Feykir


Feykir - 23.09.2020, Page 5

Feykir - 23.09.2020, Page 5
Reynir Sandgerði og Tindastóll mættust á föstudag í tíu marka trylli suður með sjó í 17. umferð 3. deildar. Leikurinn var, eins og tölurnar gefa til kynna, alveg bráðfjörugur og sviptingarnar miklar. Stólarnir komust fljótt í 0-2 með mörkum frá Sewa Marah og Konna en heima- menn gerðu næstu fjögur mörk. Jöfnuðu leikinn 2-2 fyrir hlé og gerðu síðan tvö mörk snemma í síðari hálfleik. Gestirnir gáfust ekki upp, jöfnuðu leikinn með mörkum frá Luke Rae og Adda og héldu síðan að þeir hefðu stolið öllum stigunum með marki á 89. mínútu en þá mætti Arnór Guðjóns svellkaldur inn á teig og skallaði boltann í markið. En þetta var bara þannig leikur að heimamenn hlutu að jafna, sem þeir og gerðu, og lokatölur 5-5. Frábær skemmtun þó eflaust hafi bæði lið verið hálfsvekkt með að hafa ekki hirt öll stigin. Til að stríða aðeins toppliðum deildar- innar þurftu Tindastólsmenn að vinna þennan leik og þeir voru greinilega gíraðir í það – en jafntefli niðurstaðan. Næsti leikur strákanna er á Fylkisvelli gegn liði Elliða nk. föstudag. /ÓAB ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F 3. deild karla | Reynir S. – Tindastóll 5–5 Tíu marka tryllir Árlega fer fram Meistaramót Golfklúbbs Skagafjarðar í holukeppni sem byrjar um miðjan júní og stendur í rúma tvo mánuði en að þessu sinni tóku 22 keppendur þátt. Úrslitaleikurinn var á milli Hildar Hebu Einarsdóttur og Hjalta Árnasonar og var jafn og spennandi. Bæði höfðu lagt verðuga andstæðinga að velli þegar í úrslitaleikinn var komið en Hildur Heba hafði borið sigur úr býtum á móti Arnari Geir, Andra Þór og Friðjóni. Hildur átti gott annað högg á sjöttu braut. „Hjalti var ný- búinn að slá sitt högg og var vel staðsettur á gríninu. Ég var aðeins of stutt í upphafs- högginu og var rétt fyrir utan flöt. Átti kannski fimm metra eftir og vippaði ofan í,“ segir Heba og Hjalti tekur undir að höggið hafi verið flott. „Við fórum framúr Dóra dómara og hollinu hans og á meðan þeir horfðu á setti Hildur Heba niður vipp fyrir fugli og þeir litu samúðaraugum til mín,“ segir Hjalti. Hildur Heba er því meistari GSS í holukeppni árið 2020. /PF Hildur Heba meistari Golf | Meistaramót Golfklúbbs Skagafjarðar Kvennalið Tindastóls fékk Skagastúlkur í heimsókn í Lengjudeildinni á laugardag. Liði ÍA hefur ekki gengið vel í sumar, vörn liðsins er ágæt en þeim hefur gengið illa að skora og eru fyrir vikið þriðju neðstar. Stólastúlkur hafa aftur á móti bæði varist vel og verið skæðar í sókninni og því komu úrslitin, 2-0, kannski ekkert á óvart. Niðurstaðan var sanngjörn og enn færist lið Tindastóls nær hinum heilaga gral – Pepsi Max-deildinni. Bálhvasst var meðan á leik stóð og tók það lið Tindastóls smá tíma að ná áttum. Á 34. mínútu tók Jackie hornspyrnu frá vinstri og sendi háan og hættulegan bolta inn að marki ÍA. Aníta í markinu náði að blaka boltanum frá en eftir smá klafs barst boltinn á Láru Mist sem skilaði boltanum í markið af öryggi og gerði um leið fyrsta mark sitt fyrir Tindastól. Staðan 1-0 í hálfleik. Lið Tindastóls fékk nokkur góð færi til að gera út um Sjöundi sigurleikurinn í röð! Lengjudeild kvenna | Tindastóll – ÍA 2–0 leikinn fyrri hluta síðari hálfleiks en boltinn féll ekki nógu vel fyrir stelpurnar í vindinum og ekki bætti úr skák að það fór að rigna í upphafi síðari hálfleiks og síðan kom þessi fíni éljabakki og sturtaði úr sér yfir völlinn í 10-15 mínútur. Áhorfendur forðuðu sér í skjól en leik- mennirnir bösluðu áfram. Öll él styttir upp um síðir og sólin braust fram á ný í þann mund sem Jackie Altshculd bætti við öðru marki Tindastóls. Hún fékk boltann á auðum sjó á fjærstöng eftir fína vinnu frá Mur. Skagastúlkur náðu ekki að ógna að ráði eftir þetta og Stólastúlkur fögnuðu sjöunda sigri sínum í röð. Það er fátt sem kemur í veg fyrir að Tindastólslið spili í efstu deild íslenska fótboltans að ári. Liðið spilar á Húsavík í dag og með sigri þar væri sæti í efstu deild tryggt. Það er bara þannig! /ÓAB Mur í baráttunni og éljunum gegn ÍA. Hún hefur skorað 21 mark í sumar. MYND: ÓAB Fyrri leikur Kormáks/Hvatar og KÁ í átta liða úrslitum 4. deildar fór fram á Ásvöllum í Hafnar- firði á laugardag. Húnvetning- arnir byrjuðu með glæsibrag og náðu tveggja marka forystu í fyrri hálfleik. Heimamenn minnkuðu muninn fyrir hlé og jöfnuðu síðan í blálokin og því er allt í járnum í rimmu liðanna. Viktor Ingi Jónsson hefur verið duglegur við að setja boltann í mark andstæðinga Kormáks/Hvatar að undan- förnu og hann var snöggur að setja mark sitt á leikinn, skor- aði á 14. mínútu. Juan Carlos Dominguez Requena bætti við öðru marki gestanna á 25. mínútu. Bjarki Þorsteinsson minnkaði muninn á 37. mín- útu og staðan því 1-2 í hálfleik. Egill Örn Atlason gerði síðan jöfnunarmark heimamanna á 90. mínútu og þar við sat. Síðari leikur liðanna verður á Blönduósvelli í dag og hefst kl. 16:30. Með sigri kemst Kor- mákur/Hvöt í undanúrslit. Í öðrum leikjum úrslitakeppn- innar vann Hamar 0-2 útisigur gegn KH, ÍH sigraði Kríu 3-0 og KFR, sem var í B-riðli líkt og Kormákur/Hvöt, bar sigur- orð af lið KFS, 2-1. /ÓAB Allt í járnum 4. deild karla | KÁ – Kormákur/Hvöt 2–2 Hildur Heba Einarsdóttir, holukeppnismeistari, einbeitt við púttið. AÐSEND MYND. Sigur á Akureyringum Körfubolti | Æfingaleikir karlaliðs Tindastóls Lið Tindastóls og Þórs frá Akureyri mættust í Síkinu sl. mánudagskvöld. Nýr Kani Tindastóls, Shawn Glover, spilaði sínar fyrstu mínútur í Tindastóls-búningnum og sýndi ágæta spretti þó hann hafi verið þungur á köflum, enda ekki búinn að ná mörgum æfingum með nýjum félögum. Stólarnir áttu ekki í teljandi vandræðum með lið gestanna sem þó bitu frá sér og þá sérstaklega í öðrum fjórðungi. Lokatölur voru 100-76. Liðin fóru rólega af stað en um miðjan fyrsta leikhluta náðu Stólarnir fínum kafla og leiddu 29-16 að honum loknum. Í hálfleik var staðan 46-41 og Tindastólsmenn voru fljótir að að ná yfirhöndinni í byrjun síðari hálfleiks og staðan 76-60 að loknum þriðja leikhluta. Jaka Brodnik var frábær í liði Tindastóls og endaði með 30 stig og sjö fráköst. Tap í Garðabæ Það fór ekki eins vel þegar Stólarnir heimsóttu lið Stjörnunnar sl. föstudag. Jafn- ræði var með liðunum framan af en í síðari hálfleik reyndust heimamenn sterkari og unnu öruggan sigur. Höttur mætir á Krókinn á fimmtudag kl. 19:15. /ÓAB Hera Sigrún Ásbjarnar- dóttir sem hefur spilað síðastliðin tvö ár í 1. deild kvenna með Tindastól skrifaði nýverið undir samning við KR sem leikur komandi tímabil í Dominos-deildinni. Á síðunni karfan.is sagði Francisco Garcia þjálfari mfl. kvenna KR þetta um Heru, „Hera er góður skotmaður og liðs- maður, hún mun hjálpa okkur að vaxa sem lið.“ Hera Sigrún er fædd og uppalin á Sauðárkróki og eru foreldrar hennar þau Ásbjörn S. Ásbjörnsson og Sigríður Pálsdóttir. /ÓAB Körfubolti Hera Sigrún farin í KR Hera Sigrún. MYND: GG 36/2020 5

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.