Alþýðubandalagsblaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 1
MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA
44. tbl. Laugardaginn 20. des. 1975 6. árgangur
GLEÐILEC JÓL!
Akureyri ljósum prýdd.
|
?
X
i
i
❖
1
X
|
1
♦%
I
<♦
❖
HIÍSHORIMIÐ
Skrifstofa AB
Afgreiðsla: Sími: 2-18-75.
Mánudagur: kl. 13 — 15,30
Þriðjud.: kl. 10 — 11,30
og kl. 13-15,30.
Miðvikud.: kl. 10 — 11,30
og kl. 13-15,30.
Þeir Akureyringar, sem fengið hafa heimsenda miða í
happdrætti Þjóðviljans, eru vinsamlegast beðnir að
gera skil.
Aðalskiladagur happdrættisins um land allt er laugar
dagurinn 20. des.
Þá verður Haraldur Bogason við á skrifstofu Alþýðu-
bandalagsins, Eiðsvallagötu 18 (gengið inn að austan)
frá kl. 10,00 f. h. til kl. 19,00 e. h.
Eiðsvallagata 18.
Ritnefndarfundur AB-blaðsins verður næst föstudag-
inn 2. jan. kl. 17,30. Blaðið kemur næst út 9. janúar.
Almennur félagsfundur í Alþýðubandalaginu verður
haldinn sunnud. 11. janúar næstkomandi í Alþýðu-
húsinu og hefst kl. 13,30.
Árshátíð Alþýðubandalagsins verður haldin laugardag-
inn 17. jan. næstkomandi í Alþýðuhúsinu. Nánar aug-
lýst síðar.
I
?
Ý
f
?
?
I
I
V
V
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
*
I
I
?
?
?
?
y
?
?
?
?
?
?
I
?
I
t
t
?
?
t
?
t
I
*
t
t
t
:
t
?
?
t
t
♦:»
•♦♦•.••.•vVV*.‘,.**.‘vWV*.‘VVV*.“.“.‘VVvvW*.*vvV*,‘VVV*«“«**»*,*****VV.*V****»*V
A5 afloknu kvennaári 1975
„Ef vér lítum til liðinna alda
og köllum sögu þjóðanna til
vitnis, þá mun sýna sig, að
undirokun konunnar eða for-
dómurinn um menntun henn-
ar hefur verið ein sú höfuð-
bölvun, sem mest hefur tafið
fyrir framför heimsins. Og mér
er sannarlega óljóst, hvort
mannkynið hefur úttekið
þyngri hegning fyrir nokkura
hlut annan en þennan. Því segi
ég til alira foreldra: gjörið ekki
greinarmun barna yðar eftir
kynjum, berið öll jafnt fyrir
brjósíi til menningar og hafið
umfrarn allt hugfast, að á-
kvörðun konunnar er ekki
lægri en ákvörðun mannsins“.
(Sr. Páll Sigurðsson í Gaul-
verjabæ (1839 — 1887).
Hið alþjóðlega kvennaár er
senn á enda runnið, en Sam-
einuðu þjóðirnar tóku um það
ákvörðun á sínum tíma, að
árið 1975 skyldi helgað rétt-
indabaráttu kvenna.
Ekki leikur vafi á því, að
baráttuaðgerðir um allan heim
hafa haft og munu hafa víð-
tæka þýðingu, þótt engum
megi sjást yfir þá staðreynd, að
raunverulegt, virkt jafnrétti
milli kynja er enn í órafjar-
lægð, einnig í iðnvæddum, há-
þróuðum ríkjum, sem kennd
eru við velferð.
Ákvörðunin um alþjóðlegt
kvennaár hefur hrundið af
stað stóraukinni umræðu um
þjóðfélagsstöðu kvenna og
knúð fleiri en nokkru sinui
fyrr til þess að endurmeta fyrri
viðhorf og leita svara við fjöl-
mörgum spurningum og áleitn-
um. Þær beinast einkum að
því misrétti, sem konur búa við
í atvinnulífinu, en þar eru
þær að langstærstum hluta í
lægstu launaflokkunum. Stúlk
ur hafa ekki sömu möguleika
og piltar til mennta og starfa í
samræmi við löngum og hæfni.
Konur njóta ekki atvinnuör-
yggis, og atvinnuleysi þeirra
fylgir ekki sami pólitíski óró-
inn og atvinnuleysi karla. Það
er að vissu leyti falið, og konur
eru ekki viðurkenndar sem full
gildir þjóðfélagsþegnar og fyr-
irvinnur. Þær hafa fullar skyld
ur, en takmörkuð réttindi. Hið
líffræðilega hlutverk þeirra í
viðhaldi tegundarinnar homo
sapiens snýst einlægt gegn
þeim og verður ein undirrót
þess misréttis, sem gerir þær
að annars flokks þjóðfélags-
þegnum.
Hin ýmsu samtök launafólks
að verkalýðshreyfingunni með-
talinni horfa upp á það salla-
róleg, að því er virðist, að
lögum um launajafnrétti er
ekki framfylgt, heldur farið í
kringum þa,u með hinum og
þessum starfsheitum og með
því einfaldlega að útiloka kon-
ur frá ýmsum störfum og þá
vitanlega hinum ábyrgðarmeiri
og betur launuðu.
Vanmetin kvennastörf.
Varla fyrirfinnst það manns-
barn, sem ekki veit, að ís-
lenskar konur hafa nánast
engin áhrif á stjórn þjóðfélags-
ins. Þær standa utan hinna
eiginlegu valdamiðstöðva
smárra og stórra og eiga ekki
hlut að því að ráða vandamál-
um samfélagsins til lykta.
Enn hafa þær engin þau á-
hrif, sem geti knúð fram þær
breytingar á sjálfri þjóðfélags -
gerðinni, sem til þess þarf að
skapa fullt jafnrétti milli
kynja. Barátta verkalýðshreyf-
ingarinnar er algerlega samofin
jafnréttisbaráttu kvenna, og í
báðum tilvikum er t. d. stefnt
að launajafnrétti. Það eitt er
víst, að árangursrík verkalýðs-
barátta verður ekki háð án
þátttöku kvenna fremur en ár-
angur næst í jafnréttisbaráttu
án víðtæks stuðnings og þátt-
töku verkalýðshreyfingarinnar.
Þau störf, sem konur vinna
svo til eingöngu eru láglauna-
störf, sem karlmenn líta ekki
við. Þau eru vanmetin vegna
þess, að þau eru unnin af
konum, en það sást með á-
þreifanlegum hætti 24. okt. s.l.
að þetta vanmetna vinnuafl er
þjóðfélaginu öldungis ómiss-
andi.
Ef samtök launafólks settu
fram þá kröfu í væntanlegum
samningum, að einmitt þeir
launaflokkar, sem eru svo lág-
ir vegna þess, að nær ein-
göngu konur eru í þeim, hækki
mun meira en aðrir flokkar, þá
væri stórt skref stigið fram á
við í átt til launajafnréttis. Þá
mætti e. t. v. vænta þess, að
karlmenn létu svo lítið að setj-
ast við ritvél, skiptiborð eða
ganga að hefðbundnum
kvennastörfum í frystihúsum
og verksmiðjum að ógleymdum
bönkum og ýmsum opinberum
stofnunum.
Baráttuaðgerðir hér á
landi.
Á árinu 1975 hafa í tilefni
kvennaárs verið settar nefndir
á laggirnar, ráðstefnur hafa
verið haldnar, og íslenskar
konur lögðu niður vinnu 24.
okt á degi Sameinuðu Þjóð-
anna. Rauðsokkahreyfingin
boðaði til ráðstefnu í janúar í
samvinnu við nokkur verka-
lýðsfélög um kjör láglauna-
kvenna. Þessi félög voru Iðja,
Sólm, Starfsmannafélag ríkis-
stofnana og A. S. B. Þá var
í febrúar haldin ráðstefna um
dagvistunarmál í samvinnu við
Fóstrufélagið, og í apríl var
haldin ráðstefna í Neskaup-
stað um kjör kvenna til sjávar
og sveita. Starfshópur kvenna
þar á staðnum stóð að undir-
búningi, og hópur kom úr
Reykjavík til þátttöku.
í júní var svo haldin aðal-
ráðstefna kvennaársins að Hó-
tel Loftleiðum, og í september
var ráðstefna haldin í Munað-
arnesi á vegum B. S. R. B. og
A .S. í. Á Loftleiðaráðstefn-
unni var m .a. samþykkt að
boða til kvennaverkfalls 24.
okt. Sá atburður er í fersku
minni og gæti markað tíma-
mót í sögu jafnréttisbaráttu
hér á landi. Hin víðtæka sam-
staða íslenskra kvenna, er þær
stöðvuðu hjól atvinnulífsins
um allt land hefur vakið heims
athygli, og margt hefur verið
um þessar einstæðu aðgerðir
ritað, bæði hér heima og er-
lendis. í dreifibréfi frá nefnd,
sem að undirbúningi stóð, seg-
ir, að með þessu vilji konur
leggja áherslu á mikilvægi
vinnuframlags síns. Hugmynd-
in um kvennaverkfall kom
fram fyrir nokkrum árum af
hálfu Rauðsokkahreyfingar-
innar. Húri lagði einnig til, að
24. okt. yrði valinn og vildi
með því tengja kvennaverkfall
Frh. á bls. 10.