Alþýðubandalagsblaðið - 20.12.1975, Side 6
HAUSTSKIP
eftir Björn Th. Björnsson. Ein sérstæðasta bók ársins. Hún opn-
ar ný og áður óþekkt sögusvið íslandssögunnar, hún greinir frá,
þjóðinni týndu þegar valdsmenn seldu almúgafólk mdnsaíí, eins
og réttlausa þræla. Björn fer hér á kostuin sem rithöfundur.
í SUÐURSVEIT
eftir Þórberg Þórðarson. Hér er að finna í einni bók æskuminn-
ingar Þórbergs, sem áður komu út í þrem bókum — Steinarnir
tala, Um lönd og lýði og Rökkuróperan — en auk þess fjórðu
bókina, sem nú er prentuð í fyrsta skiptið.
VATNAJÖKULL
texti eftir Sigurð Þórarinsson með myndum Gunnars Hannes-
sonar er fróðleg og afar falleg bók um þesssa undraveröld frosts
og funa. Hrikaleiki einstakrar náttúru, sem hvergi er að finna
nema á íslandi, er aðalsmerki bókarinnar.
LEIKRIT SHAKE SPEARE VI
í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Snilldarþýðingar Helga eru
löngu landskunnar. í þessu bindi eru leikritin: Ríkharður þriðji,
Óþelló, Kaupmaður í Feneyjum.
YRKJUR
eftir Þorstein Valdimarsson. Sjöunda ljóðabók þessa skálds mun
verða hinum mörgu lesendum hans ærið fagnaðarefni.
DAGBÆKUR ÚR ÍSLANDSFERÐUM 1871—1873
eftir William Morris. Höfundur, enskur rithöfundur og stjórn-
málamaður, var mkill aðdáandi íslands og segir í bók þessari
frá tveim ferðum sínum hingað.
EDDA ÞÓRBERGS -
kvæðabók Þórbergá Þórðarsonar. Þar er að finna flest það sem
Þó'rbergur orti bundnu máli, — skáldskapur sem engan á sinn
líka.
FAGRAR HEYRÐI EG RADDIRNAR
Safn íslenskra þjóðkvæða. „Hér getur ða líta þjóðina með von-
um hennar og þrám, draumum bæði illum og góðum, sigrum og
ósigrum, sorg og gleði. Tærari skáldskap en sumar vísur í þess-
ari bók er ekki að finna á íslensku.“
VÉR VITUM EI HVERS BIÐJA BER
útvarpsþættir eftir Skúla Guðjónsson á Ljótunnarstöðum. Skúli
er löngu þekktur fyrir ritstörf sín. Hér getur að líta úrval á út-
varpsþáttum hans.
KYNLEGIR KVISTIR
eftir Maxim Gorki í þýðingu Kjartans Ólafssonar. Þetta eru
þættir úr dagbók skáldsins, sem bera mörg helstu einkenni end-
urminninga hans.
RAUÐI SVIFNÖKKVINN
eftir Ólaf Hauk Símonarson og Valdísi Óskarsdóttur. Þetta er
einskonar opinberunarbók í ljóðum og myndum — einkar hag-
lega samsettu mljósmyndum teknum á þjóðhátíðarári.
Á þessu ári hafa ennfremur komið út nýjar prentanir að BRÉFI
TIL LÁRU og OFVITANUM. Aðeins fáein eintök eru eftir af
ÆVISÖGU SÉRA ÁRNA ÞÓRARINSSONAR, ÍSLENSKUM
AÐLI og FRÁSÖGNUM.
- HEIIVISKRIIMGLA
IVIAL OG MEIMIMIMG
Umboð á Akureyri, Bóka- og blaðasalan
* *
TOMLEIKAR I BORGARBIO
John Speight barítónsöngvari
og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir
píanóleikari komu fram á veg
um Tónlistarfélags Akureyrar
10. des. sl. og fluttu verk eftir
Purcell, J. Ireland, Árna Thor
steinsson, Emil Thoroddsen,
Sigfús Einarsson, Schubert,
Rich, Strauss og Arnold Schön
berg.
Þarna kenndi full margra
grasa til þess, að efnisskráin
einkum fyrri hluti hennar
hefði fastmótaðan svip. Þar
vantaði tilfinnanlega sam-
hengi og stígandi, því að ekki
nægir að tína saman sitt lítið
af hverju, þótt einstakir mol-
ar séu lystilegir. Það er meira
en lítið eftirlæti að fá yfir sig
þrjú lög eftir enska meistar-
ann Purcell. Þótt flutningur
væri í daufara lagi einkum
undirleikurinn, þá þolir Pur-
cell það, og áheyrandinn finn-
ur óðara, að hér er á ferð
merkileg tónlist.
Það er kurteislegt af erlend
um söngvurum að klifa ögn á
alkunnum lögum íslenzkra
tónskálda okkur til samlætis
og lofa okkur að heyra hvern-
ig þeir nema þau. Lög margra
tónskálda okkar eru því mið-
ur flest eins og þýðingar eða
umskriftir á þýzk-danskri
rómantík. Sumar eru haglega
gerðar, en skortir ríkisfang af
skiljanlegum ástæðum. Sú tón
list, sem þessi lög eru mótuð
af, á sér allt aðrar forsendur
og er sprottin upp af gerólík-
um aðstæðum þeim, sem hér
hafa fyrir fundizt. Þessi lög
eru því með fáum undantekn-
ingum eins og daufur endur-
ómur af tónlist annarrra
þjóða, og getur engan veginn
verið sá undirtónn, sem lætur
í eyrum okkar með sannferð-
ugu móti sem íslenzk tónlist.
Það verður þó að segjast, að
Sigfús Einarsson hefur nokkra
sérstöðu, þótt „Draumaland-
ið“, sem þarna var flutt, gefi
ekki endilega hugmynd um
það, og svo auðvitað Jón Leifs,
en hann er örsjaldan um hönd
hafður. Það var nefnilega
klippt á þráðinn á nítjándu
öld, þegar lærðir menn gengu
rækilega fram í því að keyra
„nýju lögin“ í landslýðinn.
Það er önnur saga, en skýrir
að nokkru rótleysi íslendinga
í tónmenntum og t. d. tóm-
læti þeirra gagnvart tónskáld-
um á borð við Jón Leifs.
Eftir hlé fór að draga til tíð
inda á þessum tónleikum, og
þá sýndi undirleikarinn einnig
stórum betri efnisleg tök.
Þetta var góð þrenning Schu-
bert, R. Strauss og Schönberg.
Mér virtist flutningur á þrem
lögum eftir R. Strauss mjög
bera af. Vissulega voru þarna
hjá söngvaranum tæknilegir
gallar, sem hann á vafalaust
eftir að yfirstíga, en öll mót-
un hans á þessum lögum og
viðhorfið, sem þar kom fram,
var bæði fallegt og sannfær-
andi. Þá fór vel á að klykkja
út með lögum eftir Schönberg.
Ég held þau hljóti í flutningi
John Speight að hafa náð því
að vekja forvitni með áheyr-
endum um að fá meira að
heyra af svo góðu.
John Speight er ekki fylli-
lega í stakk búinn til tónleika-
halds hvað tæknilega kunn-
áttu áhrærir, ef dæma skal
eftir þessum tónleikum, en
hann kemur sérlega fallega og
umsvifalaust að hverju verki.
Söngur hans er fordildarlaus
og fylgir honum hlýja og inni-
leiki. Þá skiptir minna máli,
þótt einstakir tónar skrensi
ögn. Textaframburður hans er
afbragðsgóður. Mér fannst
nokkuð skorta á, að flutning-
ur söngvara og undirleikara
væri nægilega samstilltur í
öllum skilningi. Ekki er um
það að ræða, að undirleikari
afklæðist eigin persónuleika,
en hann verður að syngja með
á sitt hljóðfæri, því að ekki
stenzt, að flytjendur séu eins
og í sjálfsmennsku. Þeir verða
að ná saman, og þau Svein-
Með Skoskum
Framhald af 14. síðu.
frá Ingram Hotel til flughafn-
arinnar í Glasgow.
Fór nú mjög að styttast í
veru okkar með skoskum. Þó
urðum við að undirgangast
fremur niðurlægjandi þukl og
gegnumlýsingar tollvarða í
vopna- og sprengjuleit, áður
en við náðum íslenskri lögsögu
um borð í Gullfaxa.
Flugferðin heim til íslands
björg Vilhjálmsdóttr og John
Speight hafa án efa allar for-
sendur þess, að svo megi
verða. þau eru á leiðinni, og
listin er löng.
Var ég búin að segja, að
áheyrendur voru örfáir? Þetta
er annars merkilegt með Tón-
listarfélag Akureyrar. Það get
ur ekki lifað og virðist ekki
eiga sér neinn stuðning með
bæjarbúum. Það getur heldur
ekki dáið, en lafir þetta af
gömlum vana. Vitanlega eru
átakanleg tímaskekkja og nán
ast fáránlegir, en hvers vegna
tónleikar í hefðbundnu formi
veltir því enginn fyrir sér,
hvað gera megi í málinu í stað
þess að klóra einlægt í bakk-
ann við vonlausar aðstæður?
Það mætt t. d. spyrja, hvort
tónleikar með meira eða
minna tilstandi séu ekki tákn
um yfirbyggingu, sem því að-
eins fær staðizt, að undirstöð-
gekk eins og í lygasögu, —
glæstar dísir háloftanna
stjörnuðu við farþega, og sáu
dyggilega um, að svo til allar
þeirra óskir væru uppfylltar.
Tollafgreiðslan á Keflavíkur
flugvelli var snöggtum við-
kunnanlegri en í Glasgow, því
að tollvörðurinn, sem afgreiddi
okkur Ágúst, reyndist hið stak-
asta ljúfmenni. Hann hóf ein-
faldlega upp báðar hendurnar
og blessaði yfir farangur okk-
ar, eins og íslenskur sveita-
prestur yfir guðhræddan söfn-
uð, „og þá varð ég fegin mann-
urnar séu traustar. Þær undir-
stöður eru fyrst og fremst tón-
listaruppfræðsla, sem er al-
menn, en ekki forréttindi
fárra. Þar er ærið verk að
vinna, en ef það gleymist að
ala upp forvitna áheyrendur
og iðkendur tónlistar, þá verð
ur þess langt að bíða, að tón-
leikasalir verði sæmilega
setnir.
Að lokum tvennt: Er ófram-
kvæmanlegt, að Tónlistarfé-
lag Akureyrar geti komið frá
sér sómasamlegum efnis-
skrám, sem segi okkur deili á
höfundum og verkum, sem
flutt eru? í öðru lagi, vill Tón-
listarfélag Akureyrar ekki
eiga samvinnu við blöðin hér
á Akureyri um að kynna það,
sem til stendur og geta um
það, sem fram hefur farið
hverju sinni? Óskar félagið
eftir umræðu um þessi mál?
- S. G.
eskja,“ eins og kerlingin sagði.
Ef svo kann að fara, að ein-
hver ferðafélaga minna reki
augun í þessi mörgu en fátæk-
legu orð, læt ég fylgja kæra
þökk fyrir samfylgdina.
Eins vil ég gjarnan koma á
framfæri þakklæti til Sveins
Sæmundssonar fararstjóra fyr-
ir vinsemd hans og skemmti-
legheit, — til skosku leiðsögu-
mannanna fyrir umhyggjusemi
þeirra og dugnað, svo og til
bílstjórans veleyrða, sem allir
héldu okkur skemmtilegt paról
þessa þrjá daga með skoskum.
6 - ALÞÝÐUBANDALAGSBLAÐIÐ