Feykir


Feykir - 04.11.2020, Blaðsíða 7

Feykir - 04.11.2020, Blaðsíða 7
og gerum okkar besta til að leysa úr þeim. Við höfðum reyndar komist á bragðið með að vera gestgjafar áður því við vorum með Airbnb gistingu og morgunmat í okkar íbúðarhúsi áður en gamla húsið var komið í stand og líkaði það mjög vel.“ Hefur Covid-faraldurinn sett strik í reikninginn hjá ykkur? „Þrátt fyrir Covid var bara þó nokkuð að gera hjá okkur í júlí, ágúst og alveg fram í septemberlok en með hertum aðgerðum á landamærum var búið með það. Við, eins og allir aðrir gistiaðilar, vonum að næsta ár verði betra og að við getum haldið áfram að kynna okkar fallega fjörð og land fyrir gestum.“ Hvernig gestir eru það sem heimsækja Frostastaði? „Lang- stærstur hluti okkar gesta eru erlendir gestir sem eru að aka hringinn um landið á bílaleigubílum. Við viljum mæta okkar gestum á persónulegum nótum, hér eru til dæmis engin lyklabox fyrir íbúðirnar, heldur tökum við á móti gestunum þegar þeir koma og við reynum að vera dugleg að spjalla við þá og verða þeim að liði með fræðslu um afþreyingu og áhugaverða staði að heimsækja. Stundum þarf að bregðast fljótt og vel við eins og til dæmis þegar komu hér franskir gestir um sjö leytið á gamlársdagskvöldi. Þeir höfðu bókað gistingu en ekki áttað sig á því að hér væru bæði veitingastaðir og búðir lokaðar þennan dag – voru því matarlausir og komust ekki út að borða. Þá var ekki annað að gera en tína til í fljótheitum eitthvað matar- og drykkjarkyns svo þeir gætu útbúið sér góða gamlársmáltíð. Sem við og gerðum og kvöddum þá hina ánægðustu næsta dag,“ segir Sara að lokum. Eins og sjá má á mynd- unum sem fylgja umfjöllun- inni hafa breytingar á hús- næðinu tekist með miklum ágætum, öll aðstaða er bæði falleg, hlý og persónuleg og blaðamaður er hreinlega undrandi á að gestirnir fáist yfirleitt til að yfirgefa Frosta- staði sveitagistingu. Þórarinn, Inga Dóra með dóttirina Lunu Maríu, Sara og Þóra Kristín. Þeir sem fylgjast með ferðaþjónustubónd- anum Evelyn Ýr Kuhne á samfélagsmiðl- unum hafa pottþétt tekið eftir góðvini hennar, fjárhundinum Sóma, sem er síkátur og sæll í sinni sveit. Evelyn, sem er fædd og uppalin í Þýskalandi, býr á Lýtingsstöðum í Skagafirði ásamt Sveini Guðmundssyni en saman eiga þau Júlíus Guðna sem er 17 ára. „Þótt ég sé fæddur Þjóðverji þá slær hjarta mitt fyrir íslenskum menningararfi í sinni fjölbreyttustu mynd,“ segir Evelyn og bætir við að hún sé nú búin að vera sjálfkjörinn Lýtingur í aldarfjórðung. Reykjavalla Íslands Sómi er einn af þremur hundum fjölskyldunnar á Lýtingsstöðum en hann er rúmlega ársgamall íslenskur fjár- hundur. „Fæddur í Lýtingsstaðahreppi – sem gefur honum auðvitað aukastig,“ segir Evelyn. Hvernig eignuðust þið Sóma? „Örlög! Eftir að við misstum uppáhaldstík bóndans í fyrravor bað hann okkur í guðanna bænum um að láta okkur ekki detta í hug að fá nýjan hvolp. Þangað til við heimsóttum Hönnu á Reykjavöllum,“ segir Evelyn sem viðurkennir að hafa skipulagt heimsóknina og fjölskyldan hafi „alveg óvart“ hitt Sóma og systkini hans sem þá voru rétt nýbyrjuð að opna augun. „Þá var ekki aftur snúið. Ég kolféll fyrir Sóma þrátt fyrir að hann líktist á þessum tímapunkti frekar naggrís en stæðilegum íslenskum fjár- hundi. En af hverju hann? Jú, hann bar þetta nafn sem lét hjartað mitt slá hraðar. Fyrsti hesturinn sem ég eignaðist og fékk frá Sveini mínum hét nefnilega Sómi. Hann var orðinn 30 vetra gamall og átti ekki langt eftir og mér þótti svo vænt um að halda í nafnið, þó ég gæti ekki hugsað mér að eiga aftur hest með þessu nafni. Okkur Júlíusi tókst að sannfæra Svein um að það væri nauðsynlegt að kaupa hvolpinn, nema hann vildi breyta um lífsstíl sem hann vildi auðvitað ekki. Við fjölskyld- an sameinuðumst um að Sómi væri jóla- gjöfin okkar það ár [2019] og hann flutti til okkar þremur dögum fyrir aðventustorminn fræga.“ Hvað er skemmtilegast við gæludýrið þitt? „Sómi er skemmtilegur karakter; glaður, brosmildur, vill vera hjá manni og er alltaf til í allt. Hann er orkubolti og finnst gaman að hlaupa en kann líka að liggja í rólegheitum á skrifstofunni á meðan ég er að vinna í tölvunni. Hann elskar fólk og öll dýr og hefur sýnt fram á góða smalahæfileika en sem sveitahundur hefur hann ákveðnar skyldur sem hann þarf að sinna. Hann hefur aðstoðað mig í móttöku gesta og finnst mest gaman að stökkva upp á torfhúsið og horfa yfir óðalið sitt. Hann er eðaleintak íslenska þjóðarhunds- ins og þannig kynni ég hann!“ Hvað er erfiðast? „Að freistast til þess að taka endalaust myndir af honum.“ Ertu með einhverja sniðuga eða merkilega sögu af Sóma? „Uppáhaldsfréttirnar á Face- book eru fréttir af Sóma, skrifaði vinkona mín að austan um daginn. Einnig á Sómi aðdáendur vestur um haf en heill vinnustaður í Calgary sem er búinn að vera í homeoffice í marga mánuði fær daglegar fréttir og myndir af Sóma í gegnum vinkonu mína. Um daginn var hann sagður flottasti viðskiptavinurinn í Vélavali en þar fær hann alltaf hlýjar móttökur hjá Kolla vini sínum. Fólk sem hefur ekki hitt hann ennþá er búið að lýsa því yfir að þurfa að gera sér ferð til að bæta úr því um leið og Covid leyfir. Þannig hefur þessi sjarmör glatt fólk víða þrátt fyrir ungan aldur og veitir manni ekki af að halda í góða skapið á þessum skrítnu og erfiðu tímum,“ segir Evelyn að lokum. Sómi er sjarmör og gleðigjafi ÉG OG GÆLUDÝRIÐ | oli@feykir.is Evelyn Ýr Kuhne | fjárhundurinn Sómi Evelyn og Sómi ásamt hestinum Sóma frá Lýtingsstöðum síðasta vetur. MYND: JÚLÍUS GUÐNI 42/2020 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.