þriðjungur Reykvíkinga hafi veikst. Fimm dögum síðar er talið að tveir þriðju íbúa höfuðborgar- innar hafi verið rúmfastir. Sérstök hjúkrunarnefnd var skipuð í Reykjavík 8. nóvember undir forystu Lárusar H. Bjarna- sonar lagaprófessors og var gerð áætlun þar sem borginni var skipt í þrettán hverfi. Gengið var í hús til að leita að þeim sem voru hjálpar þurfi. Allt athafnalíf lamaðist í Reykjavík. Talið er að 484 Íslendingar hafi látist úr spænsku veikinni, þar af 258 í Reykjavík. Þann 20. nóvember voru þeir sem létust í sóttinni jarðsettir í fjöldagrafreitum. Þá var veikin tekin að réna.“ Í Sögu Sauðárkróks (síðara bindi 1. hluta) segir að Jónas hafi fengið í „...lið með sér Steingrím Matthíasson lækni á Akureyri, Ólaf Gunnarsson á Hvammstanga og fleiri lækna á Norðurlandi til þess að friða Norðurland fyrir spönsku veikinni, eiginlega gegn fyrirmælum landlæknis, sem búinn var að gefa upp alla von um vörn vegna hins eftirminnilega hraða, sem hún greip um sig með ... á Suðurlandi og þeirrar lamandi skelfingar, sem hún leiddi yfir Reykjavík og aðra staði þar sem hún geisaði.“ Jónas taldi trú í fólkið, taldi að það að loka Norðurlandi gæti gefið góða raun en lækninum varð „... snemma ljóst, til hverra ógna það myndi draga, ef pestin næði tökum á mörgum heimilum út um Í Læknablaðinu árið 1921 er stutt frásögn af því hvernig Ólafi Gunnarssyni tókst að koma í veg fyrir útbreiðslu inflúensu- faraldursins, eða „spönsku veikinnar“ sem herjaði óvægi- lega á landsmenn haustið 1918. Gefum Ólafi orðið. Veikin komst hér inn í héraðið með sunnanpósti í nóv. Símaafgreiðsla var öll í ólagi vegna veikinda í Rvík, svo að ég fékk ekki leyfi til sóttvarnaráðstafana fyrr en veikin var komin inn í héraðið. Pósturinn lagðist í innfl. á Stað í Hrútafirði. Ég bjóst við að sóttvarnir myndu koma að litlu haldi við svo næma veiki, er hún var komin inn í héraðið, en vildi ekki leggja árar í bát. Í annan stað vissi ég ekki hve veikin kynni að vera útbreidd, en áreiðanlegt, að mikill hluti héraðsins var ósýktur. Ég tók það ráð að sóttkvía hvern einasta bæ í héraðinu út af fyrir sig í 10 daga. Tilkynning um þessa ráðstöfun var send með hraðboðum um hreppa og lesin upp á hverjum bæ, og brýnt fyrir hraðboðunum hvorki að smita aðra né verða fyrir smitun. Meiningin með þessari ráðstöfun var að fá að vita hve veikin væri útbreidd, og um leið að hefta frekari útbreiðslu. Þetta tókst, mest held ég vegna þess, hve fólkið var hrætt. Ljótar sögur gengu hér þá um það, hve pestin væri mannskæð í Reykjavík. Infl. kom upp á 5 bæjum. Á 2 bæjum í Hrútafirði, 2 í Miðfirði og einum í Víðidal, en breiddist ekki frekar út. Var allþung á 2 bæjum en enginn dó. Eftir 10 daga var öllum bæjum sleppt úr sóttkví nema þessum 5. Stysti meðgöngutími infl. virtist vera 2 dagar, en lengsti 6 dagar (eitt smitunartækifæri). Þessa sóttvarnatækni hefi ég hvergi vitað reynda, nema hvað 1-2 kollegar tóku hana upp, að ég held eftir mér. Svona ráðstöfun líðst ekki nema á sumum tímum árs, og aldrei nema stuttan tíma í senn, nema ef vera skyldi að svarti dauði kæmi hingað, sem vonandi kemur ekki fyrir. Ég fyrir mitt leyti held, að þetta hafi verið eina ráðið til þess að stöðva pestina í miðju þéttbýlu héraði, enda veit ég ekki til þess, að það hafi verið gert áður við infl. En Læknablaðið getur ef til vill upplýst það mál. Tekið úr Sögu Hvammstanga Spánska veikin í Húnaþingi 1918

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.