Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 28
Byggingaframkvœmdir
Byggingaverktakar og aðrir iðnaðarmenn á Ströndum höfðu
yfirleitt nóg fyrir stafni á árinu. Byggð var ný gistiálma við Hótel
Laugarhól og framkvæmdum við rækjuverksnriðju Hólmadrangs
var lokið. Einnig var framhaldið vinnu við sjúkraskýlið á Hólma-
vík.
Byijað var á viðbyggingu við verslunarhús Kaupfélags Stein-
grímsfjarðar á Hólmavík í Höfðatúni. Er sú bygging ætluð und-
ir vörulager, en skrifstofur Kaupíélagsius verða jafnframt færðar
þangað. Ekki er lengur verslun í pakkhúsinu við Höfðagötu, því
sú starfsemi var líka flutt út í Höfðatún á árinu.
Framkvæmdir við byggingu tveggja nýrra íbúðarhúsa á
Ströndum stóðu yfir í lok ársins 2001. Kominn var grunnur fyr-
ir annað þeirra á Heydalsá og hitt var að rísa á Hólmavík. Bænd-
ur fóru sér fremur hægt við uppbyggingu útihúsa á árinu, en þó
voru fjárhús á Kollsá í Hrútafirði stækkuð.
Heilsugœslan
Grundarás ehf á Hólmavík sá um viðbyggingu við sjúkraskýlið
á Hólmavík sem reist var á árinu. Verður í þessum nýja hluta
hússins, lyfta, þvottahús, aðstaða fyrir starfsmenn og sjúkra- og
iðjuþjálfun, tvær 30 fm íbúðir fýrir aldraða, tvær stofur fyrir sjúk-
linga, setustofa og borðstofa. Viðbyggingin var fullkláruð að
utan, en lóð er ófrágengin.
Sigfús Olafsson, læknir Strandamanna, lét af störfum við
Heilsugæsluna á Hólmavík og flutti að Blönduósi eftir 10 ára
starf á Ströndum. Erfiðlega hefur gengið að fastráða lækni í
hans stað og afleysingalæknar hafa dvalist viku og viku á Hólma-
vík. Sjá rnargir eftir Sigfúsi sem hafði fýrir löngu unnið trúnað
Strandamanna.
Nýr sjúkrabíll af Econoline gerð var keyptur til Hólmavíkur
og leysti þann eldri af hólmi en sá var leiðinlega bilanagjarn. Nýi
bíllinn er búinn mjög fullkomnum tækjum, m.a. hálfsjálfvirku
26