Feykir


Feykir - 04.11.2020, Blaðsíða 6

Feykir - 04.11.2020, Blaðsíða 6
sínum. Þar ólust upp fjölmörg börn auk allra sumarbarnanna sem þar dvöldu um styttri eða lengri hríð. Þegar fyrst var búið að taka ákvörðun um að gera húsið upp þá kom það eiginlega af sjálfu sér að nýta það sem gistiaðstöðu.“ „Það er gaman þegar gestirnir okkar eru ánægðir“ „Það má reyndar segja að þessi gisting hafi bara orðið því aðstæður réðu því að á Frosta- stöðum var stórt íbúðarhús, Myndin er úr stúdíóíbúð í risinu. Við innréttingu íbúðanna var reynt að blanda nýju saman við gamla muni úr húsinu og víðar að til að skapa heimilislegt andrúmsloft. MYNDIR TÓKU HILDUR MARÍA VALGARÐSDÓTTIR OG ÞÓRA KRISTÍN ÞÓRARINSDÓTTIR Spjallað við Söru R. Valdimarsdóttur á Frostastöðum Frostastaðir sveitagisting í Blönduhlíð í Skagafirði er í eigu Þórarins Magnússonar, bónda, og Söru R. Valdimarsdóttur, kennara, sem búsett eru á Frosta- stöðum, um 12 kílómetra frá Varmahlíð. Þau sjá bæði um reksturinn en einnig hafa tvær dætra þeirra, Inga Dóra og Þóra Kristín, hjálpað til við framkvæmdir og rekstur ásamt tengdasonunum Edu og Rúnari. Það er ekki langt síðan gamla húsið var tekið í gegn og farið var að bjóða gistingu í þremur vel útbúnum íbúðum. UMFJÖLLUN Óli Arnar Brynjarsson byggt 1947, sem stóð að mestu autt, hafði ekki fengið viðhald í áratugi og var í afar slæmu ásigkomulagi,“ segir Sara. „Húsið á áhugaverða sögu því í því bjuggu fjórir bræður, allir bændur, ásamt fjölskyldum Framkvæmdir hófust haust- ið 2014. Það var Sveinn Brynjar Friðriksson, smiður, sem ásamt heimilisfólki hóf endurbætur á gamla húsinu með að skipta um jarðveg undir húsinu og styrkja undirstöður þess. „Einn tengdasonurinn, Eduardo, var nýfluttur til landsins frá Argentínu og fékk sannkall- aða eldskírn í íslenskri Klepps- vinnu við að moka mold upp og út og möl inn – allt með skóflu og hjólbörum. Seinna tók fyrirtæki föður Sveins Brynjars, Lambeyri ehf, við verkinu með Guðmund Guð- mundsson frá Fossum sem yfirsmið. Við gætum ekki verið ánægðari með þeirra verk og margir gestir hafa nefnt hversu handbragð á allri smíðavinnu er fallegt,“ segir Sara. Nú er búið að gera upp þrjár íbúðir í húsinu auk þess að skipta um þak, ein- angra og klæða húsið utan. Íbúðirnar þrjár eru allar í útleigu en framkvæmdum á neðstu hæð er enn ólokið. „Þar er ætlunin að bæta við gistiherbergjum. Íbúðirnar hafa allar eldunaraðstöðu en gestir geta keypt morgunmat og kvöldmat hjá okkur ef þeir óska,“ bætir Sara við. Ansi margir bændur hafa tekið sig til og útbúið gistiaðstöðu hjá sér; hvers vegna, hvað er það sem heillar? „Að reka gistingu í sveit fer vel með sauðfjárbúskap, því það er mest að gera í gistingunni á sumrin þegar fé er á fjalli. Okkur finnst mjög skemmtilegt að reka þessa gistingu, við hittum fjöldann allan af skemmtilegu og áhugaverðu fólki og það er gaman þegar gestirnir okkar eru ánægðir. Þeir nefna oft hvað þeim finnst mikils virði að geta spjallað við okkur, fólkið sem býr í þessu landi, og þannig fræðst persónulega um hvernig er að búa hér. Við fáum oft mjög skemmtilegar spurningar um lífið og tilveruna á Íslandi 6 42/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.