Feykir


Feykir - 04.11.2020, Blaðsíða 8

Feykir - 04.11.2020, Blaðsíða 8
 Heilir og sælir lesendur góðir. Fyrsta vísan að þessu sinni er ort í sláturtíð fyrir voða mörgum árum síðan. Fagnaði þá blessað sveitafólkið að fá nýmetið og mátti þá borða hver eins og hann gat. Á einni slíkri hátíð orti Jón Thoroddsen: Etum, bræður, ákaft svið oss svo hroka fyllum, höfum tóu og hundasið hungrum þá á millum. Það mun hafa verið Þormóður Pálsson sem orti svo um ríkisstjórn Íslands haustið 1976: Augnageir og Óli kálfur aumt er stjórnarlið. Matti flón og Matti álfur margt er notast við. Mikill snillingur hefur sá verið sem orti eftirfarandi sléttubandavísu, sem ég reyndar á sjálfur erfitt með að skilja. Höfundur Sigurður Bjarnason frá Katadal. Blíða gljáði veður við veiða meiðum skeiða, kvíða hrjáði hreður hið heiða leiði greiða. Kannski má halda áfram með sléttubandavísur sem erfitt er að skilja. Höfundur að henni er sagður vera Jón Þorgeirsson. Dóma grundar, aldrei ann illu pretta táli, sóma stundar, hvergi hann hallar réttu máli. Segir nú í dóti mínu að Jón þessi hafi búið á Hjaltabakka við Blönduós á sinni ævi og átt að minnsta kosti 36 börn sem hann gekkst við. Get ekki stillt mig um að birta hina útgáfuna af þessari vísu, fyrir þá sem kannski átta sig ekki á hinni útgáfunni. Máli réttu hallar hann hvergi stundar sóma, táli pretta illu ann aldrei grundar dóma. Enn freistar mín að rifja upp góðar vísur efir Karl Friðriksson. Á septemberkvöldi, yrkir hann svo: Haustsins nótt með hljóða þrá harmar vorsins daga, leggst hún yfir lönd og sjá líkt og raunasaga. Áfram heldur sú raunasaga þegar fyrsti snjór haustsins fellur. Þá verður þessi til: Svalinn næðir sviðinn völl sólarglæðum hallar. Sumarklæðin eru öll ofin þræði mjallar. Gaman að heyra næst frá hinu mikla skáldi Páli Ólafssyni sem yrkir svo til Ragnhildar konu sinnar eldheitar ástarvísur: Ofan jarðar, ofan sjóar, ef þú deyrð frá mér, Vísnaþáttur 771 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is augum mínum ekkert fróar. Allt hverfur með þér. Jörðin finnst þá öll í eyði allt mér hverfur sýn, utan þetta eina leiði og endurminning þín. Ein dásamleg í viðbót frá Páli: Ástin bægir öllu frá enda dauðans vetri. Af því tíminn er þér hjá eilífðinni betri. Dettur í hausinn ein ágæt eftir Heiðrek bónda á Sandi. Oft var fagurt yfirskin áður en dimmdi á ljóra, meðan hræsnin hollan vin hafði fyrir blóra. Það er Vestur-íslenski bóndinn Gutt- ormur J. Guttormsson sem mun hafa ort svo skringilega: Hann berst með hugsjón að hækka með hæð sinni aðra að lækka. En enginn annar má stækka því annars vill munurinn smækka. Heilsufar sitt skýrir Guttormur með eftirfarandi stöku: Miklum vanda er ég í - orðinn fjandi mæðinn – get ei andað út af því að í mér standa kvæðin. Einhvern tímann á haustdögum bárust þau undarlegu tíðindi að helst ekki mættu sauðfjárbændur fara í göngur með fleyg í vasa eða lofa honum að fylgja með í réttir. Undirritaður álpaðist til að taka þessum tíðindum illa og setti saman svofellda raunasögu, hvatti jafnframt ritstjóra okkar ágæta blaðs að yrkja um þessar neyðarráðstafanir. Okkar verður tregur teygur og tæpt um fréttirnar. Ef að ekki fái fleygur að fara í réttirnar. Ekki brást Páll ritstjóri vonum og svaraði með svo auðskiljanlegri vísu: Edrú smalar æða á fjöll, - ekkert vín til dagsins, hljóðna bæði hlátrasköll og hæstu tónar lagsins. Eftir þetta glens okkar félaganna er komin í hugann næsta vísa sem er snert af þeirri hressingu sem okkur mörgum þykir svo nauðsynleg. Bið lesendur að hafa samband með vísur sem eru í flokki þessarar árstíðar og er þá gott að fá að lokum eina lánaða frá Fjallaskáldinu. Framar enginn maður má minni gleði raska, trú þér festi ég einni á allíknandi flaska. Veriði þar með sæl að sinni. /Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 mér af pólitíkinni, tekið þátt í alls konar félagsstarfi, menntað mig aðeins meira, unnið á nokkrum stöðum og jafnvel reynt að bæta sjálfa mig og samfélagið á meðan. Auðvitað er lífið ekkert alltaf dans á rósum en ef þér leiðist þá þarftu ekki meira en að skella þér í sund eða göngutúr og þú hittir einhvern sem þú þekkir. Þannig að ef einhver sem er að lesa þetta íhugar það að flytja á Norðurland vestra, þá get ég svo sannarlega mælt með því. - - - - - - Ég skora á Sigríði Helgu Sigurðardóttir, leikskólastjóra Barnabæjar að taka við pennanum. Árið 2014, þegar ég var nýútskrifuð úr háskóla, gerðist svolítið sem átti aðeins eftir að breyta framtíðaráformunum. Ég var búin að ráða mig í vinnu við Háskólann á Bifröst og ætlaði mér að búa þar áfram eftir útskrift. Ég hafði líka nokkuð mörgum árum áður tekið þá ákvörðun að flytja aldrei aftur á Blönduós þegar ég flutti þaðan. En svo kom símtalið og þá var ekki aftur snúið. Mér var boðið tímabundið starf við það sem ég hafði menntað mig til síðustu fimm árin. En mig vantaði húsnæði, ég sá fram á að lækka töluvert í launum og ég þurfti að rífa mig og son minn upp frá þeim stað sem við höfðum byggt upp okkar líf fyrir algjöra óvissu þegar ráðningarsamningurinn rynni á enda. Húsnæðið reddaðist og ég pakkaði allri búslóðinni niður og flutti aftur heim. Lífsgæðin í þessari ákvörðun verða aldrei metin til fjár. Nú sex árum seinna er ég enn hér, búin að fjárfesta í fasteign og ætla mér að vera hér á Blönduósi eitthvað áfram. Ég fæ samt enn spurninguna ,,Af hverju býrðu á Blönduósi?“. Svarið er einfalt, hér er einfaldlega frábært að búa. Ég bý um það bil 750 metrum frá vinnustaðnum mínum, sonur minn er í mesta lagi þrjár mínútur að hjóla í skólann. Hann er í fótbolta, körfubolta, metabolic, golfi og tónlistarskóla og ég þarf ekki að selja úr mér líffæri til að eiga fyrir því. Sonur minn hefur ömmu og afa í næstu götu og þar er ýmislegt hægt að bralla þegar móðir hans sýnir ekki sínar bestu hliðar að hans mati. Hér er besta sundlaug landsins og margt í boði fyrir flesta aldurshópa. Stutt í allar áttir ef maður vill breyta um umhverfi og nokkuð góðar samgöngur, svona þegar maður má ferðast á milli landshluta. Ég hef aðeins getað skipt ÁSKORENDAPENNINN | palli@feykir.is Lee Ann Maginnis Blönduósi Að flytja aftur heim Lee Ann. MYND AÐSEND 8 42/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.