Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 10
Jafnan var dembt á dýpstu mið,
- dregnar inn árar, lagst við stjóra.
Nútíð mun jyrir naumast óra,
hvað napurt var þar að leggjast við.
Og polinmæðina sterka ’ og stóra
stundum þurfti’ ípá veiðibið.
Því hann hafði jafnan, hákarlinn,
hugleitt það vel og rökum metið,
hvort ginnandi, hráa hrossaketið
holt mundi Jyrir skoltinn sinn.
En aldrei gat hann þó á sér setið, -
og upp var hann boðinn velkominn.
Og þar voru fyrir fálmlaus tök;
fœrar hendur með brýnda hnífa,
knálega tóku ’ að krytja, og stýfa,
því kák við hákarla ’ er dauðassök,
- skoltarnir á þeim hvergi hlífa
höndum, sem eiga við þá mök.
Dvölin var köld og þurrleg þar;
þarna var allt að viku setið.
Mikið stritað, en minna étið,
en minnstur þó jafnan svefninn var,
því eins og þú nærri getur getið,
gustaði þar um rekkjumar.
Kaldari lief ég hvergi frétt
kafalds heldimmar vetrarnætur.
Stormar ýskruðu ’ og Ægis dætur
öðru hverju þeim sendu skvett;
þær liöfðu á því mestar mætur
í myrkrinu’ að taka þangað sprett.
8