Feykir - 20.05.2020, Page 7
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Mót
Sudoku
FEYKIFÍN AFÞREYING
Krossgáta
Feykir spyr...
Ertu búin/n að
fara í klippingu
eftir að hár-
greiðslustofur
opnuðu aftur?
Spurt á Facebook
UMSJÓN : frida@feykir.is
„Já, búin að fara í klippingu
og litun."
Eyrún Guðmundsdóttir
Finna skal út eitt orð úr
línunum fjórum.
Ótrúlegt - en kannski satt...
Major League Baseball All-Star, einnig þekkt sem „Midsummer
Classic“, er árlegur hafnaboltaleikur atvinnumanna tveggja deilda,
American League (AL) og National League (NL). Allar helstu
stjörnur liðanna eru valdar af stuðningsmönnum, stjórnendum
og leikmönnum varaliða. Ótrúlegt, en kannski satt, þá eru aðeins
tveir dagar ársins þar sem engir leikir fara fram í MLB, NBA, NHL,
eða NFL, daginn áður og daginn eftir Major League All-Star
Game.
Tilvitnun vikunnar
“Sá sem upp elst iðjulaus, hann er næst því að deyja
ærulaus.” – Jón Vídalín
„Nei, fer 26. maí.“
Obba Ýr Einarsdóttir
„Já pantaði tíma um leið og
það var hægt. Ástandið var
orðið þannig að ég hefði hér
um bil getað endurtekið
fermingargreiðsluna.“
Solveig Pétursdóttir
„Nei, ég á eftir að láta klippa
mig. Gerði tvær heiðarlegar
tilraunir í síðustu viku að
„droppa" við á rakarastofu í
Vesturbænum. Ég þrjóskast
eitthvað við áfram þar sem
mér finnst afleitt að panta
tíma, haha! Held áfram að
detta inn úr dyrunum þegar
ég er á ferðinni þangað til
verður pláss í stólnum.“
Ólafur Jens Sigurðsson
Gott og fljótlegt á grillið
„Við heitum Þorbjörg Jóna Guðmundsdóttir og Einar Ólason og
búum á Sauðárkróki. Þorbjörg kemur úr Steinsstaðahverfinu í
Lýtingsstaðahreppi og vinnur í eldhúsinu hjá Gránu Bistro. Einar
kemur frá Kópaskeri og er smiður hjá Friðriki Jónssyni ehf. Ásamt
því erum við að byggja okkur einbýlishús að Iðutúni 6 í
„hjáverkum“, en við stefnum á að flytja inn í sumar,“ segja þau
Þorbjörg og Einar sem sjá um matarþátt vikunnar að þessu sinni.
Sumarið kallar á góða og fljótlega rétti sem auðvelt er að henda
á grillið.
AÐALRÉTTUR
Grillaður þorskhnakki
Þorskhnakki með roði (u.þ.b.
250-300 g á mann)
1 sítróna
½ dl ólífuolía
½ dl fersk basilikulauf
2 stk. hvítlauksrif
½ chilli
döðlur
Maldon salt
Aðferð: Skerið þorskhnakkann
niður í hæfilega bita. Rífið
sítrónubörk og skerið döðlur og
chilli smátt niður. Saxið
basilikulaufin ásamt hvítlauknum
og blandið saman við ólífuolíuna,
börkinn, döðlurnar og chilli og
berið á þorskinn. Gott að láta
marinerast í 30 mínútur áður en
grillað er og passið að það sé aðeins
af marineringunni ofan á roðlausu
hliðinni og saltið smá yfir.
Grillið síðan þorskinn á vel heitu
grilli í 10 mínútur á roðhliðinni
(alltaf á sömu hlið og best að láta
fiskinn vera á meðan hann er að
grillast svo hann detti ekki í
sundur.)
Borið fram með spicy maís og
steiktu/grilluðu grænmeti sem þið
eigið til í ísskápnum.
MEÐLÆTI
Spicy Maís
4 stk. maísstönglar
½ bolli majónes
1½ bolli sýrður rjómi
1 tsk. cayennepipar
1 lime (safi og börkur)
1 bolli af Feyki (nýr gæðaostur frá
KS)
paprikukrydd
Aðferð: Byrjum á að útbúa
dressingu. Blandið saman
majónesi og sýrðum rjóma og
kryddið með cayennepipar,
limesafa og rifnum berki. Blandið
2 msk. af rifnum Feyki út í. Grillið
maísstönglana í u.þ.b. 15-20
mínútur, penslið með dressingu í
lokin. Stráið síðan restinni af
( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR) frida@feykir.is
Þorbjörg og Einar á Sauðárkróki matreiða
Einar og Þorbjörg ásamt dótturinni Björgu Lilju. MYND ÚR EINKASAFNI
Feyki yfir og kryddið með
paprikukryddi.
AÐALRÉTTUR
Dásamlegt grillað
eplapæ
5-6 græn epli
2 tsk. kanill
2 msk. sykur
70 g súkkulaði
Aðferð: Flysjið eplin og skerið
þau í litla bita. Blandið sykri og
kanil saman og blandið við eplin.
Dreifið eplunum í eldfast mót
sem má fara á grillið og stráið
skorna súkkulaðinu yfir.
Deig:
80 g sykur
80 g smjör við stofuhita
80 g hveiti
50 g kókosmjöl
Hnoðið saman og dreifið síðan
yfir eplin. Grillið í 10-15
mínútur og fylgist vel með.
Borið fram með karamellusósu
og ís.
Verði ykkur að góðu!
Við viljum skora á Kolfinnu og
Helga Sæmund, samstarfsfélaga
og matgæðinga, að taka við
keflinu.
20/2020 7
Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar
Allt á fullu í íþróttum.
Atriði í byggingum.
Mikilsvert í myndlistum.
Meginþáttur elskendum.