Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 36
haustið fram í desember veiktust 15 kindur og 7 þeirra drápust.
Greip Björn að lokurn til þess ráðs að fá fyrirtækið Lífafl til að
mæla rafsegulsviðið í fjárhúsunum. Eftir að brugðist var við
þeim tillögum um úrbætur sem fyrirtækið setti fram, m.a. hvað
varðaði jarðtengingar, tók fyrir fjárdauðann.
Allmargir bændur og jarðeigendur á Ströndum eru nú farnir
að huga að skógrækt, ýmist að gróðursetja skjólbelti eða jafnvel
skógrækt í atvinnuskyni. Verkefnið Skjólskógar á Vestfjörðum
hefur haft mikil áhrif á að menn eru farnir að huga að þessum
kosti í alvöru, en einn starfsmaður verkefnisins býr á Ströndum,
Arnlín Oladóttir skógfræðingur á Bakka í Bjarnfirði. I riti sem út
kom á árinu um möguleika á þessu sviði og skógræktarskilyrði á
Vestfjörðum kemur fram að á öllum hlutum Vestfjarða sé að
frnna svæði þar sem vöxtur getur vel verið yfir því lágmarki sem
telst hagkvæmt fyrir nytjaskógrækt. Fjöldi bænda er einnig far-
inn að taka þátt í verkefninu Bændur græða landið sem Land-
græðslan stendur fyrir og snýst um uppgræðslu beitilanda. Kem-
ur þessi vinna sér vel vegna fýrirhugaðrar gæðastýringar í sauð-
fjárrækt, enda er kominn tími til að sauðfjárbændur á Ströndum
fái metið að verðleikum það góða ræktunarstarf sem þeir hafa
unnið á síðustu áratugum.
Af hlunnindum eru þau tíðindi helst að reki hefur síðustu ár
verið frekar lítill og svo var einnig 2001. Rjúpnaveiði var fremur
dræm á árinu, þó töldu kunnugir að greinileg væri uppsveifla
frá fýrra ári. Jarðeplafengur var góður og berjaspretta var víða al-
veg sæmileg.
Af dýralífi á Ströndum er það helst að frétta að geitungar hafa
á síðustu árum tekið sér bólfestu hér og hvar á svæðinu. Land-
nám þeirra er fæstum til yndisauka, en það má reyndar ráða af
ritum Jóns lærða Guðmundssonar frá 17. öld að slík fyrirbæri
hafi sést áður á Ströndum. Nautgripir eru hins vegar ekki leng-
ur fmnanlegir á milli Arneshrepps og Hrútafjarðar. Síðasti bær-
inn þar sem kýr voru á því landssvæði var Miðhús í Kollafirði. A
hinn bóginn eru komin hross að nýju í Arneshrepp.
34