Feykir - 03.06.2020, Side 7
Um þetta leyti var Kobbi á
Brekkunni2) með handavinnu-
kennslu drengja í efri bekkjum
barnaskólans. Veturinn 1959-
60, að ég tel, ákvað hann að
kenna netagerð. Um veturinn
riðum við strákarnir rauð-
maganet, eitt net á mann. Um
vorið var netið fellt með teinum,
en þá vantaði korkinn. Var þá
brugðið á það ráð að ganga út í
Bæ og fá leyfi hjá Birni3) til að
ganga fjörur og leita að korki.
Var það auðsótt og gengum við
Bæjarmölina út að Þórðarhöfða
og til baka. Söfnuðum við korki
og netakúlum í strigapoka sem
við bárum á bakinu inn í
Hofsós. Reyndar vildi Björn fá
að líta yfir fenginn og tók
heillegustu kúlurnar í rekaleigu.
Þótti okkur það súrt í broti.
Korkurinn var skorinn til og
bundinn á teininn, en í þá daga
var enginn maður með
mönnum nema að eiga
vasahníf. Aflangir litlir
fjörusteinar voru notaðir á
neðri teininn og var þá allt
tilbúið.
Á þessum tíma vorum við
mikið saman ég og Villi
Geirmundar4). Geirmundur5)
hafði fengið Gíma5) til að smíða
pramma og gefið Villa í
fermingargjöf og ákváðum við
að stunda rauðmagaveiðar um
vorið á prammanum. Þægi-
legast var að vera með net á
Rifinu, gjöful mið og stutt að
fara, en eldri menn í bænum
þóttust eiga þar allar netalagnir
og fóru sumir snemma á vorin
og lögðu kaðal á milli bóla til að
eigna sér lagnirnar. Urðum við
Villi því að finna önnur mið og
ákváðum að fara með netið inn
að Selsteini suður undir
Grafarósi en það var nokkur
róður. Í huga mér get ég ennþá
heyrt ískrið í árunum sem
bergmálaði undir bökkunum í
kyrrðinni á sólríkum vor-
morgnum.
Einu sinni vorum við hætt
komnir. Það hafði hvesst meðan
við vorum innfrá að vitja um og
farið að brjóta á Rifinu. Þar reið
að okkur alda en Villi var
snarráður og kippti í
stjórnborðsárina og beindi
prammanum upp í ölduna og
minnkaði þannig gusuna sem
við fengum inn í prammann.
Veiðin var þokkaleg, bæði
rauðmagi og grásleppa.
Mamma7) og Gauja8) elduðu
rauðmagann en hrognin fóru
inn á reikning í kaupfélaginu.
Hluti af inneigninni var notaður
til kaupa á efni til færaveiða,
nælon, króka, sigurnagla og
pilk. Í sparnaðarskyni var færið
vafið upp á fjöl.
Um sumarið fórum við á
færi, þegar tími gafst, en afli var
rýr þetta sumarið þótt mikið
væri keipað. Lítið var af fiski
fyrir innan Drangey á þessum
tíma. Við reyndum oftast fyrir
okkur á tveim miðum sem
kölluð voru Grunnhlið og
Djúphlið. Ég man ekki lengur
hver miðin voru en annað var
allavega þegar Málmeyjan kom
undan Þórðarhöfðanum. Eftir
að kirkjan var byggð var kirkju-
turninn mikið notaður til að
fylgjast með rekinu inn og út og
var tekið mið að ýmsum
kennileitum í fjöllunum á bak
við.9)
Á þessum árum fór ég
stundum á færi með Kúti á
Berglandi10). Hann var for-
framaður í skakinu eftir að hafa
verið hjá frændum sínum í
Grímsey. Eitt af hans ráðum, ef
illa gekk, var að taka vélinda úr
veiðibjöllu og þræða það upp á
öngulinn. Reyndum við þetta
með þokkalegum árangri, en
Kútur smyglaði haglabyssu um
borð í prammann í strigapoka
svo að enginn fullorðinn sæi til.
Skaut ég veiðibjölluna á flugi en
Kútur sá um krufninguna.
Þegar rökkva tók um haustið
tókum við til við að stela
harðfiski úr hjöllum manna
eins og önnur haust. Var það
mikið sport og spennandi. Við
Villi lögðum að sjálfsögðu
mesta áherslu á að stela frá
þeim sem höfðu meinað okkur
aðgang að Rifinu um vorið. Var
fiskurinn étinn með góðri lyst
þó að hann væri ennþá mjúkur
inn við dálkinn.
Svona var lífið hjá 12 ára
strák í Hofsós á því herrans ári
1960.
Þessi pistill birtist fyrst 11. júní 2017
undir nafninu Sjómannadagskveðja á
Facebooksíðunni Hofsósingar nær og
fjær. Höfundur hans, Þorsteinn
Þorsteinsson, er fæddur á Hofsósi árið
1948 og alinn þar upp, sonur hjónanna
Þorsteins Hjálmarssonar, símstöðvar-
stjóra, og Pálu Pálsdóttur, kennara.
Þorsteinn var meðal annars bæjarstjóri
á Sauðárkróki (1978-82) og fyrsti
framkvæmdastjóri Steinullarverk-
smiðjunnar (1982-86). Birti Þorsteinn
alls fimm pistla með æskuminningum
frá Hofsósi á Facebooksíðunni og
hefur Feykir fengið leyfi til að birta þá,
einn af öðrum.
Þorsteinn Þorsteinsson
Bernskuminningar úr sjávarþorpi
Kvittunin frá Hraðfrystihúsinu, undirrituð af Birni Björnssyni verkstjóra. AÐSEND MYND
1) Björn Björnsson (1906-1998) Bjarkarlundi á Hofsósi. Frystihússtjóri hjá Kaupfélagi Austur-
Skagfirðinga, Hofsósi.
2) Jakob Brekkmann Einarsson (1928-2014), Brekku á Hofsósi. Kennari á Hofsósi 1967-1998.
3) Björn Jónsson (1902-1989), bóndi og hreppstjóri í Bæ.
4) Vilhjálmur Geirmundsson (1943-2018). Lengst af búsettur á Hofsósi.
5) Geirmundur Jónsson (1912-1999). Kaupfélagsstjóri á Hofsósi og síðar bankastjóri við
Samvinnubankann á Sauðárkróki.
6) Þorgrímur Hermannsson, (1906-1998), útgerðarmaður, skipstjóri og bátasmiður á Hofsósi.
7) Pála Pálsdóttir (1912-1993), móðir greinarhöfundar. Var m.a. kennari á Hofsósi 1939-1977.
8) Guðríður Guðjónsdóttir (1920-2011), seinni kona Geirmundar, föður Villa.
9) Hið rétta um smábátamiðin fram undan Hofsós mun vera að Grunnhlið var þar sem fyrsti
stallur á Þórðarhöfða kom undan Naustakletti, Djúphlið þegar höfðinn var kominn alveg
vestur fyrir klettinn, en Eyjatá þegar Málmeyjan kom undan Þórðar höfðanum. Heimildar
maður er Sveinn Einarsson.
10) Fjólmundur Bergland Fjólmundsson (1947). Móðir hans, Steinunn H. Traustadóttir var frá
Grímsey. Faðir hans var Fjólmundur Karlsson frá Ólafsfirði sem stofnaði og rak hljóðkútaverk-
smiðjuna Stuðlaberg á Hofsósi.
Okkur þótti þetta vera þannig
að það væri svolítið erfitt að
sinna hagsmunamálum svona
stórs svæðis í einu félagi. Þess
vegna verður þetta Skaga-
fjarðarfélag til. Raunar held ég
að Skalli hafi þróast þannig að
Siglfirðingarnir séu farnir að
sækja í félagsskapinn fyrir
austan þá með Ólafsfirðingum,
Dalvíkingum og öðrum
Eyfirðingum, sem er auðvitað
mjög rökrétt. Skalli er síðan
með Skagaströnd, Hvamm-
stanga, Hólmavík og
Drangsnes. Það má segja að
það sé rökrétt að það sé félag
fyrir Húnavatnssýslurnar og
Strandir, þ.e. Húnaflóann og
annað félag fyrir Skagfjörð og
svo það þriðja fyrir Eyjafjörð.
Þetta var ekki gert í neinum
leiðindum, alls ekki.“
Magnús segir að sagan á bak
við það að hann gerðist
formaður hafi ekki verið mikil.
Steinar, sem var formaður,
hætti útgerð og þá þurfti
einhver annar að taka við
keflinu og varaformaðurinn,
Hjálmar Höskuldur
Hjálmarsson, baðst undan
þeirri ábyrgð. „Til að gera langa
sögu stutta þá komu nokkrir
sjómenn hérna og spurðu hvort
ég væri til í að taka þetta að
mér. Ég sagðist vera til í það en
um leið og einhver hefur áhuga
á, meiri sjómaður en ég, þá er
það sjálfsagt að hann taki við
þessu kefli. Ég verð ekki í þessu
til eilífðarnóns.“
Framundan er sjómanna-
dagshelgi, en því miður í
skugga Covid og þess vegna
engar skipulagðar hátíðir. En
Magnús er beðin um að rifja
upp minningar frá sjómanna-
degi ungs Króksara.
„Það er enginn einn
sjómannadagur sem ég man
eftir sérstaklega, en mér fannst
mjög gaman á sjómannadaginn
bæði vegna þess að ég hafði
mikinn áhuga á sjómennsku og
fór á sjó eiginlega fljótlega eftir
að ég mundi almennileg eftir
mér. Þá var farið í mikla
siglingu, stór hópur smábáta og
nokkrir stærri bátar og mér
fannst það alltaf mjög hátíðlegt
þegar flotinn lagði úr höfn
fánum skrýddur. Þannig man
ég eftir sjómannadeginum
aðallega út af siglingunni út
fyrir höfnina. Ég man ekki eftir
neinni sérstakri uppákomu,“
segir Magnús að lokum sem vill
óska öllum sjómönnum
gleðilegrar sjómannahátíðar
hvernig svo sem
sjómannadeginum verður
varið þetta árið.
Hér er gömul kvittun fyrir
innlögn á 7 kg af
grásleppuhrognum í
Hraðfrystihúsið Hofsósi
9. maí 1960. Björn
Björnsson1), verkstjóri,
kvittar fyrir með sinni
fallegu rithönd. Hér er að
baki saga sem mig langar
að deila með ykkur.
Þorsteinn. MYND ÚR EINKASAFNI
VIÐTAL
Fríða Eyjólfsdóttir
Gömul mynd frá Hofsósi. Ártal og ljósmyndari ekki þekkt.
22/2020 7