Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 29
hjartastuðtæki og búnaði sem les ástand sjúklinga hvað varðar
súrefnismettun í blóði, blóðþrýsting, hita og hjartaslátt. Full
þörf var orðin á nýjum sjúkrabíl, en á árinu 2001 voru farnir 40
sjúkraflutningar.
Orkublús
Málefni Orkubús Vestfjarða voru mjög í brennidepli á árinu,
eftir að ríkisvaldið gerði sveitarfélögum á Vestfjörðum kauptil-
boð í 60% eignarhlut þeirra. Orkubúið hafði verið rekið sem
sameignarfélag, en því var nú slitið og stofnað hlutafélag um
reksturinn. Ríkisvaldið stóð við loforð sitt um kauptilboð og
sveitarfélögin gengu að því eitt af öðru. Fjárhagsstaða þeirra
batnaði til mikilla muna við viðskiptin, en miklar umræður voru
um þessi mál og skiptar skoðanir komu fram um hvaða áhrif sal-
an hafi til lengri tíma og hvort rétt væri að selja.
Orkubú Vestfjarða stóð í stórframkvæmdum á Ströndum ann-
að árið í röð. Arið 2000 var stífla stækkuð við Þiðriksvallavatn
þannig að yfirborð þess hækkaði töluvert og árið 2001 var unn-
ið að endurnýjun Þverárvirkjunar. Stöðvarhúsið var stækkað og
var byrjað á því í maí að saga annan gafl hússins úr í heilu lagi.
Verkið vann byggingafyrirtækið Eiríkur og Einar Valur hf á Isa-
firði. Nýjum rafal og túrbínu var komið fyrir í húsinu, 2,2 MW
vél. Einnig var endurnýjuð 400 rnetra löng þrýstivatnspípa og
sett trefjaplaströr í stað 50 ára gamals tréstokks sem var enn í
notkun á um helmingi leiðarinnar. Einnig voru steyptar nýjar
undirstöður fyrir aðrennslisstokk og sográsir frá virkjuninni og
settir öryggislokar í lokuhúsi stíflunnar. Flönnuður burðarvirkja
í Þverárvirkjun og vélbúnaðar er Verkfræðistofa Sigurðar Thor-
oddsens hf sem hafði jafnframt eftirlit með framkvæmdunum.
Aðrir hönnuðir eru Rafteikning hf, sem hannaði rafbúnað, og
Teiknistofan Kol & Salt ehf á Isafirði, sem er útlitshönnuður.
A árinu varð aukin umræða um að Hvalá í Ofeigsfirði væri
heppilegur virkjunarkostur. Orkustofnun stóð fýrir rannsóknum
á Ofeigsfjarðarheiði um sumarið, t.d. voru vötn dýptarmæld.
27