Feykir - 04.11.2020, Blaðsíða 4
Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ
Í gær, þriðjudaginn 3.
nóvember, mættu 14
spámenn til fundar í
Veðurklúbbinn á Dalbæ til
að spjalla um veðrið
framundan. Þrátt fyrir að
hafa ekki sent frá sér
veðurlýsingu fyrir október
þá leist fundarmönnum
bara vel á veðrið þann
mánuð.
„Tunglið sem er ríkjandi
kviknaði 16. október í vestri
kl 19:31 en næsta tungl
kviknar sunnudaginn 15.
nóvember kl 15:07 í austri.
Áttir koma til með að vera
áfram breytilegar, mánuður-
inn verður svipaður veður-
farslega og október. Nóvem-
ber verður þó aðeins
umhleypingasamari en þó
engin harka,“ segir í skeyti
Veðurklúbbsins en hvað
hitastig varðar segja spá-
menn mánuðinn verða bara
þrælmildur.
Veðurvísa fylgir svo í lokin
samkvæmt venju.
Í október hefst skólinn
að bjóða börnum heim.
Í nóvember er náttlangt
í norðurljósa geim.
/PF
Nóvember
verður þrælmildur
Riða hefur verið staðfest á
fjórum bæjum í Skagafirði og
grunur að hún sé víðar, þó
engin kind á þeim bæjum hafi
sýnt riðueinkenni, að mér sé
kunnugt um. Því
stefnir þar í
stórfelldan
niðurskurð verði
ÓBREYTTRI
stefnu haldið.
Þó kindur sýni ekki
riðueinkenni getur
veikin fundist með
því að slátra kind-
um af viðkomandi
bæjum. Í Skagafirði hafa sýni
verið tekin úr kindum, sem
viðkomandi bóndi hefur keypt
á síðustu árum. Í sjálfu sér
hlýtur það að vera álitamál
hvort skynsamlegt sé að versla
með fé á svæði sem einhvern
tíma hefur komið upp riða, en
það hafa yfirvöld leyft og því
ekki frekar gert að umtalsefni
hér.
Spurning er hins vegar
hvort skynsamlegt er að fara í
stórfelldan niðurskurð á öllum
þeim bæjum þar sem riðu-
einkenni finnast í sláturfé.
Sjálfum finnst mér það mjög
hörð aðgerð, einkum ef aðeins
finnst sýni í einni eða tveimur
kindum þegar úrtaki af við-
komandi fjárstofni er slátrað.
Þegar ég var að vaxa úr grasi
var riða viðvarandi vandamál
sem bændur þurftu að búa við
t.d. í Vatnsdal og víðar í ná-
grenninu. Á þeim tíma var
ekki farið að skera sýktar
hjarðir niður. Sumir bændur
náðu ótrúlegum árangri við að
minnka sinn skaða og gátu
jafnvel náð þeim árangri að
missa fáar eða enga kind úr
þessum vágesti. Þar skipti
hreinlæti á sauðburði miklu
máli og einnig mikilvægt að
fjarlægja og farga öllum kind-
um sem sýndu riðueinkenni.
Að láta hræ af sjálfdauðri kind
liggja á víðavangi ætti aldrei að
líðast.
ÁKVEÐIÐ AÐ
ÚTRÝMA RIÐU
Síðan var tekin sú ákvörðun að
reyna að útrýma riðu úr
íslenska fjárstofninum. Það er
vissulega göfugt markmið.
Þetta var gert með því að skera
heilu hjarðirnar niður þegar
riða fannst. Ef ég þekki málið
rétt er þeirri reglu fylgt enn í
dag að ef riðu verður vart í
einni kind er allt fé á þeim bæ
skorið og viðkomandi bóndi
verður að vera fjárlaus ákveð-
inn tíma. Samhliða
eru tekin sýni úr
sláturfé í slátur-
húsinu. Þannig
finnast sýktar kind-
ur, jafnvel á bæjum
þar sem engin kind
hefur lifandi sýnt
riðueinkenni er
hjörðinni samt
slátrað.
Á þessum tíma
ræddi ég hvort það væru ekki
of harkalegar aðgerðir að skera
allt fé viðkomandi bónda ef
aðeins ein kind bæri þetta
Príon eða PrP. Ekki man ég þó
hvort menn voru á þeim tíma
komnir með þetta nafn á vá-
gestinn, en þetta er fræðiheitið.
Nefni að taka frekar tiltekinn
fjölda og slátra úr viðkomandi
hjörð og rannsaka sýni úr
þeim hóp. Ef ekki fyndist PrP
væri sú hjörð látin vera en
fylgst náið með hvort fleiri
kindur sýktust og sýni tekin úr
öllu sláturfé. Á þeim tíma var
enginn hljómgrunnur fyrir
þessum skoðunum. Menn
töldu sig vita hvernig hægt
væri að útrýma riðu.
RIÐAN LIFIR ENN
Síðan eru liðnir áratugir og
víða hafa heilu hjarðirnar verið
skornar niður. Því miður er
riða enn að koma upp, jafnvel
aftur og aftur, þó fjárlaust hafi
verið á viðkomandi bæ
ákveðinn árafjölda eftir niður-
skurð. Engin von virðist því að
útrýma þessum vágesti. Á
stórum svæðum gengur allt fé
saman á afréttum og kemur
saman í réttir. Sumir bæir hafa
sem betur fer sloppið alla tíð
við riðu, þó nágranni væri
sífellt að berjast við vágestinn.
Á því sést að þessi sjúkdómur
er ekki bráðsmitandi og verður
trúlega ekki smit fyrr en fé fer
að vera saman á húsi eða lengi
í þröngu hólfi. Annars væri
smitið miklu meira t.d. þegar
fé er næturlangt í hólfi við rétt
nýkomið af afrétt.
Á vef MAST segir m.a. svo
um riðu: „Smitefnið er hvorki
baktería né veira heldur prótín,
nefnt Príon eða PrP sem hefur
breytt lögun og við það orðið
sjúklegt og fádæma lífseigt,
þolir langa suðu og flest sótt-
hreinsiefni nema helst klór.
Heilbrigt príon myndast í
flestum vefjum dýra og er
bundið við yfirborð fruma í
líkamanum. Riðupríónið, sem
komist hefur í líkama kindar
kemur af stað keðjuverkun,
þannig að prótein þess sem
sýkist komast einnig á
umbreytt og sýkjandi form og
svo koll af kolli. Þannig fjölgar
smitefninu með vaxandi
hraða, fyrst í eitlavef, svo í
heila og mænu og skemmd-
irnar þar framkalla einkennin.
Kindur geta gengið með riðu
langa ævi án þess að hún komi
fram.“
Á vefnum kemur einnig
fram að smitefnið virðist lifa í
jarðvegi í meir en áratug.
Dæmi munu vera um það að
ef grafið er upp úr skurðum
þar sem smitefni hefur verið til
staðar t.d. vegna þess að þar
hafi drepist riðuveik kind eða
þegar tún eru endurunnin, þá
blossi riða upp á ný.
ARFGERÐIN
SKIPTIR MÁLI
Rannsóknir hafa sýnt að hægt
er að finna arfgerð með
strokusýni úr lifandi fé. Við
ræktun er hægt að finna
hversu miklar líkur eru að
kind fái riðu. Samkvæmt vef
MAST er um fjóra flokka að
ræða. Þeir telja að flokkur 1,
sem sýni verndandi arfgerð
finnist ekki í íslensku fé.
Flokkarnir eru:
1. Verndandi arfgeð.
2. Lítið næm arfgerð.
3. Miðlungs næm arfgerð.
4. Áhættuarfgerð.
Á vef MAST kemur fram að
þó þessi verndandi arfgerð
finnist ekki í Íslensku fé getur
arfgerðin minnkað líkur á að
fé smitist. Því ætti að leggja
áherslu á að fækka fé í fjórða
flokki, þessu með áhættu-
arfgerðina, enda meiri líkur á
að það fé smitist. Ég hef heyrt
að sumir bændur taki strok-
sýni úr öllum sínum lífhrútum
og jafnvel einnig úr ásetnings-
gimbrunum. Láti rækta þessi
sýni og setji alls ekki á fé í 4.
flokki. Einnig hef ég heyrt að
bændur, sem eru að kaupa
kynbótagripi úr fjarlægum
héruðum, þar sem aldrei hefur
AÐSENT | Magnús Ólafsson skrifar
RIÐA – er
NIÐURSKURÐUR eina lausnin?
fundist riða, skoði þá kynbóta-
gripi með sömu aðferð og þar
hafi jafnvel fundist gripir í 4.
flokki, þ.e. með áhættuarfgerð.
Ekki veit ég hvort sæðinga-
hrútar á sæðingastöðvunum
séu skoðaðir með tilliti til
arfgerðar fyrir riðu. Sé það
ekki gert held ég að skyn-
samlegt sé að gera það og
dreifa ekki úr hrútum í flokki
4, enda erfist arfgerðin.
Verið er að rannsaka
kaupakindur á ýmsum bæjum
í Skagafirði, þeim slátrað og
sýni tekið. Komi í ljós að þessar
kaupakindur beri í sér þetta
Príon eða PrP, án þess að sýna
einkenni, teldi ég skynsamlegt
að taka stikkprufu úr ákveðn-
um hluta af heimafé á þeim
bæ. Sé þar ekki Príon eða PrP
að finna, hlýtur að vera áleitin
spurning hvort ekki sé ástæða
að hlífa þeirri hjörð. Auðvitað
kemur alveg til greina að lóga
öllu kaupafé á viðkomandi búi
en ef ekki finnst þetta Príon
eða PrP í öðru fé viðkomandi
bónda, þ.e. með því að slátra
ákveðnu hlutfalli kinda, þá
verði hjörðinni gefinn séns.
Hugsanlega mætti taka stroku-
sýni úr öllu fénu og gefa
allavega því líf sem bæri annað
tveggja lítið næma arfgerð
fyrir riðu eða miðlungs næmi.
Sjálfssagt að fylgjast vel með
og grípa inn í ef kindur fara
að sýna einkenni, þ.e. hafa
smitast.
Þá gæti alveg komið til
greina að einungis verði farið í
að skera allt fé á búi í Skagafirði
eða annars staðar á landinu
þar sem vart verður við riðu,
þegar tvær eða fleiri kindur
sýna einkenni, eða ef þetta
Príon greinist í nokkrum
kindum, sem slátrað er sem
stikkprufa. Allavega finnst
mér mjög hart ef allt er skorið
ef engin lifandi kind sýnir
sjúkdómseinkenni. Væri ekki
tilvinnandi að nota þessa
aðferð í Tröllaskagahólfinu
núna.
ENGIN HÆTTA
FYRIR FÓLK
Þessu til viðbótar er rétt að
vekja sérstaka athygli á eftir-
farandi staðhæfingu á vef
MAST: „Engar vísbendingar
eru um að fólki stafi hætta af
snertingu við riðusmitað fé né
neyslu afurða þess, svo sem
kjöts, innmatar og mjólkur.
Þannig að hvorki neytendur
né fólk sem starfar á sauð-
fjárbúum eða í sláturhúsum
eru í hættu vegna riðuveiki í
sauðfé.“
Þessar hugleiðingar eru
settar fram nú á haustdögum
þegar maður fylgist sorg-
mæddur með alvarlegum
fréttum um skæðan sjúkdóm
og hugsanlegan stórfelldan
niðurskurð. Niðurskurð sem
er alls ekki víst að vinni nokk-
urt gagn. Niðurskurður sem
getur riðið fjölmörgum bænd-
um að fullu fjárhagslega og
valdið verulegum skaða á
andlega heilsu þeirra sem hafa
af natni og útsjónarsemi rækt-
að sína hjörð í fjölda ára.
Magnús Ólafsson ,
fyrrverandi fjárbóndi,
sem slapp sem betur fer allan
sinn búskap við riðu
í sínu fé.
4 42/2020