Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 38
voru rekin á Ströndum. Á Óspakseyri var að þessu sinni slátrað
liðlega 6100 gripum og gekk vel. Að vanda var verkstjóri Torfi
Halldórsson á Broddadalsá.
Bændur sem slátruðu utan héraðs slátruðu flestir á Blönduósi
eða Sauðárkróki og nokkrir á Hvammstanga. Flutningar á fénu
virtust ganga allvel þótt aksturinn væri langur, en margir sem
áhyggjur hafa af sauðfjárveikivörnum höfðu horn í síðu ferða-
laga þárflutningabílanna um sýkt og ósýkt svæði.
Ferðaþjónusta
Nokkur gróska varð í uppbyggingu ferðaþjónustu á Ströndum
á árinu 2001, eins og síðustu ár. Þau tíðindi urðu helst að í júní-
byijun var opnað nýtt gistihús á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð.
Þar er boðið upp á gistingu í sérhúsi. Rúm er fýrir 10 fullorðna
og opið allt árið. Einnig var byggð ný gistiálma á Hótel Laugar-
hóli í Bjarnarfírði og bætt við sex herbergjum þar sem boðið er
upp á gæðagistingu, herbergi með baði. Framkvæmdum á Laug-
arhóli var lokið í sumarbyrjun, en eftir breytingar eru þar 17
herbergi og þar af eru 9 þeirra með baði. Þá tóku Árneshrepps-
búar upp á þeirri nýbreytni að bjóða gestum upp á kaffi og með
því í félagsheimilinu í Árnesi.
Fjölskyldudagar, rímnakvöldvaka, söngskemmtanir, galdrafýr-
irlestrar, skemmtikvöld og skipulagðar gönguferðir á vegum
ferðaþjónustuaðila á Ströndum settu svip á mannlífið. Árleg
Bryggjuhátíð var haldin á Drangsnesi og hafa gestir sennilega
aldrei verið fleiri. Djúpavíkurhátíð var einnig á sínum stað í dag-
skrá sumarsins og íbúar Broddaneshrepps stóðu fýrir mikilli
brennu og flugeldasýningu snemma á árinu. I minja- og hand-
verkshúsinu Kört í Trékyllisvík voru til sýnis munir sem safninu
hárust nýverið, ljósmóðuráhöld Jensínu Óladóttur sem um ára-
tugabil var ljósmóðir í Árneshreppi og trésmíðaverkfæri Njáls
Guðmundssonar smiðs í Norðurfirði.
Á vegum Strandagaldurs var unnið af kappi við uppbyggingu
annars áfanga Galdrasýningar á Ströndum við Laugarhól í
36