Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 11
En hvernig sem gekk sú glíma við
grályndar bylgjur, storm og fleira,
þar skyldi enginn œðru heyra,
eða kvörtun um svefnleysið. —
Það flaut ósvikinn dorpi ’ af dreira
dáðrakkra feðra’ um þessi mið.
Loks, þegar rauk og reiddist sjór,
- risu við borðin hrannir stríðar,
steðjuðu ’ að norðan hörkuhríðar,
þá hentaði ei neinum dorg og slór.
Oft mátti þá ei sigla síðar,
svo var hinn krappi vegur mjór.
Stirð vóru ennþá Ægis hót,
áður en lyki sjóferðinni:
kaffærðum loks í lendingunni
lamdi þeim brim við fjörugrjót,
— gaf þeim til menja skeinu ’ á skinni,
skrámu ’ á vanga ’ eða bláan fót.
En eins og þeim kæmi ekkert við
Ægis spark, eða stormsins lœvi,
einhuga nær sem aftur gæji
ætluðu þeir á sömu mið.
Þetta var þeirra iðju og ævi
óumbreytanlegt lögmálið.
Kunnið þið við að kalla „svín“
kappana, er lentu ’ í svona þófi,
þótt þeir um kvöldið kysstu ’ í hófi
kvenfólk og drykkju brennivín,
þegar úr brims og kafaldskófi
komu þeir snöggvast heim til sín ?
9