Strandapósturinn - 01.10.2001, Blaðsíða 30
Vegabœtur
Allnokkur tíðindi eru af vegamálum í héraðinu á árinu 2001.
í norðanverðum Kollafirði vann verktakafyrirtækið Fylling ehf á
Hólmavík af krafti að nýjurn vegi frá Fellsá að Forvaða og er það
mikil vegabót. Vegurinn sem áður lá ofar í hlíðinni var erfiður
vegna snjóa að vetrarlagi og á honum voru leiðinlegar blind-
hæðir. Margir Strandamenn geta örugglega sagt reynslusögur af
ævintýrum sínurn í Deildarbrekkunni, en nú heyrir sú leið sög-
unni til. Skiptar skoðanir voru um vegarstæðið, eins og venja er
á Ströndum þegar nýir vegir eru lagðir, og vildu sumir frekar að
vegurinn væri færður alla leið niður í fjöru. Kaflinn sem tekinn
var til endurbóta er 5,6 km langur. Verkinu á að vera fulllokið
fyrir júlílok 2002.
Vegurinn um Norðdal, úr Staðardal upp á Steingrímsfjarðar-
heiði, var malbikaður á árinu 2001 og í Staðardalnum var mal-
bikað árið áður. Einnig var lagfært slitlag í Lágadal og lagt í ísa-
firði. Er nú hægt að aka alla leið frá Heydalsá í Tungusveit til
Hólmavíkur og þaðan alla leið að Hestakleif (eða Eyrarfjalli) við
ísafjörð á bundnu slitlagi. Enn er eftir að malbika rétt rúmlega
50 kílómetra á leiðinni frá Brú til Hólmavíkur.
Byrjað var á vegabótum í Bjarnarfirði, en boðið var út það
verkefni að byggja upp veginn frá Bjarnarfjarðarbrú norður fyr-
ir Ásmundarnes. Fyrirtækið Kubbur ehf á Isafirði fékk verkefnið
og undirbyggingunni var lokið um haustið. Þá var unnið að við-
haldi á vegi frá Drangsnesi og í Bjarnarfjörð og einnig unnið að
vegabótum í Arneshreppi, smíðuð var ný rekaviðarbrú á Árnesá
og unnið í Krossnesvegi. Var ekki laust við að Árneshreppsbúum
þætti að sá vegur hefði verið mjókkaður óþarflega mikið.
Stórtíðindi ársins í sambandi við samgöngumál tengjast þó
ekki vegagerð í Strandasýslu. Síðla árs áttu Fyllingarmenn á
Hólmavík lægsta tilboð í stórverkefni í Barðastrandarsýslu, tæp-
lega 400 milljóna verkefni. Þar er um að ræða 19 km langan veg-
arkafla, frá Múla í Kollafirði, fyrir Kollafjörð, yfir Klettsháls, fyr-
ir Skálmarfjörð og út á Vattarnes. Leiðin um Klettsháls er ein-
mitt einn af verri farartálmum á aðalleiðum á Vestfjörðum.
Samningar Fyllingar ehf og Vegagerðarinnar voru ekki enn und-
28