Feykir - 23.09.2020, Qupperneq 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
36
TBL
23. september 2020 40. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
7. janúar
Jóhannes Jónsson bóndi
í Hofstaðaseli reið út í
sveit. Á heimleið um
kvöldið féll hann af baki
og kom niður á höfuðið.
Maður var með honum, svo að hann var þegar fluttur
til næsta bæjar. Hann hjarði mál- og máttlítill til 16.
janúar.
6. apríl
Jósep Þorbergsson, 9 ára fósturbarn í Saurbæ í Kol-
beinsdal, féll ofan um ís á Kolbeinsdalsá og beið bana
af.
1851
Maður nokkur var í sauðaleit, en hvorki greina heim-
ildir nafn hans né heimili. Undan honum ,,sprakk
klakasnös, er hann ætlaði að stökkva yfir gjá. Datt hann
áfram á prik, er hann hafði í hendi, gekk það gegnum
kinnina og dó hann af því.“ /PF
Skagfirskur annáll
Kristmundar Bjarnasonar 1847–1947
1851
Umhverfisverðlaun Skagafjarðar 2020 afhent
Vatnspósturinn á Hofsósi
valinn einstakt framtak
Meðlimir úr Soroptimistaklúbbi
Skagafjarðar afhentu á
dögunum umhverfisverðlaun
Skagafjarðar, 16. árið í röð, en
komin er hefð fyrir því að farið
sé í skoðunarferðir um
Skagafjörð á sumrin til að meta
bæi, hverfi og svæði í firðinum
fyrir umhverfisverðlaunin, sem
er samvinnuverkefni klúbbsins
og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Á heimasíðu sveitarfélagsins er
sagt frá veitingu viðurkenning-
anna og kemur fram að að mati
loknu hafi verið valið úr hópi
tilnefninga í samráði við garð-
yrkjustjóra sveitarfélagsins. Í ár
voru veitt sex verðlaun í fimm flokkum og hafa því
verið veittar 100 viðurkenningar þau 16 ár sem
verkefnið hefur lifað. Viðurkenningarflokkarnir
sem koma til greina eru sjö talsins, en ekki eru alltaf
veitt verðlaun í öllum flokkum á sama ári.
Tvenn verðlaun voru veitt í flokknum lóð í þéttbýli:
Dalatún 1, Sauðárkróki, í eigu Steinunnar Huldu
Hjálmarsdóttur og Halldórs Hlíðars Kjartanssonar.
Þórdís, Helga og Ingi Friðbjörnsbörn taka við umhverfisverðlaunum Skagafjarðar af Sigríði
Káradóttur í Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar fyrir vatnspóstinn á Hofsósi.
MYNDIR: SOROPTIMISTAKLÚBBUR SKAGAFJARÐAR
Með starfsstöð
í Skagafirði
Teitur Björn til liðs við Íslensku lögfræðistofuna
Teitur Björn Einarsson, lögmaður, bætist í hóp
lögmanna Íslensku lögfræðistofunnar nú í septem-
ber og verður með starfsstöð í Skagafirði.
„Við sinnum margvíslegum verkefnum og ráðgjöf
fyrir einstaklinga, stofnanir og fyrirtæki um land allt
og það er tímabært að færa út kvíarnar svo auðsóttara
verði að veita persónulega þjónustu á fleiri stöðum á
landinu. Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur að fá
Teit til liðs við hópinn og við hlökkum til þess að geta í
auknum mæli sinnt ráðgjöf utan höfuðborgarsvæð-
isins,“ segir Haukur Örn Birgisson, einn eigenda
Íslensku lögfræðistofunnar, en Teitur Björn er með
starfsstöð í Skagafirði.
Teitur útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands árið
2006 og varð héraðsdómslögmaður árið 2007. Teitur
hefur í gegnum tíðina sinnt félaga-, skatta- og lög-
fræðiráðgjöf ásamt því að hafa gegnt fjölbreyttum
trúnaðar- og félagsstörfum. Hann var aðstoðarmaður
fjármálaráðherra árin 2014-2016 og þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins kjörtímabilið 2016-2017.
Teitur er kvæntur Margréti Gísladóttur og eiga þau
saman tvo syni.
Íslenska lögfræðistofan annast alla almenna lög-
fræðiráðgjöf og hagsmunagæslu fyrir einstaklinga,
fyrirtæki, stofnanir og erlenda aðila. Hjá stofunni
starfa átta lögmenn með málflutningsréttindi á öllum
dómstigum.
Íslenska lögfræðistofan er með aðsetur í Stóra-
Turni Kringlunnar. /Fréttatilkynning
Raftahlíð 29, Sauðárkróki í eigu Herdísar Klausen
og Árna Stefánssonar.
Verðlaun fyrir snyrtilegustu götuna hlutu íbúar
Furulundar í Varmahlíð.
Lóð við opinbera stofnun sem hlaut verðlaun í ár er
Slökkvistöðin á Sauðárkróki.
Verðlaun fyrir snyrtilegasta umhverfi fyrirtækis
hlaut Kjarninn á Sauðárkróki.
Að lokum voru veitt verðlaun fyrir einstakt framtak
en þau komu í hlut Svanhildar Guðjónsdóttur og
fjölskyldu fyrir vatnspóstinn á Hofsósi sem vígður
var í sumar. „Vatnspósturinn er gjöf frá Svanhildi og
fjölskyldu og er til minningar um eiginmann
Svanhildar, Friðbjörn Þórhallsson. Minnisvarðinn
er mikil prýði og stendur við sundlaugina á Hofsósi,
rétt fyrir ofan Staðarbjargavík þar sem spor
Friðbjörns gjarnan lágu eins og segir á vatnspóst-
inum.“
Sveitarfélagið Skagafjörður og Soroptimista-
klúbbur Skagafjarðar óska öllum verðlaunahöfum til
hamingju og þakka þeim fyrir að láta umhverfið
skipta sig máli. Feykir tekur heilshugar undir þær
kveðjur. /PF
Steinunn Hjálmarsdóttir tók við verðlaunum fyrir Dalatún 1 frá þeim
Sigríði Káradóttur og Herdísi Gunnlaugsdóttur úr Soroptimista-
klúbbnum og Ingu Huld Þórðardóttur, formanni Umhverfis- og
samgöngunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Árni Stefánsson og Herdís Klausen hlutu verðlaun fyrir Raftahlíð 29.
Íbúar við Furulund í Varmahlíð fengu verðlaun fyrir snyrtilegustu götuna.
Gunnar Valgarðsson, Gísli Sigurðsson og Páll Sighvatsson taka við
verðlaunum fyrir hönd Kjarnans.
Svavar Atli Birgisson og Guðmundur R. Guðmundsson tóku við
verðlaununum fyrir hönd slökkvistöðvarinnar.