Alþýðubandalagsblaðið - 20.12.1975, Page 14
Óttar
Einarsson:
Svo sem fram hefur komið í
blöðum, buðu Flugleiðir hf.
blaðamönnum af landsbyggð-
inni í þriggja daga ferð til Skot
lands í tilefni 30 ára afmælis
millilandaflugs íslendinga.
Ferðin var farin dagana 8,—
11. okt. síðastliðinn. Það kom
í hlut undirritaðs, að fara þessa
aðrir þeir, sem til greina komu.
Gleði mín yfir þessu happi
var þó eilítið galli blandin, þar
sem flug er sá ferðamáti, sem
mér hefur einlægt fallið illa.
Kemur þar til bæði lífhræðsla
og loftveiki, — einkum líf-
hræðsla. Gildir einu þótt búið
sé að margsanna með tölum,
að maður sé í miklu meiri
hættu á eldhúsgólfinu heima
hjá sér en í flugvél.
En ævintýralöngunin varð
sem sagt lífhræðslunni yfir-
sterkari og á tilsettum tíma tók
ég til vasahníf minn og dá-
væna snærishönk að hafa með
í útlandið, ef ístaðsól skyldi
A Keflavíkurflugvelli stigum
við upp í þjóðarstoltið, þotuna
Gullfaxa og tókum kúrsinn til
Glasgow í Skotlandi. Flogið
var með 900 km hraða í u. þ. b.
10 km hæð og reyndist frostið
fyrir utan vera 50 stig á Cel-
síus, enda Iangaði engan til
þess að fara út á dekkið að
pissa, eins og manninn forðum.
Flugið til Glasgow tók u. þ.
b. eina og hálfa klukkustund,
en hins vegar tók dálítinn tíma
að komast í gegnum flugstöð-
ina í Glasgow, því að skotar
eru forvitin þjóð og vildu endi-
lega gægjast í skjóður manna
og pinkla.
til botns á 5 cm dýpi, ýkjulaust.
Mun ekki ofmælt, að þar hafi
verið samankomið eitthvert hið
ókræsilegasta baðvatn í saman
lagðri kristni í „hinum frjálsa
heimi“.
Við vorum árrisulir hjá lands
byggðarpressunni á Castle Ho-
tel fimmtudaginn 9. október.
Dagurinn hófst að sjálfsögðu
með morgunverði og reyndist
þar úr mörgu að velja á mat-
seðli hótelsins. Beikon og egg
voru þar ofarlega á lista, en
þegar ég rak augun í orðið
,,porridge“ (hafragrautur) neð-
arlega á matseðlinum, ákvað
ég að gera skyndikönnun og
bæina Alexandria og Bonhill
og síðan með Clyde-ánni til
Glasgow.
í Glasgow höfðum við bæki-
stöð á fyrsta flokks hóteli, In-
gram Hotel, skammt frá aðal-
stöðvum Flugleiða. Hótelstjór-
inn var svo elskulegur að efna
til smáfagnaðar í tilefni komu
okkar til borgarinnar, en Flug-
Ieiðir buðu síðan til hátíðlegs
kvöldverðar á hótelinu.
Um kvöldið höfðu menn
heldur hægt um sig, — nokkrir
fóru að rannsaka næturlíf
stórborgarinnar, en við Ágúst
efndum til fundar á herbergi
103 með blaðamönnum frá
ÞRÍR DAGAR
IVIEÐ
SKOSKUIM
Frá Largs. I þessari bugt Iagði „Ga mli-Pétur“ að Iandi eftir fyrsta milli-
Iandaflug á vegum íslendinga fyrir þrjátíu árum.
för fyrir hönd hins ágæta blaðs
Alþýðubandal. blaðsins, mest-
an part fyrir þá sök, að ég
reyndist við könnun, eiga færri
utanlandsreisur að baki, en
Þessi vígabarðalegi1 skoti tók
á móti okkur á flugvellinum í
Glasgow og virtist eiga fyrir-
liggjandi Ioftbirgðir í sekkja-
pípunni sinni, sem hver meðal-
þingeyingur mætti vera hreyk-
inn af.
slitna eða móttak bila.
Héðan frá Akureyri fórum
við fjögur, Sigrún frá íslend-
ingi, Hjörleifur frá . Alþýðu-
manninum, Erlingur frá Degi
og undirritaður frá Alþýðu-
bandalagsblaðinu. Urðum við
öll samferða, óformlega að
vísu, með kvöldvél suður þann
7. október.
Hin eiginlega ferð hófst svo
kl. 7,00 að morgni hins 8. okt.
á Loftleiðahótelinu, en þaðan
var ekið í rútum til Keflavíkur-
flugvallar í kolsvarta-þreifandi
myrkri og kuldastrekkingi, eins
og ævinlega er fyrir sunnan.
Heldur fannst mér lands-
byggðarpressan lágreist í morg
unsárinu, en úr því rættist, er
á daginn leið. Þarna í anddyri
Loftleiðahótelsins hitti ég gaml
an skólabróður, Ágúst Jónsson,
sem fór í þessa ferð sem full-
trúi blaðsins Austurlands í Nes
kaupstað. Reyndumst við á
svipaðri bylgjulengd um marga
hluti og tókst þarna með okkur
vinátta, „sem ekkert skyggði á,
og hélst, meðan báðir lifðu,“
eins og segir í minningargrein-
um. Héldum við saman mestan
part ferðarinnar og studdum
hvor annan með ráðum og dáð.
Eínn kost hafði Ágúst óum-
deilanlega fram yfir mig, sem
blaðamaður, en það var af-
burða tækni við ljósmyndun.
Gerði ég þegar í upphafi
samning við hann um afnot
af myndum hans með væntan-
legri tímamótagrein minni um
ferðalagið, og birtast þær hér,
eins og sjá má.
Við höfðum skamma við-
dvöl í Glasgow að þessu sinni,
en stigum upp í rútu hjá þeim
eyrnarstærsta bílstjóra, sem ég
hef séð um dagana og héldum
til hádegisverðarboðs hjá viskí
bruggara nokkrum, rámum og
rauðnefjuðum.
Að afloknum snæðingi á krá
hans, bauð hann okkur að
skoða bruggeríið sitt og hann
og kona hans útskýrðu fyrir
okkur leyndardóma góðrar
viskíframleiðslu og rökstuddu
mál sitt með ríkulega útilátn-
um bragðsýnishornum.
Var staður þessi yfirgefinn
með nokkrum trega, en haldið
til smábæjarins Largs, en þar á
firðinum úti fyrir lenti Cata-
línaflugbáturinn „Gamli Pét-
ur“ fyrir 30 árum, eftir fyrsta
íslenska millilandaflugið.
Þarna í fjörunni afhenti
Sveinn Sæmundsson, blaðafull
trúi Flugleiða og fararstjóri
okkar, bæjarstjóranum í Largs
forláta gestabók með útskorn-
um spjöldum. Bæjarstjórinn í
Largs, sem er reyndar nafni
„Gamla Péturs“, reyndist hinn
alþýðlegasti maður, dökkrauð-
ur á litinn, og tætti af sér
brandarana, eins og honum
væri borgað fyrir það.
Um kvöldið var veglegur
fagnaður haldinn á Castle Ho-
tel í Largs með ræðuhöldum,
kvæðalestri og söng, og gistum
við svo þar um nðttina.
Undirritaður gerði tilraun til
þess að taka sér kerlaug á hó-
telinu fyrir háttinn, en vatnið
reyndist svo leirugt, að ekki sá
samanburð á skoskum og þing
eyskum hafragraut, sem ég ólst
upp við á mínum sokkabands-
árum austur í Þistilfirði. Mikil
varð undrun mín, þegar skoski
grauturinn reyndist nákvæm-
Iega jafngóður og grautur á
betri bæjum í Þingeyjarsýslu
upp úr síðari heimsstyrjöld og
fram á vora daga. Saknaði ég
þá einskis þá stundina, utan
hvað sneið af súrum blóðmör
frá Holti í Þistilfirði hefði vita-
skuld verið vel þegin.
Prógram dagsins hófst með
því, að skoðuð var risavaxin,
skítug og óyndisleg skipasmíða
stöð í Greenock, en síðan farið
með ferju yfir til smábæjarins
Dunoon og snæddur þar há-
degisverður. Frá Dunoon var
haldið sem leið liggur um
skosku hálöndin, sem mjög eru
rómuð fyrir fegurð. Gróður er
þarna mjög gróskumikill, að
vísu lítið eitt litaður af hausti,
og stóð kvikfénaður þeirra
skota víða á beit, risavaxin
hross, skjöldóttar kýr, kollótt
sauðfé með langa rðfu og
holdanaut með bítlahár ofan í
augu.
Á Hotel Arrochar við enda
Loch Long var drukkið mið-
degiskaffi, en þaðan ekið, und-
ir stjórn bílstjórans eyrnastóra,
að hinu fræga vatni Loch Lo-
mond.
Er þar slík náttúrufegurð,
að vart verður með orðum lýst.
Nokkuð var orðið áliðið
dags, er Loch Lomond var að
baki og var þá ekið um smá-
blöðum tengdum Alþýðubanda
laginu.
Fundinn sátu auk okkar Á-
gústar, þeir Guðjón Friðriks-
son frá Vestfirðingi, Hinrik Að
alsteinsson frá Mjölni á Siglu-
firði og Þorkell Sigurjónsson
frá Vestmannaeyjum. Var
skipst á upplýsingum og málin
rædd af mikilli alvöru og festu.
Það var samdóma niðurstaða
fundarmanna, að þar sem
þetta væri fyrsti fundur Al-
þýðubandalagsins í Glasgow,
markaði hann tímamót í sögu
flokksins, hvað útbreiðslustarf
semi snerti.
Föstudaginn 10. des. var
enn snemma risið úr rekkju og
farið í skoðunarferð um Glas-
gow-borg í tveggja hæða stræt-
isvagni. Börðu sveitamenn af
íslandi þar augum marga fom-
fræga byggingu svo og ótalin
mónument af ýmsum leiðin-
legum kóngum, jörlum og lord-
um, sem ég hirði aldrei að
nefna.
I lok skoðunarferðarinnar
var boð í höfuðstöðvum Flug-
leiða í Glasgow, en síðan
höfðu menn daginn til frjálsrar
ráðstöfunar fram til brottfarar.
Þá stund notuðu flestir til
þess að festa kaup á ýmsu smá-
legu fyrir sig og sína, enda
mun verð á fatnaði mega telj-
ast fremur hagstætt í Skotlandi
a. m. k. miðað við það, sem
við eigum að venjast hér.
Kl. 3,30 e. h. var svo enn
stigið inn í rútuna hjá bílstjór-
anum okkar veleyrða og ekið
Framhald á bls. 6.
14 - ALÞÝÐUBANDALAGSBLAÐBE)