Feykir


Feykir - 04.11.2020, Blaðsíða 12

Feykir - 04.11.2020, Blaðsíða 12
Um vorið Jón Hákonarson Espólín, er utan hafði farið til búnaðarnáms, kom heim eftir rúmlega þriggja ára nám í Danmörku og námsferðir til Noregs og Svíþjóðar og settist að á Frostastöðum. Heimkominn fékk Jón styrk til ferðalaga um landið; skyldi kynna sér búnaðarástand. Einkum vildi hann athuga búfárkyn og safna gögnum um húsdýrasjúkdóma og gera athuganir á jarðvegi. Ekki fékk hann styrk til þessa verkefnis nema sumarið 1851. Hann hóf þá búnaðarkennslu á Frostastöðum. /PF Skagfirskur annáll Kristmundar Bjarnasonar 1847–1947 1851 Smáframleiðendur á ferðinni | Spjallað við Þórhildi Jónsdóttur Sendibíll fullur af góðgæti Það hafa eflaust margir, sem fylgjast með Vörusmiðju BioPol á Facebook eða skoða Sjónhornið, orðið varir við smáframleiðendur á Norðurlandi vestra þar sem þeir hafa verið áberandi síðustu vikurnar eftir að sérútbúinn sendibíll fór á flakk með vörurnar þeirra í þeim tilgangi að selja þær. Þetta flotta verkefni sem kallast Smáframleiðendur á ferðinni virkar þannig að sá aðili sem er að framleiða afurð getur boðið upp á hana í þessum bíl sem staðsettur er í tiltekinn tíma á nýjum og nýjum stað á Norðurlandi vestranokkra daga í röð. Áhugasamir geta svo komið og keypt vörur frá smáframleið-endum á þessum fyrirfram ákveðnu stöðum eða til að sækja það sem pantað var í gegnum netverslunina hjá vorusmidja.is. Þórhildur Jónsdóttir, eða Tóta í BioPol eins og hún er oftast kölluð, er forsvarsmaður þessa verkefnis sem hún fékk styrk í maí sl. frá SSNV eftir að þeir óskuðu eftir hugmyndum að sér- stökum átaksverkefnum vegna áhrifa Covid 19 á starfssvæði samtak-anna og komu um 90 hugmyndir inn á borð til þeirra. „Hugmyndin með verkefninu var að auka aðgengi að vörum frá smáframleiðendum af svæð- inu. Verkefnið tók allnokkurn tíma í undirbúningi því erfiðlega gekk að finna bíl sem hentaði, því þeir lágu ekki á lausu. Síðan fundum við þennan og settum allt af stað. Þá var áskorun að hafa bílinn huggulegan, jafnt utan sem innan, og fengu nokkra til liðs við okkur í það verkefni,“ segir Tóta. Þeir sem komu að þessu verkefni voru hönnuð- urinn Sóley Lee Tómasdóttir sem hannaði útlitið á bílnum og allt markaðsefni sem þarf að nota og Þröstur í Myndun merkti svo bílinn. „Við vildum líka að bíllinn tæki vel á móti okkar viðskiptavinum,“ segir Tóta og var Þuríður Helga Jónasdóttir, innan- húsarkitekt, fengin í lið með þeim til að raða upp í bílinn og velja með þeim liti og er ekki annað að sjá en vel hafi tekist til. En þá var verkið bara hálfnað, þegar bíllinn var tilbúinn, þá þurfti einhvern til að keyra bílinn, selja vöruna og fá vörur til að selja í bílnum. En þar sem mikil gróska er í alls konar framleiðslu hér á Norðurlandi vestra var ekki erfitt að finna vörur til að selja í þessum flotta bíl að sögn Tótu því þetta er í leiðinni frábært tækifæri fyrir Gefa fólki í neyð 40.000 máltíðir Höfðingleg gjöf KS til Fjölskylduhjálpar Kaupfélag Skagfirðinga og dótturfyrirtæki þess í matvælaframleiðslu ætla að gefa fólki í erfiðleikum matvöru, sem svarar til 40.000 máltíða, fram til jóla. „Þetta er alger himnasending,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar, í Morgunblaðinu sl. föstudag. „Þetta er alger himnasending,“ er haft eftir Ásgerði Jónu en þörfin fyrir aðstoð af þessu tagi er gríðarleg og eykst dag frá degi. „Þetta er stærsta matargjöf allra tíma og hún gæti ekki komið á betri tíma,“ segir Ásgerður Jóna í fréttinni og bætir við að þörfin hafi aldrei verið meiri, ekki einu sinni í hruninu. „Við gerum þetta vegna þess að Kaupfélag Skagfirð- inga hefur í langan tíma verið farsælt í matvælafram- leiðslu bæði í landbúnaði og sjávarútvegi. Þegar skyndi- legur vandi af þessari stærðargráðu steðjar að finnst okkur það einfaldlega vera skylda okkar að leggja okkar af mörkum til þeirra sem verst standa. Okkur hefur gengið vel á undanförnum árum að skapa verðmæti úr þeim miklu auðlindum þjóðarinnar til sjávar og sveita sem okkur er treyst fyrir og við viljum með þessu framlagi sýna samstöðu með þeim vanda sem öll þjóðin, og ekki síst þeir sem mest eiga undir högg að sækja, horfist í augu við um þessar mundir,“ sagði Þórólfur Gíslason við Feyki. Eins og áður segir nemur framlag kaupfélagsins ígildi fjörutíu þúsund matarskammta og verður hjálparstofn- unum, sem einkum sinna úthlutun matvæla, falið að koma þessum styrkjum til skila. /PF Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 42 TBL 4. nóvember 2020 40. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 jónsdóttir tók að sér það verkefni og hefur sinnti því af mikilli natni,“ segir Tóta. „Fyrsta ferðin var farin í júlí með bílinn fullhlað- inn af góðgæti, rósum, garni og kremum. Viðtök- urnar voru frábærar og þurfti nánast daglega að fylla á bílinn. Þar sem þetta er þróunarverkefni var byrjað á að keyra aðra hverja viku í sumar eftir fyrirfram ákveðnu leiðakerfi allt frá Borðeyri og út í Fljót. Núna í haust var ákveðið að halda áfram og tekin ákvörðun um að keyra bílinn einu sinni í mánuði út árið. Viðtökurnar hafa ekki verið síðri á haust- mánuðum en í sumar því salan í síðustu ferð toppaði allar fyrri ferðir, sem er mjög ánægjulegt og greinilegt að heimamenn kunna að meta þessa þjónustu. Nú er bara að finna út hvernig hægt er að festa þessa þjónustu í sessi á nýju ári því þetta kostar jú allt peninga en við finnum fyrir þörf á að auka aðgengi að vörum frá smáframleiðendum,“ segir Tóta að lokum. Þeir sem hafa áhuga á að panta vörur frá smá- framleiðendum er bent á netverslunina á heimasíð- unni www.vorusmidan.is en næsta ferð hjá bílnum er áætluð í lok nóvember og verður hún auglýst nánar í Sjónhorninu. /SG Auðbjörg Ósk Guðjónsdóttir tekur vel á móti viðskiptavinum í sendibílnum. MYND: FACEBOOK-SÍÐA VÖRUSMIÐJUNNAR smáframleiðendur til að kynna hvað þeir eru með í boði því Norðurland vestra er svo dreift svæði og margir að gera góða hluti í smáframleiðslu. Þegar verkefnið fór fyrst af stað voru 13 aðilar að selja sína vöru í bílnum en í dag eru þeir orðnir 18 og vonandi bætist í flóruna á nýju ári. „En þá var bara eftir að finna bílstjórann og sölumanninn, það er ekki sjálfgefið að ein og sama manneskjan hefði gaman af því að keyra og selja vörur en Auðbjörg Ósk Guð- Allir með Feyki! Það er mikilvægt að halda úti fjölmiðli sem segir fréttir og fjallar um fólk af Norðurlandi vestra. Það gerir Feykir. Áskrifendur eru Feyki nauðsynlegir. Er ekki upplagt að gerast áskrifandi að góðu blaði og fréttum af þínu fólki? Hafðu samband í síma 455 7171 eða sendu póst á feykir@feykir.is BORGARFLÖT 1 | 550 SAUÐÁRKRÓKUR | SÍMI 455 7176 | FEYKIR.IS Höfuðstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, Skagfirðingabúð og mjólkursamlag. MYND: PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.