Feykir


Feykir - 23.09.2020, Síða 6

Feykir - 23.09.2020, Síða 6
í fullum gangi og vonandi klárast hún fyrir næstu áramót. Það verður íbúafundur mið- vikudaginn 30. september í Varmahlíð þar sem við förum yfir stöðu félagsins og hvernig við sjáum þessa sameiningu við sveitarfélagið gerast.“ Eins og segir í inngangi varð mikill viðsnúningur á rekstri Menningarsetursins og má rekja til þess að tekjur af fasteignum hækkuðu á milli ára um 25 milljónir, fóru úr 3.170.401 kr. í 28.294.041. Einar segir ástæðuna vera auknar tekjur af gatnagerðagjöldum milli áranna 2018 og 2019 en í fundargerð má sjá að allir lóðaleigusamningar við eigendur fasteigna við Norður- brún hafi verið undirritaðir og þinglýstir. En hvað er Menningarsetur Skagfirðinga í Varmahlíð? Eftir sveitarstjórnarkosningar vorið 2006 var Þóra Björk Jónsdóttir, þá búsett í Garð- húsum á Langholti, beðin um að taka sæti í stjórn Til stendur að sameina Menningarsetrið Sveitarfélaginu Skagafirði Sá grunur læðist að undir- rituðum að ófáir klóri sér í höfðinu yfir tilurð félagsins sem þó á sér langa sögu. Aðspurður segir Einar E. Einarsson, formaður stjórnar, að í raun snúist aðalstarfsemi Menningarseturs Skagfirðinga í dag um að halda utan um þær eignir sem félagið eigi en það eru jarðirnar Reykjarhóll og Varmahlíð með þeim hlunnindum sem þeim fylgja. „Menningarsetrið er í grunn- inn sjálfesignarstofnun og á að lifa eftir skipulagsskrá frá 1965 en þar eru talin upp markmið félagsins. Við teljum hins veg- ar að þeim markmiðum hafi verið náð en þau veigamestu gengu út á stofnun grunnskóla og heimavistarskóla ásamt byggingu félagsheimilis og að tryggja að í Varmahlíð væri veitinga- og gistiþjónusta ásamt góðri símaþjónustu. Við erum því nú að vinna að því að sameina Menningarsetrið Sveitarfélaginu Skagafirði og hefur sú vinna staðið yfir í svolítinn tíma en klárast von- andi á þessu ári,“ segir Einar en finna má í fundargerðum stjórnarinnar allt frá árinu 2018 að í undirbúningi sé að gera upp eignir og skuldbindingar hennar. „Þessi vinna er núna Varmahlíðarhverfið séð frá Glóðafeyki vestur yfir Héraðsvötn. MYNDIR: PF Menningarsetur Skagfirðinga – Varmahlíðarstjórn Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga kom saman í upphafi septembermánaðar og fór m.a. yfir ársreikning setursins fyrir árið 2019 en fundargerðina er hægt að finna á vef Svf. Skagafjarðar. Til fundar kom Margrét Guðmundsdóttir frá bókhaldsþjónustunni KOM ehf. og fór yfir reikninginn sem samþykktur var samhljóða. Athygli vekur hve stór viðsnúningur varð á rekstri setursins en rúmlega 27 milljón króna afgangur varð síðasta rekstrarár samanborið við milljón króna taprekstur árið áður. UMFJÖLLUN Páll Friðriksson Jarðbor mættur á hlaðið á bænum Reykjarhóli í síðustu viku. Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð, oft nefnt Varma- hlíðarstjórn. Segir hún í sam- antekt sem hún gerði þá um stjórnina að hún hafi ekkert vitað um Menningarsetrið eða hvert hlutverk þess væri en hún tók að sér að sitja í stjórninni og gegna þar formennsku. Hún var því í hópi tæplega 100 íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem höfðu, eftir þær kosningar, tekið að sér nefndarstörf í um 60 nefndum, stjórnum og ráðum sveitarfélagsins en henni taldist svo til að skipa þurfi í yfir 400 nefndarstörf eftir hverjar kosningar. Samantektin er aðgengileg á heimasíðu Svf. Skagafjarðar og ætti að birtast á Google ef slegið er inn: Hvað er Menningarsetur Skagfirðinga í Varmahlíð? Til að fólk fái að átta sig betur á þessu félagi er kannski ágætt að birta samantektina lítið breytta en Þóra Björk segist þar hafa undirbúið sig fyrir starfið með því að leggjast í að skoða gögn um Menningarsetrið, fundargerðir og annað sem tiltækt var. 6 36/2020

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.