Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 26
í Bjarnarfirði komast menn ekki hjá því að taka eftir heil-
rniklu umhverfxsátaki á mörgum bæjum á síðustu árum. Allmörg
gömul hús voru fjarlægð síðasta suinar, m.a. gamla íbúðarhúsið
og fjárhúsin á Klúku sem voru rifin. Eins var íbúðarhúsið á
Skarði brennt og síðan jafnað við jörðu og tækifærið notað til að
þjálfa slökkviliðsmenn sýslunnar í reykköfun.
Ráðstefha í Árneshreppi
Af sama toga og framtakið við að móta stefnu sveitarfélaga í
atvinnumálum er verkefni sem Landvernd hefur unnið að í sam-
vinnu við heimamenn í Árneshreppi. Þar var haldin mikil og
fjölsótt ráðstefna dagana 17.-18. rnars og þóttu nokkur tíðindi
að vegurinn norður var opnaður af því tilefni. Landvernd stóð
fyrir ráðstefnunni í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Vest-
fjarða, Árneshrepp, Héraðsnefnd Strandasýslu og Hólaskóla.
Bar hún yfirskriftina Búseta og menning, saga og náttúra — Arnes-
hreppur í nýju Ijósi.
Markmið Árneshreppsráðstefnunnar voru býsna viðamikil.
Þar var kynnt hugmyndafræði um verndun búsetu og menning-
arminja, rætt um mikiivægi jaðarbyggða í menningarlegu sam-
hengi og kosti þess og gaiia að búa í jaðarbyggð. Auðvitað var
einnig rætt sérstaklega um Árneshrepp og hvernig mætti vekja
fólk til vitundar um mikilvægi byggðar á svæðinu, hvernig mætti
treysta byggð þar og hvað sveitin hefði fram að færa.
Kvöldvaka var haldin í tengslum við ráðstefnuna og farið í
kynnisferð um sveitina, enda var henni jafnt ætlað að vera til
fróðleiks og skemmtunar. Meðal framsögumanna má nefna Stef-
án Gíslason umhverfisfræðing og fýrrum sveitarstjóra á Hólma-
vík, Matthías Lýðsson formann Héraðsnefndar Strandasýslu,
Hauk Jóhannesson forseta Ferðafélags Islands, Omar Ragnars-
son fréttamann, Aðalstein Oskarsson og Dorothee Lubecki frá
Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og Evu Sigurbjörnsdóttur, hót-
elstýru á Djúpavík, auk ýmissa annarra. Ráðstefnustjóri var Ein-
ar K. Guðfinnsson alþingismaður.
24